Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 12
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Íþróttamaður ársins valinn í kvöld
Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins í kvöld. Valið er yfirleitt umdeilt og eru hestamenn til dæmis ósáttir við að
knapinn Jóhann Rúnar Skúlason sé ekki á meðal tíu efstu en hann varð þrefaldur heimsmeistari á HM íslenska hestsins.
Anton Sveinn McKee
Sund
Er í fyrsta sinn á þessum lista en
hann komst í átta manna úrslit
í öllum sínum greinum á EM í 25
metra laug og setti sjö Íslandsmet.
Þá fékk hann þrjú gull á Smáþjóða-
leikunum.
Arnar Davíð Jónsson
Keila
Líklegur til afreka í kvöld en hann
hefur aldrei áður verið á þessum
lista. Arnar sigraði á Evrópumóta-
röðinni og fékk silfur á heimstúrn-
um eftir ótrúlegan úrslitaleik.
Aron Pálmarsson
Handbolti
Í sjöunda sinn á listanum og
varð fyrir valinu árið 2012. Varð
spænskur meistari og bikarmeist-
ari og vann Barcelona heimsbikar
félagsliða. Er sem fyrr í stóru hlut-
verki hjá Börsungum.
Glódís Perla Viggósdóttir
Knattspyrna
Er í fyrsta sinn á listanum en
hún spilaði allar mínútur með
sænska liðinu Rosengård sem
varð sænskur meistari. Þá er hún
með fyrstu konum á blað þegar
byrjunarlið íslenska landsliðsins
er valið.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
Frjálsar íþróttir
Í annað sinn á listanum en Guð-
björg bætti Íslandsmetið bæði í
100 og 200 metra hlaupi og jafnaði
Íslandsmetið í 60 metra hlaupi.
Varð fjórða í 200 metrum á EM U20
ára og var í íslenska landsliðinu
sem kom sér upp um deild á EM.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Golf
Nýr á listanum en hann varð
Íslandsmeistari í höggleik á árinu
og vann þrjú mót á mótaröðinni.
Vann sér inn þátttökurétt á
Áskorendamótaröðinni og komst
á lokaúrtökumótið fyrir Evrópu-
mótaröðina.
Gylfi Þór Sigurðsson
Knattspyrna
Í níunda sinn á listanum en hann
hefur tvisvar hreppt hnossið. Gylfi
skoraði 13 mörk og gaf sex stoð-
sendingar fyrir Everton á þessu ári.
Þá er hann aðalmaðurinn í lands-
liði Íslands sem er á leið í umspil
við Rúmena.
Júlían J. K. Jóhannsson
Kraflyftingar
Er í þriðja sinn á listanum. Bætti
sitt eigið heimsmet á HM í Dúbai í
réttstöðulyftu þar sem hann fékk
brons í samanlögðu á sama móti.
Situr í þriðja sæti í sínum þyngdar-
flokki.
Martin Hermannsson
Körfuknattleikur
Er í þriðja sinn á listanum en
hann er talinn eiga góðan séns
á bikarnum í ár eftir þátt sinn
í velgengni Alba Berlin í körfu-
boltanum. Liðið lék til úrslita um
EuroCup, þýska titilinn og bikarinn
en tapaði öllum úrslitaleikjunum.
Sara Björk Gunnarsdóttir
Knattspyrna
Núverandi íþróttamaður ársins
og í áttunda sinn á listanum.
Sara þykir einnig líkleg til afreka í
kvöld en fyrir utan að vera fyrirliði
landsliðsins varð hún tvöfaldur
meistari og er komin í átta liða
úrslit í Meistaradeildinni.
Alfreð Gíslason
Kiel
Vann EHF-bikarinn og þýsku
bikarkeppnina með Kiel.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Grótta
Eitt af ævintýrum íþróttanna átti
sér stað á Seltjarnarnesi þegar
Grótta komst í deild þeirra bestu.
Patrekur Jóhannesson
Selfoss
Gerði Selfoss að Íslandsmeist-
urum í fyrsta sinn.
Karlalið Selfoss í handknattleik
sem varð Íslandsmeistari í fyrsta
skipti í vor.
Kvennalið Vals í handknattleik
sem vann þrefalt, Íslands-, bikar-
og deildarmeistari.
Kvennalið Vals í körfuknattleik
sem vann þrefalt, Íslands- bikar-
og deildarmeistari.
Kia Niro Hybrid EX að verðmæti kr. 4.490.777 hvor bifreið
2808 3360
Ferðavinningur frá Heimsferðum að verðmæti kr. 600.000 hver vinningur
35545 37282 44515 66064
Ferðavinningur frá Heimsferðum að verðmæti kr. 300.000 hver vinningur
26 9936 16010 24569 32714 43577 51037 65015 72045
361 11596 16136 27694 32758 43848 51187 66266 72240
2058 11798 16711 27876 33042 44725 52097 66943 74583
4090 12760 17000 27925 33669 46774 52822 67225 74662
5397 12932 17591 28042 35502 47347 53153 68293 74693
5491 13591 18595 29089 35581 47496 54188 69400
5531 13642 19178 29556 37352 47497 54383 69549
5544 13926 19666 29879 38155 48833 54662 69869
7447 14378 19938 30249 38600 49413 55402 69883
8112 15052 20229 30303 40162 50219 55713 69959
8527 15348 20662 30725 40298 50432 56838 70557
9236 15502 23740 31530 41566 50685 62437 70914
9844 15658 23968 31587 41737 50911 63658 71024
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning
og óskar vinningshöfum til hamingju.
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að
Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900. Skrifstofa félagsins er lokuð til 3. janúar 2020
Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu félagsins www.slf.is
Tilnefningar til íþróttamanns ársins 2019
Lið ársins 2019 Þjálfari ársins 2019