Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 48
Í stuttu máli þá
dregur sjampó olíu
og fitu úr hárinu auk
þess að hreinsa önnur
óhreinindi.Það eru skiptar skoðanir á því hversu oft er skynsamlegt að þvo hár sitt með sjampói.
Margir þeirra sem fara í sund
eða æfa á hverjum degi telja það
nauðsynlegt en vaxandi meirihluti
þeirra sem hafa hár að áhugamáli
eða atvinnu telja að það sé betra
að minnka sjampónotkun töluvert
og sumir hafa jafnvel látið af allri
sjampónotkun í þeirri viðleitni
að fá fallegra og heilbrigðara hár.
Sérfræðingar segja að það sé ekkert
eitt rétt svar við því hversu oft beri
að nota sjampó en að yfirleitt þvoi
flestir hár sitt með sápu oftar en
þörf er á. Þó skipta ýmsir þættir
máli, til dæmis hárgerðin, ástand
höfuðleðurs og hversu mikið af
efnum og hjálpartækjum þú notar í
hárið á degi hverjum.
Sumir hársérfræðingar ráðleggja
fólki að nota sjampó eins lítið og
það kemst af með þar sem sjampó
getur gengið á náttúrulegar olíur
hársins og þar með stuðlað að
vítahring daglegra þvotta þar sem
hárið er líflaust og matt og það eina
sem bjargar því er hárþvottur en
bara í stuttan tíma og svo fer allt í
sama farið aftur.
Ekki eru allir meðvitaðir um
hvernig sjampó virkar í hárinu.
Í stuttu máli þá dregur sjampó
olíu og fitu úr hárinu auk þess að
hreinsa önnur óhreinindi svo það
þurrkar hárið að þvo það of oft
sem getur svo aftur leitt til slits, að
sögn húðsjúkdómalækna sem hafa
rannsakað hárheilbrigði í Banda
ríkjunum.
Þeir benda á að hárið framleiði
olíu sem er stuðlar að heilbrigði
þess sem sjampóið leysi upp um
leið og það leysir upp aukafitu,
skaðleg óhreinindi og leifar af hár
vörum.
Í stuttu máli sagt þá er allt í lagi
með sumt sem finnst í hárinu og
olíurnar náttúrulegu eru sannar
lega í þeim hópi því þær bæði gefa
raka og verja hárið sliti og skað
legum umhverfisáhrifum.
Sérfræðingarnir eru einnig sam
mála um að þó að fæstir ættu að
Hárþvottur þegar hentar
Það færist í vöxt að fólk þvoi hár sitt aðeins vikulega eða jafnvel sjaldnar. Húðsjúkdómalæknar
mæla frekar með því að spara sjampóið en segja hárþvottaþörf þó mjög einstaklingsbundna.
Margir sjá mjög
jákvæðan mun
á hárinu eftir að
breyta þvotta-
venjum yfir í
einu sinni í viku.
NORDICPHOTOS/
GETTY
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
þvo hár sitt daglega með sjampói
þá ættu þau sem hafa afar fíngert
hár, þau sem æfa mikið og svitna
mikið daglega og þau sem búa við
hátt rakastig að hugleiða daglegan
hárþvott. Ef hársvörðurinn er
fitugur er nauðsynlegt að þvo hárið
daglega en því þykkara og þurrara
sem hárið er, því minni þörf er fyrir
sjampó. Venjulegt fólk með venju
legt hár kemst vel af með að þvo
hárið aðeins á þriggja daga fresti.
Ef það er fitugt, kláði í hársverði
eða sýnilega skítugt ber auðvitað
að þvo hárið. Ef hárið er uppgreitt
er hægt að komast lengur af án
þvotta. Það er vel hægt að komast
af með að þvo hárið bara einu sinni
í viku með sjampói en ráðlagt er að
láta ekki meira en tvær vikur líða,
sérstaklega ef vandamál í hársverði
eru fyrir hendi.
Þá er hægt að lengja tímann
milli þvotta með því að nota þurr
sjampó eða bleyta hárið og setja
næringu en ekki sjampó. Það er þó
alltaf persónuleg ákvörðun hvers
og eins hversu oft honum hentar
að þvo á sér hárið. Það færist í vöxt
að láta einn þvott í viku nægja og
þau sem aðhyllast það segja hárið
vera heilbrigðara, slitsterkara og
meira gljáandi, ekki síst vegna þess
að hárþurrkan fær þá frí samhliða
sjampóinu.
Heimild: webmd.com.
Fyrir ári var þjálfunar stöðin Train Station opnuð að Dugguvogi 4 í Reykjavík.
Stöðin er í eigu tveggja þjálfara,
Sifjar Garðarsdóttur og Guð
jóns Inga Sigurðssonar sem bæði
hafa víðtæka reynslu sem einka
þjálfarar og styrktarþjálfarar auk
þess sem Sif er heilsumarkþjálfi.
Stöðinni hefur verið afar vel tekið
enda áherslan á einstaklinginn.
„Fólk er í auknum mæli farið
að sækja í þjálfun í hóp þar sem
einn þjálfari hefur yfirumsjón yfir
öllum hópnum og þar af leiðandi
vantar oft upp á faglega hlutann,
því við erum svo sannarlega ekki
öll eins,“ segir Guðjón Ingi og Sif
samsinnir því. „Við erum að stíga
millistigið þarna á milli þess að
vera í einkaþjálfun en njóta þess
samt að æfa í hóp.“
Þau leggja áherslu á að koma til
móts við fólk þar sem það er frekar
en eftir einhverjum almennum
viðmiðum. „Okkur fannst vanta
líkamsrækt þar sem fólk gæti
treyst því að það fengi faglega
aðstoð við þjálfun nákvæmlega
þar sem það er statt,“ segir Sif og
Guðjón Ingi bætir við: „Og okkur
fannst ekki síður mikilvægt að
bjóða upp á heimilislegt andrúms
loft ásamt aðgengi að fullbúinni
aðstöðu til styrktarþjálfunar.“
Þau Sif og Guðjón leggja eins og
áður sagði mikla áherslu á að veita
einstaklingsbundna þjálfun og
þjónustu. „Í byrjun setjumst við
niður með skjólstæðingum okkar,
förum yfir heilsufarssögu, líkams
ástand, líkamsstöðu og næringu
og setjum síðan upp áætlun í
kringum hvern og einn,“ segir Sif.
„Það vill svolítið loða við að það
sé bara nánast öllum illt einhvers
staðar, hvort sem það er í öxl
unum, bakinu, mjöðmunum eða
hnjánum og þess vegna er mikil
vægt að vinna með hvern og einn
út frá þeirri stöðu sem hann eða
hún er í.“ Guðjón bendir á að hver
líkami sé einstakur og dýrmætur.
„Áherslur okkar í grunninn miða
að því að vinna með svæðin sem
eru að trufla okkur og byggja síðan
á þeim grunni. Þjálfunin þarf að
vinna með líkamann, þennan eina
sem við fáum og byggja okkur upp
til lengri tíma. Það langar engan að
vera óferðafært gamalmenni.“
Þau segja kerfið sitt byggt upp á
alhliða styrk, liðleika og hreyfan
leikaþjálfun. „Við framkvæmum
æfingar með eigin líkamsþyngd,
stöngum, handlóðum, ketilbjöll
um, trx, teygjum og síðan Pilates
æfingakerfinu fyrir grunnkerfið.“
Sif og Guðjón bjóða upp á fría
æfingaviku án skuldbindinga í
Train Station og hvetja fólk til
að nýta sér þetta tilboð. „Fólk
er oft að spyrja fyrir hvern þessi
stöð sé,“ segir Guðjón Ingi. „Því
er f ljótsvarað: í Train Station æfir
fjölbreyttur hópur, allt frá 10
ára áhugamönnum um styrktar
þjálfun upp í 75 ára ofurmenni.“
Sif tekur undir: „Það eru allir vel
komnir til okkar.“
Við erum ekki öll eins
Train Station í Dugguvogi er rekin af þjálfurunum Sif Garðarsdóttur og Guðjóni Inga
Sigurðssyni sem leggja áherslu á að veita einstaklingsbundna þjónustu og þjálfun.
Sif Garðarsdóttir og Guðjón Ingi Sigurðsson stofnuðu Train Station til að
koma til móts við óskir fólks um einstaklingsbundna þjálfun.
Umsögn viðskiptavinar:
„Elska þessa stöð og þjálfara. Þau hafa hjálpað mér af stað úr
meiðslum og loksins finnst mér gaman að æfa þó erfitt sé. Ég hlakka
alltaf til næsta tíma sem er mjög óvanalegt. Ég mæli með Train Station
fyrir alla þá sem eru óöruggir í ræktinni og vilja fá faglega hjálp til að
gera æfingarnar rétt. Þau Sif og Guðjón eru fagmenn fram í fingur-
góma og einstaklega skemmtileg, hvetjandi og indæl. Þau veita mik-
inn andlegan stuðning og styrk á æfingum og aðlaga æfingarnar að
þér. Einmitt eitthvað sem ég hef aldrei kynnst hjá öðrum þjálfurum.
Ég er að minnsta kosti komin til að vera.“
Ásta Soffía
18 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA