Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 27

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2019 27 Flugvélinni Stratolaunch, sem er stærsta flugvél í heimi, var flogið jómfrúfluginu í apríl yfir Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu. Flugvélin, sem er tæp 226 tonn á þyngd, er með tvo skrokka og er hönnuð til að skjóta eldflaugum á braut um jörðu á flugi. Hún var hins vegar ekki hlaðin eldflaug í fyrsta fluginu. Paul Allen heitinn, einn stofnenda Microsoft, stofnaði Stratolaunch árið 2011. Gene Blevins/Reuters Stærsta flugvél sem tekið hefur á loft Stjórnvöld í Sádi-Arabíu byrjuðu á árinu að bjóða upp á vegabréfsáritanir fyrir ferðamenn sem vilja fara til landsins án þess að trúarlegar ástæður búi að baki. Yfirvöld í landinu eru þekkt fyrir íhaldssemi og hafa ekki gefið kost á þessu áður. Talið er að þetta skref sé liður í viðleitni til að draga úr því hvað landið er efnahagslega háð olíu, auk þess tilraun til að nútímavæða landið og svara gagnrýnendum sem hafa fundið að frammistöðu Sáda í mannréttindamálum. Búist er við að konum sem fá slíka vegabréfsáritun verði ekki gert að klæðast abaja, sem nær frá hvirfli til ilja og sádiarabískar konur þurfa að klæðast þegar þær láta sjá sig á almannafæri. Hins vegar verður ætlast til þess að konur sýni hógværð í klæðaburði. © 2019 The New York Times Syndicate og Tricia Tisak. Á vegum The New York Times Licensing Group. Ahmed Yosri/Reuters Sádar opna á ferðamennsku Charles Platiau/Reuters Rihanna brýtur blað Merkið Fenty, sem listamaðurinn Rihanna stofnaði, fór í tískusamvinnu við LVMH Hennessy Louis Vuitton, stærsta munaðarvörufyrirtæki heims, og braut þar með blað með ýmsum hætti. Hún er fyrsta konan sem býr til vörumerki undir merkjum LVMH og um leið fyrsta þeldökka kon- an sem stýrir tískuhúsi á vegum þess. Fenty er líka fyrsta vörumerkið, sem ruddi sér til rúms á vettvangi félagsmiðla, til að fá eitt af stóru munaðarvörufyrirtækjunum sem bakhjarl. Bandaríkin selja Kína hrísgrjón Kínverskur heildsali í einkarekstri keypti rúmlega 40 tonn af hrísgrjónum af fyrirtækinu Sun Valley Rice í Kaliforníu í júní til innflutnings til Kína. Var þetta í fyrsta skipti, sem hrísgrjón voru seld til Kína frá Bandaríkjunum. Kínverjar rækta mest allra þjóða heims af hrísgrjónum og eru einnig helstu neytendur þeirra. 2018-19 framleiddu Kínverjar rúmlega 150 milljónir tonna af hrísgrjónum. Svín nota verkfæri Greint var frá því í grein, sem birtist í tímaritinu Mammalian Biology á þessu ári, að vörtusvín hefði sést beita verkfæri. Um er að ræða vörtusvín, sem kennt er við Visayan-eyjar á Filippseyjum (Sus ce- bifrons) og er í útrýmingarhættu. Vistfræðingur varð vitni að því þegar gyllta á lokuðu svæði í dýra- garði í París notaði prik, sem hún var með í kjaftin- um, til að grafa. Nýra sent með dróna Í fyrsta skipti flutti dróni nýra í sjúkling. Nýrað var gefið og tókst ígræðsla þess í læknamiðstöð Mary- land-háskóla vel. Dróninn var búinn flóknum mæli- búnaði, vararafhlöðum og fallhlíf. Flugleiðin var 4,5 km. Ómönnuð loftför kunna að vera ákjósanleg til að flytja líffæri til ígræðslu, en vandamál á borð við mikla flugumferð og opinberar reglugerðir þarf að leysa áður en notkun þeirra verður almenn. Eyddu HIV úr smituðum músum Vísindamenn greindu frá því að þeim hefði fyrsta sinni tekist að eyða HIV-smiti úr smituðum músum. Þykir þetta marka enn eitt skrefið í átt að lækningu. Meðferðin er fólgin í því að nota lyf gegn víxlveirum sem kallast LASER og í kölfarið eru genaklippurnar Crispr notaðar til að fjarlægja það sem kann að vera eftir af HIV í kjarnsýrum músanna. Þriðjungur mús- anna í meðferðinni losnaði alfarið við veiruna. Nýtt útlit klassísks vörumerkis Súkkulaðiframleiðandinn Hershey breytti í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins útliti hinnar þekktu súkkulaðiplötu. Í stað vörumerkisins komu vinsæl tilfinningatákn í takmarkaðan tíma. Byrjað var að selja sælgætið árið 1900. Konungleg frumraun á Instagram Elísabet II. drottning setti sína fyrstu færslu á fé- lagsvefinn Instagram í mars. Deildi hún þá bréfi, sem skrifað var til Alberts prins, bónda Viktoríu drottningar og afa Elísabetar, og er frá árinu 1843. Bréfið var meðal muna á sýningu í Vísindasafninu í London. Fyrsta nothæfa bóluefnið gegn malaríu í umferð Fyrsta nothæfa bóluefnið gegn malaríu var tekið í notkun í apríl í Malaví, fyrsta landinu af þremur Afr- íkuríkjum til að taka þátt í bólusetningarverkefninu. Bóluefnið heitir RTS,S og hefur verið sýnt fram á að það komi í veg fyrir malaríu í fjórum af hverjum tíu tilfellum. Það var fyrst þróað árið 1987, en það hefur tekið rúma þrjá áratugi og 700 milljónir dollara (rúma 85 milljarða króna) að koma því í umferð þannig að hægt væri að nota það í stórum stíl. Nýjar tegundir af risaeðlum Tvær nýjar tegundir af risaeðlum fundust á árinu í Japan og Kanada. Hokkaido-háskóli í Japan til- kynnti að vísindamenn hefðu fundið merki um nýja tegund risaeðlu, sem hefði verið grænmetisæta með andanef. Ekki hafa fundist leifar af stærri risaeðlu í Japan til þessa. Í Kanada fannst ný tegund fljúgandi risaeðlu, með vænghaf lítillar flugvélar. Henni var gefið nafnið „Hinn frosni dreki norðanvindsins“. Konur í sögulega geimgöngu Tvær konur, geimfararnir Christina Koch og Jessica Meir, fóru í fyrstu kvengeimgönguna í sögu NASA í október. Þær fóru út fyrir alþjóðlegu geimstöðina til viðgerða. Konur áttu þess ekki kost að verða geim- farar fyrr en 1978. AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.