Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 53
Hjónin Sandra og Eyfi í Heilsu og útliti með Guðnýju dóttur sinni og Guðbjörgu Jónsdóttur, Bowen-tækni. Súrefnishjálmur eflir meðal annars ónæmiskerfið og losar um streitu . Weyergans-heilsutækin hafa bætt heilsu margra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við hjá Heilsu og útliti vinnum eingöngu með viðurkennd heilsu- og lækn- ingatæki og allt okkar starfsfólk hefur hlotið viðurkennda þjálfun á tækin, bæði ytra og hér heima,“ segir Sandra Lárusdóttir, eigandi Heilsu og útlits í Hlíðarsmára 17. Sandra er umboðsmaður fyrir þýsku heilsu- og lækningatækin frá Weyergans High Care á öllum Norðurlöndunum. „Weyergans hefur verið skrefi á undan þegar kemur að appelsínu- húð, frumu-, öldrunar- og sjúk- dómavörnum í þrjátíu ár og eru tækin notuð með undraverðum árangri á sjúkrahúsum og heil- brigðisstofnunum í Þýskalandi,“ upplýsir Sandra. Sogæðastígvél voru bylting Dr. Rudolf Weyergans lagið grunn að fyrirtæki sínu Weyergans High Care þegar hann var í námi á níunda áratugnum. „Dr. Weyergans var sá fyrsti í heiminum til að útskýra röskun á starfsemi í eitlum og hann hafði brennandi áhuga á veikleikum í bandvef. Það voru rannsóknir hans á frumu- og veikburða bláæðum, sem og samstarf hans sem sér- fræðingur við þýsku neytenda- samtökin Stiftung Warentest, sem gerðu Rudolf þekktan og virtan fyrir uppgötvanir sínar,“ upplýsir Sandra. „Fyrsta tækið sem Rudolf þróaði með konu sinni, dr. Kate Kreft- Weyergans, var Slide Styler sem flestir þekkja sem sogæðastígvél. Tækið var fyrir fætur, hendur og maga og var mikil bylting fyrir fólk sem þjáist af sogæðabjúg. Þótti meðferðaraðilum mikið til koma þar sem áhrifin voru mikil og tækið auðveldaði allar sogæða- meðferðir fyrir sjúklinga,“ útskýrir Sandra. Einstök krem og bætiefni Sandra er nýkomin heim af námskeiði hjá Weyergans High Care sem hún sótti með tveimur íslenskum konum, tveimur norskum og einni sænskri. „Frá Weyergans hafa komið fjöl- margar nýjungar og einkaleyfi á snyrtivörum og lækningatækjum sem snúa að heilsu og útliti, jafnt að innan sem utan. Þar má nefna einstök krem sem öll eru lífræn og innihalda engin skaðleg efni en innihaldsefnin eru unnin úr hágæða hráefni úr náttúrunni. Þar má nefna sogæðakremið sem er einstakt á heimsvísu og ekki hægt að finna neitt því líkt á markaði,“ upplýsir Sandra sem hjá Heilsu og útliti sérhæfir sig í sogæðameð- ferðum og auðvitað bættu útliti. „Við bjóðum líka upp á mögnuð bætiefni sem hjálpa til við melt- ingu, orku og svefn. Fólk getur því leitað til okkar og fengið ráðgjöf,“ segir Sandra. Læknar benda á Weyergans Sandra átti eitt vafningsteppi þegar hún opnaði stofuna í 150 fermetra húsnæði. „Það þótti stappa nærri brjálæði en ég var full sannfæringar, trúar og trausts á sjálfa mig enda sannaði sig fljótt að ég hafði gert rétt,“ segir Sandra sem sagði upp starfi sínu sem einkaþjálfari til að stofna líkamsmeðferðar- og snyrtistofuna Heilsu og útlit 2014. „Mig langaði að helga krafta mína því að aðstoða fólk við að ná betri heilsu og sé ekki eftir því. Það er það besta sem fyrir mig hefur komið. Mér finnst yndisleg að geta hlúð að fólki og orðið vitni að góðum árangri,“ segir Sandra. Heilsutækin hjá Heilsu og útliti hafa hjálpað mörgum að ná bata. „Hérlendis eru læknar farnir að benda fólki á Weyergans-tækin sem kost við verkjum, bólgum eða sogæðavandamálum. Við vinnum einnig með sjúkraþjálfurum því meðferðin hjálpar sjúklingum með stoðkerfisvandamál, bjúg, lélegt blóðflæði og fótapirring. Sömuleiðis þeim sem hafa farið í mjaðmakúlu- eða hnjáliðaskipti. Meðferðin er góð eftir margs konar aðgerðir og við höfum séð undra- verðan árangur. Í sumum tilfellum hefur fólk áður prófað öll möguleg úrræði án þess að fá hjálp og fæstir vilja taka inn bjúgtöflur til langs tíma,“ segir Sandra. Koma aftur og aftur Í boði eru meðferðir sem henta ólíkum vandamálum og tekur hver þeirra frá 20 upp í 40 mínútur. Mælt er með tíu skiptum til að ná góðum árangri. „Þeir sem hafa prófað tækin einu sinni koma aftur og aftur. Reynslan hefur einungis verið frábær og meðferðin er algjörlega sársauka- laus. Hún hentar vel þeim sem hafa nýlega farið í aðgerðir vegna vandamála í liðum og þeim sem eru með bólgur í handleggjum, hnakka eða öxlum. Þá hefur meðferðin verið mikið notuð á þýskum sjúkrahúsum við bólgum sem myndast eftir brjóstnám,“ útskýrir Sandra og meðferðin gagnast sömuleiðis mjög vel gegn krónískum verkjum. „Margir tala um að hafa ekki fengið bót meina sinna fyrr en það kom til okkar og fólk sem orðið er fullorðið segist þrá að líða betur og geta tekið virkan þátt í lífinu. Þá skaðar ekki að láta reyna á nátt- úrulega og heilbrigða leið til heilsu- bótar í gegnum Weyergans-tækin,“ segir Sandra, en til hennar leitar einstaklingar með stoðkerfis- vandamál; flugfreyjur, íþróttafólk, fólk með slæmt æðakerfi, þeir sem eru að ná sér eftir aðgerðir eða þjást af síþreytu sækir. „Allir eiga sameiginlegt að finna á sér mikinn mun eftir meðferð- irnar og því upplifum daglega við mikið þakklæti. Ein var reyndar svo ánægð með þjónustuna að hún gaf stofunni nýja Weyergans-vél. Sú kom til okkar í hjólastól en spilar nú golf suður á Spáni.“ Allir geta dansað; líka Eyfi Eiginmaður Söndru er Eyjólfur Kristjánsson, tónlistarmaður og nú þátttakandi í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Allir geta dansað. Eyfi er einnig útlærður í tannhvíttun og býður upp á hvíttun með góðum árangri hjá Heilsu og útliti. „Ég hef áhuga á að bjóða upp á heildrænar lausnir og ráðgjöf. Með- ferðarúrræðin eru því margvísleg og alltaf bætast við nýjungar, eins og fitufrysting sem er náttúruleg meðferð þar sem kuldi er notaður til að frysta og fjarlægja fitufrumur. Þá er ótalinn súrefnishjálmur sem nýtur mikilla vinsælda. Hann hentar fólki með kvíða, asma og mígreni, en líka þeim sem eru með slæma húð. Nýjasti hjálmurinn er með innrauðum ljósum sem auka þéttingu húðar, draga úr rósroða og öramyndun og eykur kollagen í húð. Hann er líka góður gegn streitu og eflir ónæmiskerfið. Það er æðislegt að geta loks boðið upp á ljósa- og súrefnismeðferð sem hefur yngjandi áhrif, rétt eins og Michael Jackson og Madonna reyndu á eigin skinni til að vera hvað unglegust. Þetta er því algjört töfratæki,“ segir Sandra. Stofur sem bjóða upp á sogæða- nudd með Weyergans tækjum eru: Heilsustofan Eygló á Sel- fossi, Heilsu- og fegrunarstofa Huldu í Borgartúni, Weyergans Stúdíó á Siglufirði, Gallery 730 á Reyðarfirði, Nuddstofa Margrétar í Borgarnesi, Heilsa og Líðan á Akur- eyri, Heilsueyjan Spa í Vestmanna- eyjum, Táin og Strata á Sauðár- króki og Tálknatáp á Tálknafirði. Heilsa og útlit er í Hlíðarsmára 17. Hægt er að hafa samband í sím 562 6969 til að bóka tíma, fá fría ráð- gjöf um meðferðir eða kynna sér vítamínin. Sjá heilsaogutlit.is. Yndislegt að geta hlúð að fólki Sandra Lárusdóttir hjá Heilsu og útliti er meistari í meðferðum Weyergans High Care heilsutækja og umboðsmaður þeirra á öllum Norðurlöndunum. Hún segir árangur meðferða undraverðan. Þetta er algjört undratæki og það er æðislegt að geta loks boðið upp á yngjandi ljósa- og súrefnismeð- ferð, rétt eins og Michael Jackson og Madonna reyndu á eigin skinni til að vera hvað unglegust. Sandra Lárusdóttir KYNNINGARBLAÐ 23 L AU G A R DAG U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.