Fréttablaðið - 09.12.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 09.12.2002, Síða 10
10 9. desember 2002 MÁNUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR INNLENT TRYGGINGAMÁL „Meginlínan í þessu frumvarpi er aukin neytenda- vernd,“ segir Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra um frumvarp til laga um vátrygg- ingastarfsemi. Gildandi lög eru frá árinu 1954 og er löngu tíma- bærri endurskoðun laganna lokið. Ríkisstjórnin hef- ur samþykkt fram- lagningu frum- varpsins og verður það nú sent þing- flokkum ríkis- stjórnarinnar til umfjöllunar. „Það er gífurleg vinna sem liggur að baki endurskoð- uninni. Neytendum er tryggð ákveðin lágmarksvernd með frum- varpinu. Til dæmis er bætt staða þeirra sem eiga kröfu á hendur fé- lagi vegna ábyrgðartrygginga. Þá eru sett inn ákvæði um hóptrygg- ingar sem ekki er að finna í gild- andi lögum. Sömuleiðis er mein- ingin að lögfesta ákvæði um skjót- virk úrskurðarúrræði ef ágrein- ingsmál rísa,“ sagði Valgerður. Rík upplýsingaskylda verður lögð á herðar tryggingafélaga gagnvart tryggingatökum, en fram til þessa hefur þótt skorta á skyldur félaganna í þeim efnum. „Þetta er mjög mikilvægt at- riði. Menn hafa stundum nefnt þetta smáa letrið en við reynum að taka á því með skilvirkum hætti. Réttur neytenda gagnvart tryggingafélagi batnar því til muna. Norska löggjöfin, sem höfð var til hliðsjónar við endurskoð- unina, byggir mjög á þessu,“ sagði Valgerður. Reglur um upplýsingagjöf vá- tryggingartaka og takmarkanir á heimildum vátryggingafélaga til þess að afla upplýsinga í persónu- tryggingum er að finna í frum- varpinu og tengjast þau umræðu um hagnýtingu upplýsinga, meðal annars gagnagrunnum um heilsu- far fólks. Tryggingafélögin telja að breytingarnar kalli á aukna vinnu, sem hafi aukinn kostnað í för með sér. Þann kostnað verði einhver að greiða. „Auðvitað er þetta eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í nefnd- arstarfinu. En það má líka velta því fyrir sér hvort það sé ekki réttlætanlegt að kaupa einhverju verði aukinn rétt og öryggi. Það er þó mikilvægt að þetta leiði ekki til mikillar hækkunar iðgjalda,“ sagði Valgerður og bætti við að hún legði mikla áherslu á að málið yrði afgreitt á vorþingi þannig að ný lög um vátryggingasamninga geti tekið gildi í byrjun árs 2004. ■ SKIPULAG Nýtt glerhýsi mun tengja saman Aðalstræti 2 og Vesturgötu 1. Höfuðborgarstofa, sem annast mun þjónustu við ferðamenn, mun flytja í húsið í byrjun næsta árs. Borgaryfirvöld hafa samþykkt breytingu á deiliskipulagi vegna hinnar nýju tengibyggingar, en þar verður aðalinngangur og and- dyri að húsunum báðum. Bygg- ingin verður byggð úr gleri og stáli. Auk Höfuðborgarstofu er gert ráð fyrir fjölþættum atvinnu- rekstri í húsunum, veitingasölu, verslun og skrifstofum. Minja- vernd hf. mun standa að fram- kvæmdunum og er ætlunin að taka tillit til upprunalegrar gerð- ar gömlu húsanna við endurbygg- ingu þeirra. Húsið Aðalstræti 2, gamla Geysishúsið, stendur á elstu verslunarlóð í Reykjavík. Fram- húsið, sem þegar hefur verið end- ursmíðað að utan, er að stofni til frá árinu 1855, en pakkhúsið var byggt á árunum 1896 og 1907. Á milli þeirra voru reistar skúr- byggingar, sem voru stækkaðar í áföngum uns úr varð tengibygg- ing milli húsanna. Um miðja 20. öld var útliti húsanna breytt mik- ið og meðal annars gerðir stórir verslunargluggar á götuhæð. Húsin skemmdust í eldi árið 1977 og eftir það var millibygg- ingin endurnýjuð, að mestu leyti úr stáli og timbri. Hún verður nú rifin. ■ FRÁ SUÐUREYRI Áformað er að greiða niður helming lang- tímaskulda bæjarsjóðs á næstu þremur árum. Ísafjarðarbær: Tugmilljóna fjárlagagat ÍSAFJÖRÐUR „Hlutur hafnarsjóðs í framkvæmdum er 40 milljónir króna, það verður fjármagnað með lántökum og skýrir gatið í áætlun næsta