Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 8
Þyngsti dómur sögunnar
Sindri Þór Stefáns son var dæmdur
í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir
aðild sína að Bitcoin-málinu svo-
nefnda í janúar. Þetta er þyngsti
dómur sem fallið hefur á Íslandi í
þjófnaðarmáli. Sjö fengu dóm í mál-
inu og var þeim gert að greiða Adv-
ania 33 milljónir í skaðabætur fyrir
innbrot í gagnaver fyrirtækisins.
Í febrúar voru þrír menn dæmdir
sekir fyrir innherjasvik með því að
að nýta sér ólöglega trúnaðarupp-
lýsingar úr rekstri Icelandair um við-
skipti með hlutabréf í félaginu. Fyrr-
verandi starfsmaður Icelandair og
svokallaður fruminnherji fékk átján
mánaða fangelsi en þyngsta dóminn
hlaut Kristján Georg Jósteinsson, þá
eigandi skemmtistaðarins Shooters.
Máli hljómsveitarinnar Sigur
Rósar var vísað frá dómi í október.
Fjór menningarnir voru ákærðir
fyrir stór felld skattalagabrot. Fleiri
málum af svipuðum meiði var vísað
frá dómi á árinu á þeim grundvelli
að um væri að ræða tvö falda refsi-
meðferð í andstöðu við mannrétt-
indaákvæði.
Fimm ár fyrir árás á dyravörð
Alvarlegar líkamsárásir, mann-
dráp og manndrápstilraunir settu
drungalegan svip á starfsemi dóm-
stólanna á árinu.
n Sindri Brjánsson fékk sex ára
dóm í júní fyrir tilraun til mann-
dráps með því að hafa veitt
manni fjölda lífshættulegra
stungusára bæði í andlit og lík-
ama í nóvember síðastliðnum.
Brotaþolanum voru dæmdar 1,2
milljónir í bætur.
n Hafsteinn Oddsson var dæmdur
í sex ára fangelsi í júlí fyrir
stórfellda líkamsárás á konu á
miðjum aldri í Vestmannaeyjum
árið 2016. Konan fannst nakin á
vettvangi árásarinnar um miðja
nótt og var líkamshiti hennar
litlu hærri en 35 gráður. Konan
var óþekkjanleg vegna áverka í
andliti.
n Arhur Pawel Wisocki hlaut
fimm ára fangelsi í febrúar
fyrir fólskulega árás á dyravörð
skemmtistaðarins Shooters.
Hann var dæmdur til að greiða
dyraverði sem lamaðist fyrir
neðan háls sex milljónir í bætur.
n Árni Gils Hjaltason var dæmdur
í fjögurra ára fangelsi í október.
Þetta er í annað sinn sem hann
er sakfelldur í héraði fyrir til-
raun til manndráps. Hæstiréttur
ómerkti fyrri dóm héraðsdóms
og taldi málið ekki nægilega
rannsakað.
n Tæplega sjötug kona var dæmd
í fjögurra ára fangelsi fyrir að
hafa reynt að ráða tengdasyni
sínum bana. Hún hefur áfrýjað
málinu og situr í gæsluvarðhaldi
meðan niðurstöðu er beðið.
Engin miskunn í Landsrétti
Dómar í tveimur manndrápsmálum
voru þyngdir umtalsvert í Lands-
rétti á árinu. Dómur í máli Vals
Lýðssonar var þyngdur úr sjö árum í
fjórtán. Landsréttur taldi ekki leika
vafa á um ásetning Vals til að bana
bróður sínum á heimili sínu í fyrra.
Landsréttur dæmdi Vig fús Ólafs-
son einnig í fjór tán ára fangelsi fyrir
brennu og manndráp á Selfossi í
fyrra. Héraðsdómur hafði sakfellt
Vigfús fyrir manndráp af gáleysi og
dæmt hann í fimm ára fangelsi.
