Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 35
Verslunin Sportvörur er oft kölluð „Dótabúð íþrótta-fólksins“. Þar má finna
vörur frá RJR, 2XU, On, Concept2,
Assault Fitness, Foodspring, SKLZ,
TRATAC, Rehband, Harbinger,
TriggerPoint og fleiri þekktum
íþróttavörumerkjum.
Sportvörur starfa bæði á
smásölu- og heildsölusviði og
reka öfluga netverslun þar sem
hægt er að sjá og panta allar þær
vörur sem verslunin býður upp á
www. sportvorur.is.
Stefán Logi Magnússon versl-
unarstjóri segir starfsfólk hafa
ástríðu fyrir íþróttum. „Við
leggjum metnað okkar í að veita
framúrskarandi þjónustu og
bjóðum upp á gæðaíþróttavörur
frá þekktum vörumerkjum sem
hjálpa okkar viðskiptavinum að
ná markmiðum sínum. Við sér-
hæfum okkur í æfingatækjum,
lyftingavörum, bardagavörum og
hlaupavörum ásamt því að bjóða
upp á hágæða fæðubótarefni,
íþróttafatnað og skó fyrir alhliða
líkamsrækt.“
Vinsælt að æfa heima
Stefán bendir á að tíminn verði
sífellt dýrmætari í samfélagi
nútímans. „Hraðinn er mikill í
þjóðfélaginu og fólk er oft mjög
upptekið, sérstaklega fjölskyldu-
fólk og kemst ekki mikið frá til
að fara á æfingar í hefðbundnum
líkamsræktarstöðvum,“ segir
hann. „Við höfum orðið vör við að
fólk leitar til okkar í meira magni
en áður til að kaupa sér æfinga-
tæki, bæði stærri og minni, sem
hægt er að nota heima. Tíminn er
fjölskyldufólki dýrmætur og hægt
er að taka góðar æfingar á stuttum
tíma heima fyrir án þess að leggja
í mikla fyrirhöfn við að keyra,
fá pössun, sækja, fara í sturtu og
svo framvegis. Fjölskyldan getur
jafnvel æft saman á heimilinu sem
gerir æfinguna þá líka að gæða-
samverustund.
Hann segir að stór hluti
þjónustunnar felist í ráðgjöf til
heimaæfinga. „Fólk leitar til okkar
daglega með ýmiss konar ráðlegg-
ingar, ekki bara til að kaupa sér
æfingafatnað og skó heldur líka
til að fá ráð með æfingatæki. Það
er augljóst að flesta íþróttaálfa
dreymir um að hafa æfingaað-
stöðu heima hjá sér en svo er líka
hvetjandi fyrir önnum kafið fólk
að geta sinnt æfingum heima og
minnkað tímann sem fer í allt í
kringum æfinguna.“ Hann segir
að fólk kaupi alls konar græjur, frá
smáu og upp í stórt. „Þetta er allt
frá nokkrum teygjum og ketilbjöll-
um upp í stór „heima-gym“ sem
fólk er að setja upp í bílskúrnum
sínum. Enda eru þarfirnar mis-
jafnar. Sumir þurfa, geta eða vilja
hafa fullbúið æfingastúdíó heima
hjá sér þar sem þeir geta æft þegar
þeim hentar á meðan aðrir vilja
geta tekið léttari æfingar heima
en fara svo í líkamsræktarstöð
kannski einu sinni tvisvar í viku
fyrir harðari æfingar með fleiri
tækjum.“
Ný verslun á Dalvegi 32a
Verslunin flutti nýverið í stórt og
glæsilegt húsnæði að Dalvegi 32a.
Í versluninni er að finna hágæða
íþróttavörur fyrir alla, byrjendur
jafnt sem keppnisfólk.
„Við viljum að viðskiptavinir
okkar geti komið og ekki bara séð
vörurnar okkar í versluninni,
heldur prófað þær líka, hvort sem
það er að skella sér í On hlaupaskó
og hlaupa á okkar vinsælu RJR
hlaupabrettum eða rífa hreinlega í
lóðin á lyftingasvæðinu. Verslunin
hefur í gegnum tíðina orðið hálf-
gerð félagsmiðstöð fyrir fastakúnn-
ana okkar sem koma aftur og aftur
og stundum bara til að skoða nýjar
og spennandi vörur.“
Hann segir möguleikana hafa
stóraukist með stærri verslun,
bæði hvað varðar magn, úrval
og gæði. „Það er okkar mark-
mið að vera með það nýjasta og
ferskasta á markaðnum og við
leggjum metnað í að fylgjast vel
með nýjungum og fréttum af því
sem er að gerast í heimi íþrótta og
heilsu,“ segir Stefán og bætir við:
„Og það er ekki síður mikilvægt
að fólki finnist almennt gaman að
koma í verslunina til okkar.“ Þá
segir hann starfsfólkið boðið og
búið að aðstoða viðskiptavini við
val á búnaði sem hentar hverjum
og einum, hvort sem um er að ræða
byrjendur eða lengra komna. „Við
vonum að sem flestir leggi leið sína
til okkar og skoði hvað við höfum
upp á að bjóða,“ segir Stefán Logi að
lokum.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni sportvorur.is.
Dótabúð íþróttafólksins
Verslunin Sportvörur flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Dalvegi 32a þar sem gefst
kostur á að bjóða enn meira úrval þekktra íþróttavörumerkja og hægt er að fá að prófa vörurnar.
Í Sportvörum má finna allar stærðir af ketilbjöllum auk fjölda tegunda af
lyftingavörum og líkamsræktartækjum.
Í nýrri og glæsilegri verslun á Dalvegi 32a má finna fjölbreytt úrval af hágæða íþróttavörum fyrir alla, byrjendur jafnt sem keppnisfólk.
Allir sem koma í Sportvörur geta fengið að prófa On hlaupaskóna á
tveimur mismunandi hlaupabrettum, bæði kúptu og hefðbundnu.
Stefán Logi Magnússon verslunarstjóri segist finna fyrir auknum áhuga
fólks á því að koma sér upp æfingaaðstöðu heima fyrir. MYND/ERNIR
Foodspring eru hágæða fæðubótarefni frá Þýskalandi. Úrval af amínó-
sýrum, próteinum, vegan vörum og öðrum lífrænum vörum.
KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 HEILSA