Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 46
VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir
umsóknir um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni
og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til
rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við
almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.
Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna
og uppbyggingar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og
þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum
15. febrúar.
Aðeins umsóknir sem uppfylla allar reglur um styrki
VIRK eru teknar til greina. Nánari upplýsingar, stefnur og
reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna
á www.virk.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2020.
Styrkir VIRK
2020
Styrkir úr þróunarsjóði
innflytjendamála 2019-2020
Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði
innflytjendamála 2019-2020. Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir
og styðja þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að
markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks
samfélags. Við ákvörðun um styrkveitingar verður lögð áhersla á
eftirfarandi:
• Rannsóknar- og þróunarverkefni sem tengjast börnum og ungmennum
af erlendum uppruna.
• Rannsóknar- og þróunarverkefni sem styrkja grasrótarsamtök
innflytjenda og auka sýnileika þeirra og virkni í samfélaginu.
• Rannsóknar- og þróunarverkefni sem tengjast vinnumarkaðsmálum
innflytjenda.
• Önnur rannsóknar- og þróunarverkefni er varða málefni innflytjenda
koma einnig til álita.
• Með vísan í aðgerð A.5. í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
2016-2019 er sérstaklega óskað eftir umsóknum félags- og
hagsmunasamtaka innflytjenda til þess að skipuleggja og standa
fyrir innflytjendaþingi árið 2020. Markmið með innflytjendaþingi er
að efla lýðræðislega þátttöku innflytjenda, efla samstarf félaga- og
hagsmunasamtaka innflytjenda, áhrif þeirra á hagsmunamál sín og
þátttöku þeirra í stjórnmálum.
Styrkir verða veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Félags-
og hagsmunasamtök innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja
um. Einstaklingum verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna.
Að þessu sinni verða 25 milljónir króna til úthlutunar og geta styrkir að
hámarki numið 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að
sækja um jafnt á íslensku og ensku.
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 31. janúar 2019. Vakin
er sérstök athygli á að einungis er unnt að sækja um rafrænt og
er umsóknarformið aðgengilegt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins
(minarsidur.stjr.is). Vísað er á nánari upplýsingar um þróunarsjóðinn á
vef Stjórnarráðsins, meðal annars reglur þróunarsjóðs innflytjendamála
með nánari upplýsingum um skilyrði fyrir styrkveitingum.
Í janúar mun innflytjendaráð standa fyrir opnum kynningarfundi fyrir
væntanlega umsækjendur um umsóknarferlið, áherslur ársins og reglur
sjóðsins. Nánar auglýst síðar.
Frekari upplýsingar fást í
félagsmálaráðuneytinu í síma 545 8100
og með tölvupósti á netfangið frn@frn.is.
Trúnaðar er gætt við meðferð allra umsókna.
ÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Útboð 20191 - Ljósbúnaður fyrir Þjóðleikhúsið
Ríkiskaup fyrir hönd
Þjóðleikhússins óska eftir tilboðum
í eftirfarandi ljósbúnað:
• Hreyfiljós Spot/Profile
• Hreyfiljós Wash
• Fastljós Wash
• Upphengjur fyrir ofangreint
Samið verður við einn aðila um viðskipti þessi.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem verða
aðgengileg á vef Ríkiskaupa ( www.rikiskaup.is ),
miðvikudaginn 18. nóvember nk.
Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105
Reykjavík þar sem þau verða opnuð 22. desember 2015,
kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Ríkiskaup
Allar útboðsauglýsingar eru birtar á
utbodsvefur.is
Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur
opinberra útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða
tilkynningar um fyrirhuguð i nkaup opinberra aðila sem falla
undir lög og reglugerðir um opinber innkaup.
Sérfræðingar í
ráðningum
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R