Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 40
Við bjóðum fólki að styrkja SÁÁ með því að til dæmis kaupa batagjöf að and- virði slopps, þú ferð þá ekki og kaupir sloppinn heldur er keypt fyrir þá upphæð sem þú leggur til. GLÆSIBÆR – ÁLFHEIMAR 74 5. HÆÐ - 104 REYKJAVÍK Sjónlag er eina stofan á landinu sem býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að sjónlagsaðgerðum LINSUSKIPTI Linsuskipti er algengasta aðgerðin til að laga sjónlagsgalla hjá fólki sem er komið yfir fimmtugt. Með linsuskiptum er hægt að fá: einfókus-, fjölfókus- og sjónskekkjuaugasteina ERTU MEÐ SKÝ Á AUGASTEINI Hjá okkur er engin bið eftir nýjustu linsunni á markaðnum. s. 577 1001, sjonlag.is eða á heilsuvera.is PANTAÐU TÍMA Í FORSKOÐUN Það er ekki bara ein leið til að losna við gleraugun – þitt sjónlag ræður leiðinni www.bokabeitan.is Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjár-málasviðs SÁÁ, segir að samtökin stóli mikið á styrktar- félaga sína. „Þeir hafa alltaf verið rausnarlegir fyrir jólin. Við njótum mikillar velvildar í samfélaginu og fáum mjög háa styrki. Þess vegna getum við greitt um 250 milljónir króna með meðferðarstarfinu. Það er eingöngu vegna þess að styrktarfélagar okkar eru svo ótrú- lega öflugir.“ SÁÁ hefur lengi veitt þjónustu umfram þá fjárupphæð sem ríkið greiðir fyrir. Því nýtist söfnunarfé í að greiða hluta meðferðarinnar. Peningagjafir eru þess vegna alltaf dýrmætar. Fyrir nokkrum dögum kom tilkynning á heimasíðu SÁÁ um að Oddfellow gaf ungmenna- deild SÁÁ styrk að fjárupphæð 450.000 króna. Starfsmannafélag Elko gaf ungmennadeildinni svo þrjár fartölvur í jólagjöf, en starfs- mannafélagið velur samtök til að styrkja fyrir hver jól. „Við aug- lýsum auðvitað þá sem gefa okkur eitthvað ef við megum, en það eru líka margir sem gefa nafnlaust. Það hefur alltaf verið eitthvað um það í gegnum árin,“ segir Ásgerður. Valgerður Rúnarsdóttir, yfir- læknir á Vogi, segist allavega hafa tekið eftir því að fólk hefur lengi gefið persónulegar gjafir á þessum tíma með þá í huga sem eru inni á Vogi yfir jólin. Hægt að gefa sálfræðimeð- ferð sem ákveðna batagjöf SÁÁ er bæði með meðferð fyrir ungmenni inniliggjandi og á göngudeild. Auk þess er reynt að koma á samveru sem tengist með- ferðinni óbeint. „Það er ýmislegt gert til dægrastyttingar með ung- mennahópinn,“ segir Valgerður. „Það er farið í skíðaferðir, keilu, bíó eða út að borða til dæmis. Svona hlutir eru mjög dýrmætir og mikil- vægir til að hópurinn sem útskrif- ast úr meðferð haldi saman og geri eitthvað skemmtilegt, annað en að vera saman í meðferð.“ Í fyrra fór SÁÁ af stað með svo- kallaðar batagjafir. Þá er hægt að kaupa ígildi til dæmis smit- sjúkdómaprófs, ráðgjafaviðtals, sálfræðimeðferðar fyrir barn eða tíu daga meðferðar á Vogi. Hægt er að kaupa batagjafirnar allan ársins hring að sögn Ásgerðar, þótt sala á þeim standi sem hæst yfir hátíð- arnar. „Ef fólk vill láta fé af hendi rakna í stað þess að kaupa gjafir fyrir fólk sem allt á, þá er þetta valkostur,“ segir Valgerður. „Við bjóðum fólki að styrkja SÁÁ með því að til dæmis kaupa batagjöf að andvirði slopps, þú ferð þá ekki og kaupir sloppinn heldur er keypt fyrir þá upphæð sem þú leggur til. Það er líka hægt að borga meðferð fyrir einhvern, þá ertu að borga fyrir einhvern sem þú veist ekki hver er. Þú gætir samt mögulega hugsað þér að það sé einhver sem þú þekkir og hjálpað SÁÁ að veita þjónustu umfram það sem ríkið greiðir fyrir.“ Eins og kemur fram á vefsíðu batagjafa þá kostar göngu- deildarmeðferð 150.000 krónur, 28 daga meðferð á Vík kostar 350.000 krónur og 10 daga meðferð á Vogi kostar 400.000 krónur. 130 einstaklingar í meðferð yfir jólin hjá Vogi og á Vík Eins og vanalega er opið á bæði Vogi og á Vík yfir hátíðirnar. Valgerður segir að það sé notaleg stemning á Vogi um þessar mundir. „Einhverjir eru að fara heim yfir jólin en aðrir eru hér yfir hátíðarnar og fá kannski heim- sókn á aðfangadag frá sínu nánasta fólki. Svo opnar fólk pakkana sína á aðfangadag, það verður hátíðleg stund þá um kvöldið og góður matur.“ Eins og kemur fram í til- kynningu á heimasíðu SÁÁ verða um 130 einstaklingar í meðferð hjá SÁÁ, en allir fá bók í jólagjöf frá samtökunum. „Svo er auðvitað meðferðadagskrá alla daga, þó að hún sé minni en á virkum dögum.“ Valgerður segir það kærkomið fyrir marga að vera hér yfir jólin. „Sömuleiðis fyrir margar fjölskyld- ur, að vita af aðstandendum sínum hér. Það getur jafnvel verið neyð í sjálfu sér. Svo eru aðrir sem eru hér inni og líta á þessa daga sem hverja aðra, eru ekkert að kippa sér upp við það þótt það séu jól. Sumum finnst jafnvel betra að vera hér heldur en að vera heima.“ Gefa SÁÁ jólagjafir SÁÁ fær fjölda gjafa yfir jólahátíðina. Samtökunum hafa borist nafnlausar gjafir og gjafir frá félagasamtökum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir fólk ánægt hjá þeim yfir jól. Sjúkrahúsið Vogur á marga öfluga stuðningsaðila og þeir eru rausnarlegir um jólin. Fyrirtækið nýtur velvildar. Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Betri líðan í hálsi og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Frábær aðstaða og góður tækjasalur á Bíldshöfða 9. Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is Bakleikfimi Hefst 9. jan. 14 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.