árs,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar. Heildartekjur bæjarsjóðs og stofnana eru áætlaðar 1.880 millj- ónir króna á næsta ári en heildar- gjöld 1.917 milljónir. Fjárhags- áætlun verður því lokað með 37 milljóna króna gati. Alls er gert ráð fyrir 153 millj- ónum í fjárfestingar og meirihátt- ar viðhaldsverkefni, meðal ann- ars verður lokið við endurbætur og viðgerðir á Safnahúsinu við Eyrargötu eða Gamla sjúkrahús- inu, lokið verður við utanhúss- framkvæmdir á íbúðum aldraðra að Hlíf og lokið við hönnun nýs skólahúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. Langtímalán verða greidd nið- ur um 149 milljónir króna á næsta ári eða nálægt 10% af heildar- skuldum bæjarins og stofnana. „Samkvæmt þriggja ára áætlun ætlum við hins vegar að greiða langtímaskuldir bæjarsjóðs og stofnana niður um 700 milljónir. Heildarskuldir bæjarsjóðs og stofnana eru 1.500 milljónir þannig að nærri lætur að við greiðum helming skuldanna á næstu þremur árum,“ sagði Hall- dór Halldórsson. ■ HÆKKUNUM MÓTMÆLT Stjórn Eflingar – stéttarfélags mótmælir harðlega þeim verðlagsákvörðun- um sem ríkisstjórn, sveitarfélög og fyrirtæki, sérstaklega trygg- ingafélög, hafa kynnt að undan- förnu. Efling telur ljóst að með þeim sé kynt undir verðbólgu og góðri stöðu efnahagslífs sé stefnt í voða. Auk þess auki verðhækk- anirnar skuldabyrði heimilanna, sem séu allt of skuldsett fyrir. ■ Dagskrá Litlu jólanna á Hressó er að finna á www.reykjavik.is Mánudagur 9. desember Opið frá kl 14 - 18 Upplestur úr jólabókum kl. 16:15 Steinunn Sigurðardóttir Thor Vilhjálmsson Ólafur Ragnarsson / T ei kn in g: H al ld ór B al du rs so n GLERHÝSI Á ELSTU VERSLUNARLÓÐ BORGARINNAR Húsið Aðalstræti 2 stendur á elstu verslunarlóð í Reykjavík. Ný tengibygging milli hússins og Vesturgötu 1 verður úr gleri og stáli. Höfuðborgarstofa flytur í byrjun nýs árs: Nýtt glerhýsi í Grjótaþorpi VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Segir réttindi tryggingataka aukast til muna með nýrri löggjöf um vátryggingasamninga. Neytendavernd tryggð Frumvarp um vátryggingasamninga kveður á um ótvíræða upplýsingaskyldu tryggingasala. Ekki hægt að vísa í smáa letrið. Tryggingafélögum settar skorður við öflun persónuupplýsinga. „Menn hafa stundum nefnt þetta smáa letrið en við reynum að taka á því með skilvirk- um hætti.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI SKRÁÐ ATVINNULEYSI EFTIR ALDRI Í ÁGÚST ’02* 15-19 ára 93 20-24 ára 557 25-29 ára 527 30-39 ára 897 40-49 ára 676 50-59 ára 375 60+ ára 442 Alls 3.567 *Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ ATVINNULEYSI Samkvæmt gögnum vinnumiðlana voru 3.567 manns skráðir atvinnulausir í lok ágúst 2002 samanborið við 1.755 í ágúst 2001. Af skráðum atvinnulausum í ágúst 2002 voru 1.300 einstaklingar eða 18,2% á aldrinum 15-24 ára en 15,2% í ágúst 2001. Fjöldi þeirra sem höfðu verið 6 mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá var í lok ágúst 869 einstaklingar eða 24,4% miðað við 24,0% í lok ágúst 2001. LEIÐTOGI KOSINN Herbert Haupt var í gær kosinn leiðtogi austur- ríska Frelsisflokksins, tveimur vikum eftir að flokkurinn beið af- hroð í kosningum. Jörg Haider, fyrrverandi leiðtogi flokksins, mætti ekki á flokksþingið í gær. Haupt er náinn samstarfsmaður hins umdeilda Haiders. SAMIÐ UM FRIÐ Stjórnin á Indó- nesíu ætlar í dag að undirrita frið- arsamning við uppreisnarmenn í héraðinu Aceh, sem hafa barist fyrir sjálfstæði áratugum saman. FORSETI ÍSRAELS Í ÞÝSKALANDI Moshe Katzav, forseti Ísraels, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Hann sagðist sannfærður um að Ísraelsmenn gætu náð samningum við Palestínumenn. Jafnframt baðst hann afsökunar á mannfalli óbreyttra borgara og sagði það „slys“.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.