Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 78
ÉG ER ALLTAF AÐ LÝSA
HINU MANNGERÐA
RÝMI, HVORT SEM UM ER AÐ
RÆÐA BYGGINGAR EÐA INNVIÐI
HERBERGJA.
Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður er stödd hér á landi yfir hátíðarnar. Hún dvel-ur og starfar í New York og verk hennar
eru sýnd víða um heim. Yfirlitssýn-
ing á verkum hennar stendur yfir í
Bandaríkjunum en auk þess tekur
hún þátt í samsýningu í Kólumbíu og
nýlokið er samsýningu í Marokkó.
Sýningin í Kolumbíu er fram-
haldssýning af Sao Paulo tvíær-
ingnum þar sem Katrín var fulltrúi
Íslands í fyrra. „Í verkið notaði ég
timbur og pappír sem upphaf-
lega kom frá Brasilíu og er f lutt til
Bandaríkjanna, notað þar og síðan
hent. Ég endurvinn og geri úr þessu
listaverk sem fer síðan aftur til Bras-
ilíu. Þannig er ég að vinna með við-
skiptahringrás á hráefnum,“ segir
Katrín. „Ég er að hugsa um efnið
sjálft sem staðsetningu og hnatt-
ferðalag þess í ýmsum formum.”
Sýningin í Bandaríkjunum er
Alltaf að lýsa hinu
manngerða rými
Yfirlitssýning á verkum Katrínar Sig
urðar dóttur stendur yfir í Bandaríkj
unum. Hún tók þátt í samsýningu í Kól
umbíu og sýndi einnig verk í Marokkó.
Katrín vinnur meðal annars með viðskiptahringrás á hráefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Óbyggð hús í Reykjavík 1920-30 á sýningunni í Broad-listasafninu.
Kantsteinar úr íslenskum leir í Rabat í Marokkó.
stór yfirlitssýning í Broad-safninu
í Mich igan og stendur til 1. mars
2020. „Þarna er ég að sýna verk sem
ég hef verið að vinna að mestu leyti
síðan 2014. Nokkur verk á sýning-
unni eru eldri, þar er um að ræða
röð af verkum sem ég byrjaði að
vinna árið 2005 og tengjast húsum
sem voru teiknuð af íslenskum arki-
tektum og aldrei byggð í Reykjavík.
„Þarna eru líka verk sem eru gerð
eftir íslenskum húsgögnum og
voru meðal annars á æskuheimili
mínu í Reykjavík. Rauður þráður
gengur í gegnum öll þessi verk og
tengist Reykjavík, og íslenskri bygg-
ingarlist og húsgagnahönnun,“ segir
Katrín.
Endurnýjun efnisins
Um verkin, sem eru eftirgerð af
húsgögnum á æskuheimilinu, segir
Katrín: „Ég gerði þessi verk upphaf-
lega í listaskólanum í San Francisco
þar sem ég stundaði nám þegar ég
kom fyrst til Ameríku. Árið 2016
var mér boðið að sýna þar og hluti
af verkefninu var í samvinnu við
nemendur í skólanum. Mér fannst
að það yrði skemmtilegt að nýta
mína reynslu sem nemandi sem
kjarnann í þessari samvinnu. Þann-
ig að ég leitaði aftur í verkefni sem
ég fékk á fyrstu vikum mínum í
skólanum sem var að lýsa herbergi.
Þetta hefur síðan verið gegnum-
gangandi í eigin lega öllu því sem ég
hef gert síðan. Til dæmis má nefna
verkin sem ég gerði fyrir Metropo-
litan-safnið 2010 og þegar ég var
fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringn-
um 2013. Ég er alltaf að lýsa hinu
manngerða rými, hvort sem um er
að ræða byggingar eða innviði her-
bergja. Ég ákvað að gera eftirgerð
af húsgögnum sem voru í einu her-
bergi í húsinu þar sem ég ólst upp.
Nemendurnir, sem ég valdi og voru
einnig alþjóðlegir skiptinemar eins
og ég var á sínum tíma, létu mig svo
fá ljósmyndir og teikningar úr sam-
svarandi rýmum úr húsunum sem
þau ólust upp í í öðrum löndum.
Núna sýni ég þessar eftirgerðir í
safninu í Michigan og nemendur í
þeim háskóla hafa lagt til teikningar
og ljósmyndir fyrir gólfverkið sem
húsgögnin standa á. Verkið er þann-
ig að vissu leyti nýtt í hvert skipti
sem það er sýnt. Við f lutninga
brotna húsgögnin viljandi, en þau
eru gerð upphaf lega úr afar brot-
hættu gifsi. Þá skipti ég út brotna
efninu fyrir ný og sterkari efni.
Formið er alltaf það sama en efnið
sjálft endurnýjast. Þessi síbrotnu
verk fara að minna á marmara.“
Minning um upphafsreit
Katrín sýnir einnig verk þar sem
hún notar íslenska jörð. „Ég fór
vestur í Dali og gróf upp íslenskan
leir með hjálp bóndans á staðnum,
f lutti hann til Bandaríkjanna og
vann úr honum litla kantsteina sem
ég set í bandaríska jörð. Þar brotna
þeir og sameinast jörðinni. Slíkt
verk er einmitt við Broad-safnið.
Verkin á þessari sýningu tengjast
öll Íslandi og minningunni um upp-
hafsreit okkar, hvernig við tökum
hann með okkur, endurbyggjum
hann og vinnum með hann.“
Í Marokkó er nýlokið tvíæringn-
um Un instant avant le monde eða
Augnabliki fyrir heiminn, þar sem
Katrín sýndi ásamt 65 listakonum
víða að úr heiminum. Þar gerði hún
einmitt sams konar verk og í Broad-
safninu, setti íslenskan leir í jörðu í
miðaldagarði. „Það var frábært að fá
tækifæri til að setja þessa íslensku
kantsteina í samhengi við stórkost-
lega mósaíklist þessa lands.“
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING