Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 18
Það er brosmilt og ánægjulegt fólk sem bíður útsendara Frétta-blaðsins í Ráðhúsinu á Hvammstanga. Þetta eru sýrlenskar f jöl-
skyldur sem settust að þar í bæ
síðastliðið vor, ásamt verkefnis-
stjórunum Liljönu Milenkoska
hjúkrunarfræðingi og Guðrúnu
Margréti Guðmundsdóttur mann-
fræðingi. Okkur langar að for-
vitnast um líf Sýrlendinganna
þetta rúma hálfa ár sem þeir hafa
átt heima hér á Íslandi. Þótt sumir
þeirra hafi þegar náð ótrúlegum
tökum á íslenskunni þá er freist-
andi að biðja Guðrúnu að bera upp
spurningarnar, því hún kann arab-
ísku. Það er heppni að hafa slíka
manneskju við höndina.
Fyrst spurt um líðan sína frá því
það tók hér land er flóttafólkið sam-
mála um að hún hafi verið góð og
það sé ánægt. „Meðan við höfum
verkefnastjóra eins og Liljönu og
Guðrúnu til aðstoðar þá eru hlut-
irnir í lagi,“ segir einn í hópnum
glaðlega og hin taka undir það. Þau
vilja koma þakklæti sínu á fram-
færi og tala við Guðrúnu, hvert
í kapp við annað, hún hlustar af
gaumgæfni og túlkar. „Þau segjast
einskis sakna nema fólksins síns,
heimabæjarins og gamla lífsins
eins og það var fyrir stríð. Vissulega
yfirgáfu þau stórfjölskyldur sínar
og sakna þeirra en eignuðust nýjar
stuðningsfjölskyldur og vini hér
sem hjálpa þeim með allt sem þarf. Í
sumum tilfellum eru stuðningsfjöl-
skyldurnar næstu nágrannar og þó
svo sé ekki þá eru vegalengdirnar
litlar í þessum bæ. Hér finnur fólk-
ið öryggi og er ánægt með að hafa
tækifæri til menntunar og atvinnu.
Það viðurkennir samt að veðrið sé
stundum búið að vera því erfitt en
þó hafi í raun gengið ótrúlega vel að
venjast því.“
Eins og við værum heima
Vegna stríðsins í Sýrlandi f lúði
þetta fólk upphaf lega þaðan til
Líbanon. Þar beið þess dvöl í þrjú
til fimm ár við slæman aðbúnað,
kröpp kjör og mikla fordóma. Einn
maðurinn getur þess að það hafi
verið sérstaklega sterk upplifun að
fá hinar hlýju móttökur Íslendinga
eftir það sem á undan var gengið.
Þetta hafi verið í ramadan sem
sé mikilvægur mánuður í trúar-
lífi múslima og þeim hafi komið á
óvart að heimamenn í Húnavatns-
sýslunum skyldu taka tillit til þess.
Efnt hafi verið til kvöldveislu með
sýrlenskum réttum sem sýrlenskur
kokkur hafi útbúið og eins hafi fólk
boðið þeim í mat í heimahúsum. „Já,
okkur leið strax eins og við værum
heima,“ tekur ein konan undir.
Allir í hópnum voru staðráðnir í
því frá upphafi að læra íslensku, að
sögn Guðrúnar Margrétar. Þegar
hún spyr þá hversu erfitt það sé – á
skalanum 1 til 10 – verður niður-
staðan 3 og þessi setning: „Auðvitað
er íslenskan mjög erfið en þegar
maður er ákveðinn í að læra hana þá
er það bara verkefni að takast á við.“
Börnin fengu öll blöð og blýanta
og keppast við að teikna meðan á
heimsókn okkar Antons ljósmynd-
ara stendur, en láta líka í sér heyra.
„Sjáðu, Liljana,“ segir ein stúlkan
á skýrri íslensku og sýnir Liljönu
mynd.
Að sögn Guðrúnar Margrétar
leggja Sýrlendingarnir sig fram í
íslenskunáminu. Hún segir f lestum
þeim fullorðnu hafa gengið vel að
fá vinnu og nefnir að tveir menn úr
hópnum hafi unnið sem slátrarar
í sláturhúsinu á Hvammstanga og
fengið að nota gömlu íslensku
aðferðina, að láta kjötið blóðrenna
vel. Það sé múslimum þóknanlegt.
Nýju krakkarnir á Hvammstanga
AUÐVITAÐ ER ÍSLENSKAN
MJÖG ERFIÐ EN ÞEGAR
MAÐUR ER ÁKVEÐINN Í
AÐ LÆRA HANA ÞÁ ER
ÞAÐ BARA VERKEFNI AÐ
TAKAST Á VIÐ.
Við viljum taka þátt í öllu
Fimm sýrlenskar fjölskyldur bættust í hóp íbúa á Hvammstanga í maí síðastliðnum, eftir flótta frá heimalandi
sínu. Við tók aðlögun að ólíku umhverfi og veðurfari, nýjum siðum og menningu – sem virðist ganga vel.
Aftari: Aisha, Mohamad, Yazan, Lamis, Ahmed, Najeb, Sabah, Latifah, Abdulwahab. Fremri: Abdelbaset, Ali, Asmaa, Khaled, Samera, Adnan, Mohamad Salem, Diana, Khalil. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hér eru hjálparhellurnar Guðrún Margrét (til vinstri) og Liljana (til hægri) með Ahmed, Lamis, Yasan og Adnan.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð