Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 84
Lífið í
vikunni
22.12.19-
28.12.19
ÁÐUR EN VIÐ SÁUM
MYNDINA HÉLT GÚRÝ
AÐ ÞETTA VÆRI EINHVER
MARVEL-MYND EN EFTIR AÐ VIÐ
SÁUM HANA ÞURFTI EKKERT AÐ
RÆÐA ÞETTA FREKAR.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann
Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
FRANSKBRAUÐ EKKI ÞAÐ
VERSTA FYRIR BÖRN
Ný uppsetning hins sígilda
leikverks Kar-
íus og Baktus
eftir Thor-
björn Egner
verður aðeins
45 mínútur
að lengd og
er ætluð til að
kynna töfra
leikhússins
fyrir ungum
krökkum í fyrsta
sinn.
ALLIR ÞURFA SMÁ TÖFRA,
UMHYGGJU OG KÁTÍNU
Skoppa og Skrítla fóru af stað með
nýja þáttaröð á Stöð 2. Þær segja
að á ferli sínum hafi þær lært að
börn um allan heim eigi það sam-
eiginlegt að vilja finna kærleika,
umhyggju og kátínu.
FLAKKAÐ UM HEIMINN
Á JÓLUM
Christina Van Deventer og Bragi
Valsson hafa farið öfga og heims-
álfa á milli um jól. Grillað
jólamatinn á stutt-
buxum í Afríku
og fennt í kaf
á Ströndum í
sögulegum
veður-
ofsa
að-
vent-
unn-
ar.
TÓNLISTARVEISLA
Á HRESSÓ
Í gær fór fram sannkölluðu tónlist-
arveisla á Hressó við Austurstræti.
Þar kom fram tónlistarkonan
Sigurlaug Gísladóttir,
einnig þekkt sem
Mr. Silla. Einn-
ig komu fram
á tónleikunum
tónlistar-
maðurinn
Jae Tyler og
Katrín Helga
Andrés-
dóttir, eða
Special K.
Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði
Mögnuð tilboð
í fjórum búðum
Afgreiðslutími Rvk
Mán. til fös. kl. 11–18.30
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
Janúar
útsalan
HEFST Í DAG
www.dorma.is
VEFVERSLUN
ALLTAF
OPIN
Rammar eru þær taugar sem hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnboga-dóttir, fata- og skart-gripahönnuður, bera til
hryllingsmynda og þar með skugga-
hliða tilverunnar og mannssálarinn-
ar. Þau hafa því í fimm ár sent vinum
og vandamönnum hryllileg jólakort
þeim til ánægju og yndisauka.
Jónas Breki segir fjölskylduna alla
sameinast af heilum hug í þessari
hefð og þeim finnist í raun ekkert
eðlilegra en bregða sér í hryllilegra
kvikinda líki á aðventunni og taka
síðan bókstaflega Strikið fram hjá
gapandi vegfarendum alla leið í Tív-
olí þar sem þau stilla sér upp á mynd
með jólasveininum.
Jólasveininn sem varð þess
skelfilega heiðurs aðnjótandi að fá
að vera á mynd með fjölskyldunni
fyrir tveimur árum þegar þau voru
morðóði trúðurinn Pennywise úr IT,
sem gerð var eftir samnefndri hryll-
ingssögu Stephens King, og í fyrra
þegar þau voru ógeðslega nunnan
úr The Nun, var fjarri góðu gamni í
ár. Því miður kannski þar sem hann
er orðinn ýmsu vanur í desember
þegar Gúrý og Jónas birtast með
börnunum.
„Því miður var þetta ekki sá
sami og undanfarið heldur þriðji
mismunandi jólasveininn sem við
hittum,“ segir Jónas Breki nýkominn
úr fjölskylduleiðangri um Köben.
„Þeir taka okkur samt alltaf jafn vel
en minna okkur þó á að það eru jól
en ekki hrekkjavaka.“
Jókerinn er vitaskuld þekktastur
sem erkifjandi Leðurblökumanns-
ins sem er þó fjarri gráu gamni í
upprunasögu illmennisins sem er
ein umdeildasta kvikmynd ársins
sem er að líða, lofuð og löstuð af jafn
miklum ákafa.
Minna var aftur á móti deilt um
að túlkun Joaquins Phoenix á sál-
sjúkum glæpamanninum hafi verið
frábær, ekki síst vegna stuðnings frá
tónlist Hildar Guðnadóttur, sem
gerði hann aftur gjaldgengan hjá
hinni íslensku Addams-fjölskyldu
í Danmörku.
„Þetta var rætt fram og til baka.
„Við höfum reynt að hafa hrollvekju-
þema í tengslum við einhverja mynd
sem kemur út sama ár og myndin er
tekin fyrir kortið,“ segir Jónas Breki
og bætir við að Gúrý hafi ekki bitið
alveg strax á öngul Jókerisins.
„Áður en við sáum myndina hélt
Gúrý að þetta væri einhver Marvel-
mynd en eftir að við sáum hana þá
þurfti ekkert að ræða þetta frekar,“
segir Breki sem vill ekki gera grein
fyrir þeim hugmyndum sem urðu
undir eftir að Joaqin Phoenix seldi
þeim Jóker-gervið sitt. „Eitthvað
af því gæti kannski endað á korti
næstu jóla.“
Gúrý, Breki og börnin höfðu
ekki hugmynd um að kvikmynda-
tónskáldinu Hildi Guðnadóttur og
frábærri tónlist hennar er ekki síst
eignaður heiðurinn af slagkrafti
myndarinnar en sú ánægjulega
staðreynd spillti auðvitað ekki fyrir.
„Við vissum ekkert um það fyrr en
vinur okkar sagði okkur frá þessu
sem gerði hugmyndina bara enn þá
meira kúl.“
Jónas er einna þekktastur fyrir
hauskúpuhringa sína en öll fjöl-
skyldan hefur sameinast í hönnun
og smíði á slíku fingurdjásni. „Öll
fjölskyldan er að sjálfsögðu að rokka
hauskúpuhringi á hverjum degi hér
í Danaveldi,“ segir gullsmiðurinn og
glottir.
Gúrý og Jónas Breki hafa búið í
Danmörku um langt árabil þar sem
þau sinna list sinni og una hag sínum
vel. „Þetta er samt í fyrsta skipti
sem við erum bara fjögur hérna um
jólin og það var bara æðislegt,“ segir
annað höfuð hryllingsfjölskyld-
unnar sem hefur átt það til að fylgja
jólakortum sínum til Íslands eftir í
eigin persónu.
Hann segir að annars skipti ekki
öllu máli hvar þau eru stödd í heim-
inum sem er allur undir. Ekki síst
eftir að Gúrý opnaði nýja netverslun.
GuryOnline.com. rétt fyrir jól. „Það
er hægt að fylgja henni á Insta gram
undir /guryonline. Árið var líka
geggjað hjá mér vegna þess að það er
alltaf að færast í aukana að fólk vilji
sérsmíðaða giftingarhringa þann-
ig að þetta ár er búið að vera mjög
skemmtilegt.“ toti@frettabladid.is
Hryllingshefðin
er ekkert jóladjók
Fyrir jól mæta skartgripahjónin Jónas Breki, Gúrý og börn öll
jafn hryllileg til fara á fund jólasveinsins í Tívolí í Kaupmannahöfn.
Síðast voru þau nunna frá helvíti en í ár sjálfur Jókerinn.
Jólagrímuball fjölskyldunnar byrjar á vinnustofunni þar sem Gúrý málar
þau öll og svo er farið í Tívolí þar sem jólasveinninn stillir sér stilltur upp
með þeim eftir að hafa ítrekað að jólin séu að koma. Ekki hrekkjavaka.
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð