Morgunblaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019
Átökin um landamæri um allan heim hörðn-
uðu verulega á þessu ári. Trump forseti hélt
áfram að þrýsta á um mörg hundruð mílna
langan múr milli Mexíkó og Bandaríkjanna,
Indverjar og Pakistanar kveiktu að nýju elda
nokkurra áratuga gamalla væringa um Kasm-
ír og brexit fylgdi hótun um að setja alla Evr-
ópu á annan endann.
Um leið og þessi átök blossa upp og
magnast er mikilvægt að muna að mörg af
þeim landamærum, sem við tökumst á um,
voru frá upphafi hvorki sanngjörn né lýðræð-
isleg. Þau voru sem sagt ekki búin til með
þeim hætti að allir fengju að leggja sitt til
málanna, heldur voru öllu heldur afrakstur
stríða, nýlendustefnu, sáttmála og konung-
legra hjónabanda.
Katalónski hagfræðingurinn Xavier Sala-i-
Martin, prófessor við Columbia-háskóla, benti
í viðtali 2018 réttilega á að þyrfti einhver úr
vestrænu lýðræðisríki að lýsa samfélagi sínu
fyrir gestum frá Mars yrðu þeir líklega hlessa
að heyra að við stjórnuðum okkur með lýð-
ræðislegu kerfi laga og kosninga, en létum
landamæri þjóða okkar ráðast af duttlungum
nýlendusamninga eða úrslitum löngu liðinna
stríða.
Þar með er ekki sagt að við þurfum færri
landamæri. Annars mætti spyrja hvers vegna
ekki að sameina Spán og Frakkland og gera
París að höfuðborg? Eða Frakkland og
Þýskaland með Berlín að höfuðborg? Það
myndi aðeins leiða til meiri pólitískrar og
efnahagslegrar miðstýringar í höfuðborgum
sem þegar soga til sín fjármagn og mannauð
landa sinna og búa í leiðinni til fátækt og
ójöfnuð.
Við getum til dæmis ekki skilið brexit án
þess að hafa í huga að England er eitt mið-
stýrðasta landið í Vestur-Evrópu. Svipað má
segja um Spán þar sem vaxandi völd og bol-
magn Madrídar leiðir til fólksfækkunar víða
um sveitir landsins, sem þegar eru svelt fjár-
hagslega og íbúarnir að eldast.
2017 var haldið þjóðaratkvæði í Katalóníu
til að skera úr um sjálfstæði frá Spáni af póli-
tískum, sögulegum og efnahagslegum ástæð-
um. Madríd hafnaði öllum tilraunum til að ná
samkomulagi um kosningarnar og þegar
stjórnlagadómstóll Spánar –sem margir telja
pólitískan – lýsti yfir að þær stríddu gegn
stjórnarskránni réðust lögreglumenn sam-
kvæmt fyrirmælum frá spænsku ríkisstjórn-
inni á kjósendur með ofbeldi er þeir ætluðu
að greiða atkvæði. Í kjölfarið voru katalónskir
leiðtogar og nokkrir embættismenn settir í
fangelsi og hafðir í haldi í tvö ár án réttar-
halda, en fjórir flúðu í útlegð ásamt mér. Í
október voru níu þeirra, sem enn voru í haldi,
dæmdir fyrir undirróður. Þeir munu sitja í
fangelsi í níu til 13 ár.
Mér virtist eining ríkisins alltaf mikilvæg í
huga spænskra stjórnmálamanna en aldrei
hvarflaði að mér að þeir myndu setja einingu
ofar lýðræði eða mannréttindum, sérstaklega
þar sem Spánn er í Evrópusambandinu.
Lönd á borð við Tyrkland hafa tekið sér al-
ræðistilhneigingarnar á Spáni til fyrir-
myndar. Tyrknesk stjórnvöld hafa réttlætt
fangelsun kjörinna embættismanna úr röðum
Kúrda með því að segja að þeir væru einfald-
lega að fara að fordæmi Spánar og Kínverjar
halda því fram að lögregluofbeldið í Katalóníu
réttlæti atlögu þeirra að mótmælendum í
Hong Kong.
Þessar ólýðræðislegu aðferðir við að taka á
landamæradeilum og sjálfstæðishreyfingum
hafa búið til fordæmi, sem mun vera olía á eld
vandamála vegna landsvæða um allan heim
og verða réttlæting ofbeldis af hálfu ríkis
gegn minnihlutahópum.
Þjóðaratkvæðið í Katalóníu 2017 er afdrátt-
arlaus áminning um mikilvægi landamæra og
fullveldis smærri ríkja og sjálfstjórnarsvæða í
heimi okkar tíma. Í stað þess að vera rót
löngunar eftir yfirráðum ætti að líta á það
sem tilefni til að iðka lýðræði og valddreifingu
til að valdefla fólk, sem ýtt hefur verið út á
jaðarinn og endurskoða mæri, sem mann-
kynssagan hefur þröngvað upp á það.
Lítið land eins og Danmörk, sem er með
7,7 milljónir íbúa, getur stjórnað sér með skil-
virkum hætti án þess að grannríkin gleypi
það. Katalóníu með 7,5 milljónir íbúa myndi
vegna betur sem sjálfstæðu ríki undir regn-
hlíf Evrópusambandsins.
Smærri ríki hafa meiri ástæðu en stór til að
fara með friði og vera opin fyrir viðskiptum.
Án innri markaðar til að reiða sig á þurfa lítil
ríki að vera í góðum samskiptum við ná-
granna og bandamenn um allan heim. Það er
engin tilviljun að í Danmörku og Svíþjóð hafi
jafnvel stéttarfélög tilhneigingu til að styðja
samninga um frjáls viðskipti. Og á meðal
þeirra tíu ríkja, sem búa við hvað mesta vel-
megun og lýðræði, er íbúafjöldinn í að
minnsta kosti helmingi þeirra undir tíu millj-
ónum og þau styðja mannréttindi um allan
heim. Þau hafa minni áhyggjur af yfirráðum
yfir landi en lífi borgaranna innan þeirra vé-
banda.
Til að auðvelda svæðum eins og Katalóníu
að finna öryggi og sjálfstæði gætum við litið
til fordæmanna frá Bretlandi og Kanada.
Kanadísk stjórnvöld skipulögðu tvær at-
kvæðagreiðslur í Quebec 1980 og 1995 og
bresk stjórnvöld féllust á að skipuleggja at-
kvæðagreiðslu í Skotlandi 2014. Það er ekki
bara til marks um lýðræði í verki heldur for-
skrift fyrir lönd um allan heim um hvernig
leysa eigi átök um land um víða veröld.
Borgararnir eiga eða vera í fyrirrúmi þegar
landamæri heims eru endurskoðuð. Ef þeir
geta valið sína framtíð, munu ríki, sem ná
sjálfstæði án ofbeldis og með lýðræðislegum
hætti, ryðja brautina til að opið lýðræði megi
blómstra um allan heim.
©2019 The New York Times Syndicate og
Carles Puidgemont. Á vegum The New York
Times Licensing Group.
Mótmælendur gengu undir katalónskum aðskilnaðarfána í Barselóna á Spáni þegar blásið var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í október og höfðu margir breytt fánum sínum í skikkjur.
Albert Gea/Reuters
Ágreiningur um landsvæði ætti að snúast um að valdefla borgarana, ekki stjórna þeim.
CARLES PUIGDEMONT
var 130. forseti Katalóníu á árunum 2016 til 2107.
Þessar ólýðræðislegu aðferðir við að
taka á landamæradeilum og sjálfstæð-
ishreyfingum hafa búið til fordæmi, sem
mun vera olía á eld vandamála vegna landsvæða
um allan heim og verða réttlæting ofbeldis af
hálfu ríkis gegn minnihlutahópum.
TÍMAMÓT: BORIS JOHNSON GEKKST VIÐ AÐ N-ÍRLAND GÆTI VERIÐ HLUTI AF EINUM MARKAÐI YFIR ALLA EYNA
’’
Úrelt landamæri eru
að kæfa opið lýðræði