Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29.12. 2019 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vetrarhátíð var haldin á höfuðborgarsvæðinu í 18. skipti, og var opnunaratriði hátíðarinnar ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja-Sjálandi, sem var varpað á Hallgrímskirkju. Að því loknu gekk vígalegur hópur víkinga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem sýning var um arf- leifð víkingatímans hér á landi. Vetrarhátíð sett með ljósainnsetningu Umferðarmál í Reykjavík voru til nokkurrar umfjöllunar á árinu og telja sumir að umferð- in hafi þyngst til mikilla muna á síðustu árum án þess að nokkuð hafi verið gert til mót- vægis, á meðan aðrir vilja meina að eina lausnin á vandanum felist í svonefndri Borg- arlínu, sem stendur til að leggja á milli sveit- arfélaganna á næstu árum. Morgunblaðið/Hari Umferð um Miklubraut í vetrarhúminu WOW Air varð gjaldþrota í lok mars og hafði fall fé- lagsins þegar umtalsverð áhrif á íslenskt efnahags- líf. Þá þegar spruttu upp ýmsir aðilar sem lýstu yfir áhuga sínum á endur- reisn hins fallna flug- félags. Þar á meðal var Michele Roosevelt Edwards, áður Ballarín, sem keypti einhverjar eignir úr þrotabúi WOW. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umrót eftir fall WOW Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít lentu í Keflavík í júnímánuði, en för þeirra var heitið til nýrra heimkynna í Vest- mannaeyjum. Mjaldrarnir verða fluttir í vor á sérstakt griðasvæði í Klettsvík, sem er hið fyrsta í heim- inum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Morgunblaðið/Eggert Mjaldrar til Eyja FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.