Sigrar og þungir dómar í skugga MDE
Alvarlegar líkamsárásir og óhugnanleg kynferðisbrot einkenndu starfsemi innlendra dómstóla á árinu sem er að líða. Metoo-hreyf-
ingin varð fyrir áfalli og Barnaverndarstofa fékk skell. Liðsmenn Sigur Rósar sluppu með skrekkinn í skjálftahrinum frá Strassborg.
Sindri Þór Stefánsson hlaut þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp hér fyrir þjófnað. Frelsisþrá Sindra vakti
athygli í fyrra þegar hann lét sig hverfa úr gæsluvarðhaldi og komst yfir landamæri þriggja ríkja. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ólíkt Héraðsdómi Suðurlands taldi Landsréttur
ásetning Vals Lýðssonar, bónda á Gýgjar hóli, til að bana
bróður sínum hafinn yfir vafa. Var refsing hans því
þyngd úr sjö í fjórtán ára fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Þjóðin var klofin í afstöðu til máls Atla Rafns Sigurðar-
sonar leikara sem fékk 5,5 milljónir í bætur frá Leik-
félagi Reykjavíkur og leikhússtjóra þess fyrir ólögmæta
uppsögn í miðri Metoo-byltingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Freyja Haraldsdóttir barðist gegn mismunun og fyrir
mannréttindum fatlaðs fólks á öllum dómstigum og
hafði betur í Hæstarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Sigríður Andersen tilkynnti á blaðamannafundi í mars
að hún hygðist stiga tímabundið til hliðar sem dóms-
málaráðherra í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls
Evrópu í Landsréttarmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Tveir dómar fyrir manndráp
voru staðfestir í Landsrétti á árinu;
Sautján ára dómur yfir Degi Hoe Sig-
urðssyni fyrir morð og morðtilraun
á Austurvelli í desember 2017 og sex-
tán ára fangelsi yfir Khaled Cairo
sem banaði Sanitu Brauna sama ár.
Óhugnanleg kynferðisbrot
Óhugnanleg mál um langvarandi
of beldi gegn börnum og ungmenn-
um vöktu óhug meðal þjóðarinnar
á árinu. Þeirra á meðal mál Þor-
steins Halldórssonar og hjónanna
frá Suðurnesjum.
n Þyngsta dóminn hlaut hins
vegar karlmaður fyrir í trekað
kyn ferðis legt og líkam legt
of beldi gegn ein hverfum syni
sínum á um sjö ára tíma bili.
n Hjónin á Suðurnesjum voru
dæmd til fimm og sex ára fang-
elsisvistar fyrir gróf kynferðis-
brot gegn dóttur konunnar.
Dótturinni voru dæmdar 2,5
milljónir króna í miskabætur.
n Landsréttur mildaði dóm yfir
Þorsteini Halldórssyni úr sjö ára
fangelsi í fimm og hálft ár. Þor-
steinn var í maí í fyrra dæmdur
í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð
kynferðisbrot gegn ungum
pilti og fyrir að hafa tælt hann
með gjöfum, fíkniefnum og
peningum.
n Dómur yfir karl manni fyrir
nauðgun, þjófnað og líkams á rás
var staðfestur í Landsrétti.
n Landsréttur staðfesti fjög urra
ára fang els is dóm yfir Vigfúsi
Jóhannssyni, boccia-þjálf ara
á Ak ur eyri, sem dæmd ur var
í Héraðsdómi Norður lands
eystra í fyrra fyr ir margít rekuð
kyn ferðis brot gegn and lega
fatlaðri konu. Honum var gert
að greiða kon unni tvær millj ón ir
króna í skaðabæt ur vegna máls-
ins, en brot hans voru í dómi
sögð margít rekuð og gróf.
n Tveir karlmenn voru dæmdir
í þriggja ára fangelsi fyrir að
nauðga unglingsstúlku. Sá þriðji
var sýknaður.
n Tveggja og hálfs árs dómur yfir
Hemn Rasul Hamd vegna nauðg-
unar á Hressó árið 2016 var stað-
festur í Landsrétti á árinu.
n Fyrrverandi starfsmaður á
velferðarsviði Reykjavíkur var
dæmdur fyrir kynferðisbrot
gegn fyrrverandi stjúpdóttur
sinni. Honum var gert að greiða
henni 1,8 milljónir í bætur.
n Karlmaður var dæmdur í átján
mánaða óskilorðsbundið fang-
elsi fyrir að þvinga fyrrverandi
kærustu sína í tvígang til sam-
ræðis árið 2015.
n Par hlaut skilorðsbundinn dóm
í nóvember fyrir milligöngu um
vændi.
Sjö ár fyrir framleiðslu
Þungur dómur féll vegna fíkniefna-
framleiðslu undir lok árs. Alvar
Óskarsson hlaut sjö ára fangelsi en
Einar Einarsson og Margeir Pétur
Jóhannsson hlutu sex ára fangelsi
fyrir stórfellda framleiðslu amfeta-
míns og kannabis. Margeir og Alvar
hafa ákveðið að áfrýja þeim dómi til
Landsréttar.
Áfrýjun til Landsréttar borgaði
sig fyrir Sigurð Ragnar Kristinsson,
en dómur yfir honum í svokölluðu
Skáksambandsmáli var mildaður á
árinu úr fjórum og hálfu ári í þrjú
og hálft ár.
Sigrar ársins
Eftir tæpa árs bið eftir upplýsingum
var Seðlabanki Íslands dæmdur til
að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaða-
manni á Fréttablaðinu, upplýsingar
um samning sem Már Guðmunds-
son, þáverandi seðlabankastjóri,
gerði við Ingibjörgu Guðbjarts-
dóttur, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Seðlabankinn stefndi Ara fyrir rétt
til að fá úrskurði um afhendingu
upplýsinganna hnekkt.
Freyja Haraldsdóttir, baráttu-
kona fyrir mannréttindum fatlaðs
fólks, vann einn stærsta sigur ársins
í Hæstarétti þegar rétturinn stað-
festi dóm Landsréttar sem felldi úr
gildi ákvörðun Barnaverndarstofu
um að synja henni að sækja um að
taka barn í fóstur. Dómurinn taldi
Freyju hafa orðið fyrir ólögmætri
mismunun vegna fötlunar sinnar.
Annan stórsigur vann Atli Rafn
Sigurðsson leikari gegn Leikfélagi
Reykjavíkur og leikhússtjóranum,
sem dæmd voru sameiginlega til að
greiða honum 5,5 milljónir vegna
ólögmætrar uppsagnar. Í öðru máli
sem tengja má við Metoo-hreyfing-
una var Háskólinn í Reykjavík sýkn-
aður af kröfu lektors sem sagt var
upp starfi vegna niðrandi ummæla
um konur á Samfélagsmiðlum.
Stóra málið
Umfjöllun um helstu dóma ársins
verður ekki tæmd án þess að minn-
ast á dóminn yfir sjálfu kerfinu; dóm
Mannréttindadómstóls Evrópu sem
kveðinn var upp í mars í Lands-
réttarmálinu. Málið hefur enn ekki
verið til lykta leitt í Strassborg þar
sem málflutningur í yfirdeild rétt-
arins fer fram í febrúar.
Auk Landsréttarmálsins hafa
fimm dómar fallið í Strassborg á
árinu vegna meðferðar sakamála hér
á landi. Tveir vegna skorts á sönn-
unarfærslu í Hæstarétti, einn vegna
vanhæfis dómara og tveir vegna rétt-
ar til að vera ekki refsað tvívegis fyrir
sama brot. Dómarnir hafa skapað
margvísleg vandamál fyrir dóms-
kerfið og stjórnmálin sem ekki sér
fyrir endann á.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur@frettabladid.is
Brot ákærða sem
hann er nú sak-
felldur fyrir eru hrottaleg og
bera vott um skeytingarleysi
gagnvart lífi og heilbrigði
annars manns.
5,5
milljónir er fjárhæðin sem
Leikfélag Reykjavíkur var
dæmt til að greiða Atla Rafni
Sigurðssyni í bætur fyrir
ólögmæta uppsögn.
DÓMSMÁL ÁRSINS
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð