Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 19
hafa líka notið velvildar hjá fleirum en bæjarbúum. Liljana nefnir Helgu Kristinsdóttur í Þorlákshöfn sem hafi prjónað dýrindis vettlinga og sokka handa þeim öllum þrettán og sent barnabarn sitt, Anton Scheel, með pakkann norður. Hún hafi viljað leggja sitt af mörkum til að láta börnunum líða vel. Endurgjalda hjálpsemina Guðrún Margrét segir Sýrlending- ana sammála um að þeir hafi bara fundið hlýju og kærleika síðan þeir komu. „Fólkið er alsælt með stuðn- ingsfjölskyldurnar og sjálf boða- liðana sem Rauði krossinn útvegaði því. Það virðist bara vera tóm ham- ingja og sum börnin upplifa að þau eigi hér ömmur og afa,“ lýsir hún. Vegna fallegrar framkomu Íslend- inga kveðst fólkið hafa styrkst sjálft. Einn herrann orðar það svo: „Við höfum tekið við mikilli hjálp frá samfélaginu frá því við komum, sérstaklega frá stuðningsfjölskyld- unum, en nú fer að koma að því að við getum gefið af okkur til baka og jafnvel aðstoðað okkar fólk í Sýr- landi með ýmsum ráðum.“ Skreyta húsin eins og hinir Árskort í sundlaugina var eitt af því sem nýju íbúarnir fengu við komuna til Hvammstanga að sögn Guðrúnar Margrétar. Hún segir að þó konurnar í hópnum séu meira klæddar í lauginni en tíðkist meðal Íslendinga, eða í svokölluðum búrk- ini-sundfötum fyrir konur, standi öllum á sama. Það sé ekki verið að gera vandamál úr smámunum. Eitt af því sem ein sýrlenska konan er ánægð með á Íslandi er hvað mannréttindin eru mikil og hvað kerfið virkar vel. Hún segir að það sé mikill munur frá heimalandinu þar sem allt slíkt var í rúst. „Hér er allt eins og það á að vera – ekki bara fyrir suma,“ segir hún. Hver og einn í hópnum telur sig þann heppnasta með stuðnings- fjölskyldu – þær virðast vera alger- lega einstakt fólk, eftir lýsingum að dæma. Ein hjónin lýsa því að strákurinn þeirra hafa verið að suða í nágrönnum að kveikja upp í útiarni og það hafi verið látið eftir honum kvöldið áður en við erum á ferðinni. Allir hafi setið kringum eldinn í myrkrinu og snjónum. Það hafi verið kósí. Þar sem Íslendingar báru strax virðingu fyrir ramadan segjast Sýr- lendingarnir gera slíkt hið sama þegar kemur að jólaundirbúningi Íslendinga og jólahaldi. Ein konan segir: „Við viljum taka þátt í öllu, meira að segja tengjast kristnu trúnni kringum jól og hafa húsin okkar skreytt eins og hjá hinum.“ Í snjómokstri og viðgerðum Daginn eftir að við Anton vorum á ferðinni fyrir norðan gekk mikill veðurhamur yfir landið og Hvammstangi fór ekki varhluta af honum en jafnvel hann kom Sýr- lendingunum ekki úr jafnvægi, eftir því sem fram kom í tölvupósti frá Liljönu verkefnastjóra. Einni fjölskyldunni hafi reyndar ekki dámað en hún hafi drifið sig yfir til annarrar fjölskyldu og þá liðið betur. Sumir hafi tekið virkan þátt í hjálparstörfum. „Þeir Najeb og Abdulwahab voru óþreytandi í að aðstoða aðra Hvammstangabúa í viðgerðum og snjómokstri, frá sjö á morgnana og fram á kvöld. Þeir segja þetta samfélag hafa tekið svo vel á móti þeim að þeir hafi viljað endur- gjalda það og hjálpa til eins og þeir hafi getað. Minnst var á þá Najeb og Abdulwahab á alþjóðaþingi um flóttamannavandann 18. desember og þeir teknir sem dæmi um góða aðlögun f lóttafólks að íslensku samfélagi. Það gerði Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, í ræðu sinni.“ VIÐ VILJUM TAKA ÞÁTT Í ÖLLU, MEIRA AÐ SEGJA TENGJAST KRISTNU TRÚNNI KRINGUM JÓL OG HAFA HÚSIN OKKAR SKREYTT. Þótt Mohamad, Ahmed, Najeb og Sabah kunni orðið talsvert í íslensku þá fá þau að nota arabískuna í viðtalinu. Sabah, Latifah, Aisha og Abdulwahab eru þakklát Hvammstangabúum. Samera og Yazan lita saman myndir í stórri bók. Djúpur spékoppur Yazan kemur í ljós þegar hann brosir. Aisha og Mohamad segja frá reynslu sinni. Börnin una við púsl og teikningar meðan fullorðna fólkið spjallar. Hér er Mohamad Salem fremstur og Adnan aftar. Hér eru Asmaa, Yazan og Adnan, ásamt Lamis, að taka upp hlýlegar gjafir sem þau fengu frá Helgu Kristinsdóttur í Þorlákshöfn. MYND/LILJANA H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19L A U G A R D A G U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.