Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 22
Þessi uppa ld a Vest-mannaeyjamær skor-aði alls 255 mörk í 180 leikjum fyrir ÍBV og Val hér heima en 207 af þeim voru í efstu deild
og hún varð í sumar önnur konan
til þess að skora 200 mörk eða fleiri
í efstu deild á Íslandi. Þá skoraði
hún 48 mörk í 101 leik fyrir sænska
úrvalsdeildarliðið Kristianstad
og var einnig á mála hjá þýsku
efstudeildarliðunum Duisburg og
Turbine Potsdam og sænska úrvals-
deildarliðinu Linköping.
Margrét Lára varð fjórum sinnum
Íslandsmeistari á ferlinum, einu
sinni bikarmeistari, fimm sinnum
markahæst í deildinni hér heima,
einu sinni í sænsku deildinni og
þrisvar í Meistaradeild Evrópu.
„Ég er bara mjög sátt við það að
vera búin að ákveða þetta en ég
passaði mig vel á því að vera búin að
melta þessa ákvörðun vel og lengi
áður en ég tók hana og gerði hana
opinbera. Þetta var í raun og veru
búið að krauma í kollinum í tölu-
verðan tíma,“ segir Margrét Lára
um þessi miklu tímamót í lífi sínu.
„Það voru reyndar þó nokkrir
búnir að ákveða það fyrir mig að
ég ætti að hætta árið 2017 þegar ég
sleit krossbandið um sumarið það
árið. Ég fann að það voru margir
búnir að afskrifa mig þá. Ég get
alveg viðurkennt að það fór í taug-
arnar á mér að fólk væri ákveða það
fyrir mig að nú væri best að láta gott
heita og það hvatti mig enn frekar
til þess að komast aftur í hæsta
gæðaflokk.
Ég hafði sammælst um það við
formann knattspyrnudeildar Vals
þegar ég ákvað að snúa aftur á Hlíð-
arenda árið 2016 að við ætluðum að
ná í Íslandsmeistaratitilinn á nýjan
leik. Það auðveldaði vissulega
ákvörðunina að hætta á þessum
tímapunkti að hafa landað Íslands-
meistaratitlinum í haust. Það var
fínn lokapunktur á löngum ferli þar
sem skipst höfðu á skin og skúrir,“
segir þessi frábæri framherji.
Sárin gróið í Eyjum
Margrét Lára ólst upp í Vestmanna-
eyjum en hún var auk þess að vera
f ljótt fremst meðal jafningja í fót-
bolta einnig öflug í handbolta. Hún
segir það ekki hafa verið sjálfsagt
að hún myndi á endanum velja
fótboltann en hún hafi hins vegar
fundið það á unglingsaldri að
ástríðan væri inni á fótboltavell-
inum. Margrét spilaði sinn fyrsta
meistaraflokksleik 15 ára gömul.
„Ég hafði mjög gaman af hand-
bolta og það togaði líka að verða
handboltakona. Fótboltinn náði
hins vegar tökum á mér og þegar
það var komið að því að velja varð
það ofan á að freista þess að kom-
ast í fremstu röð þar. Ég var með
sterkar fyrirmyndir inni á knatt-
spyrnuvellinum í karlaliðinu sem
varð Íslandsmeistari árið 1997 og
1998 og mig langaði að feta í fót-
spor þeirra. Svo var bróðir minn
Bjarni Geir Viðarsson að koma inn í
meistaraflokkinn á þessum tíma og
mig langaði að gera eins og hann,“
segir hún.
Eftir tímabilið 2004 þar sem
ÍBV hafnaði í öðru sæti Íslands-
mótsins og varð bikarmeistari það
sumar, sem var fyrsti titill félagsins
í kvennaflokki, ákvað Margrét Lára
að söðla um og gekk til liðs við Val.
Hún segir að því hafi ekki verið vel
tekið í Vestmannaeyjum á sínum
tíma en telur að sárin hafi gróið.
„Við vorum með lið sem hefði
klárlega getað orðið meistari síð-
asta árið sem ég var í ÍBV. Heimir
Hallgrímsson var að þjálfa okkur
og yfir sumartímann vorum við
með lið sem gat barist við stærstu
lið landsins um þá titla sem í boði
voru. Ég varð aftur á móti að taka
ákvörðun fyrir sjálfa mig og ÍBV
gat ekki boðið mér æfingar í hæsta
gæðaflokki yfir allt árið.
Við skipuðum leikmannahóp
okkar á vorin í Vestmannaeyjum
og á veturna var æfingahópurinn
ekki nógu sterkur til þess að ég gæti
tekið jafn miklum framförum og ég
vildi,“ segir Margrét um vistaskipt-
in til Vals árið 2004 og endurkomu
sína á Hlíðarenda 12 árum síðar.
Ævinlega þakklát Olgu Færseth
„Því var slegið upp í staðarmiðl-
inum að ég hefði svikið lit og það
var engin sérstök ánægja með
þessa ákvörðun mína. Það f lækti
líka málin að pabbi [Viðar Elías-
son] var formaður knattspyrnu-
deildar á þessum tíma. Hann og
mamma, Guðmunda Bjarnadóttir,
studdu mig hins vegar heilshugar
eins og alltaf og ég held að f lestir
Vestmanneyingar hafi nú fyrirgefið
mér þetta. Þarna hafði ég gert allt til
þess að gera vel fyrir ÍBV-liðið. Æft
aukalega bæði með fótboltaæfing-
um og stundað frjálsar íþróttir til
þess að styrkja mig.
Valur gat hins vegar boðið betri
aðstöðu, betri og stærri leik-
mannahóp og þar voru leikmenn
á mínum aldri sem voru með mér
í unglingalandsliðunum og því
fannst mér ég verða að taka skrefið
og fara þangað. Ég skoðaði það með
opnum huga að fara aftur til Vest-
mannaeyja þegar ég kom heim árið
2016 sem og aðra kosti hér heima.
Það spilaði inn í þá ákvörðun að ég
komst inn í klíníska sálfræðinámið
á þeim tíma og ég hefði ekki getað
sinnt því almennilega búandi í
Eyjum. Valshjartað sló hraðast og
mig langaði að enda ferilinn með
titli þar sem varð raunin,“ segir hún
um viðskilnaðinn við Vestmanna-
eyjar og endurkomuna til Vals
þegar hún sneri heim úr atvinnu-
mennsku.
„Mig langar samt að þakka einum
leikmanni sérstaklega fyrir tímann
hjá ÍBV-liðinu en í frábærum hópi
leikmanna var Olga Færseth sú
sem hjálpaði mér mest. Hún var
mér sem lærimóðir þegar ég var
að koma inn í meistaraf lokkinn.
Olga var gagnrýnin á mjög sann-
gjarnan hátt. Hún leiðbeindi mér
mjög mikið bæði innan vallar sem
utan og ég lærði mjög mikið af
henni. Olga gat kennt mér eitthvað
á hverri æfingu og í öllum leikjum
sem ég spilaði með henni. Hún tók
mér vel þegar ég var ung og óreynd í
meistaraflokksfótbolta og fyrir það
verð ég henni ævinlega þakklát,“
segir Margrét en Olga er hinn leik-
maðurinn sem skorað hefur meira
en 200 mörk eða 269 talsins.
Finnst árið 2007 standa upp úr
„Ég átti frábæra tíma í Val en ef ég
ætti að taka eitthvað út fyrir sviga
á þeim tíma þá var bikarúrslita-
leikurinn árið 2006 stór stund á
mínum ferli. Þar skoraði ég þrennu
í leiknum og við unnum svo í víta-
spyrnukeppni sem þjóðin fékk ekki
að sjá þar sem RÚV klippti á beina
útsendingu af leiknum í miðri víta-
spyrnukeppni.
Þegar ég fann fyrir þeirri reiði
sem sú ákvörðun að hætta útsend-
ingu af þessum viðburði olli þá
fann ég það í fyrsta skipti að þjóð-
inni væri ekki sama um kvenna-
knattspyrnu hér á landi og það var
þægileg tilfinning. Það sem skipti
samt mestu máli var að við unnum
tvöfalt, í eina skiptið sem ég gerði
það á ferlinum,“ segir Margrét þegar
hún er beðin um að nefna hápunkta
á farsælum ferli sínum.
„Árið 2007 var svo frábært ár hjá
mér bæði í persónulega lífinu inni
á fótboltavellinum og bara sem
íþróttamaður. Á þessu ári kynntist
ég kærastanum mínum, Einari Erni
Guðmundssyni, átti mitt besta ár
hjá Val líklega og það var svo mikill
heiður að vera valin íþróttamaður
ársins í lok ársins,“ segir Margrét
sem skoraði 38 mörk í sextán leikj-
um fyrir Val það sumarið.
ÞVÍ VAR SLEGIÐ UPP Í
STAÐARMIÐLINUM AÐ
ÉG HEFÐI SVIKIÐ LIT
OG ÞAÐ VAR ENGIN SÉR-
STÖK ÁNÆGJA MEÐ ÞESSA
ÁKVÖRÐUN MÍNA. ÞAÐ
FLÆKTI LÍKA MÁLIN AÐ
PABBI VAR FORMAÐUR
KNATTSPYRNUDEILDAR.
Stolt af því
sem ég
afrekaði
Einn af fremstu íþróttamönnum Íslands,
Margrét Lára Viðarsdóttir, ákvað í haust
að láta gott heita á knattspyrnuferlinum.
Eftir 18 ára feril ákvað hún að segja skilið
við boltann og einbeita sér að fjölskyldu,
vinum og vinnu sinni sem sálfræðingur.
Hjörvar
Ólafsson
hjorvaro@frettabladid.is
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð