Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 78
ÉG ER ALLTAF AÐ LÝSA HINU MANNGERÐA RÝMI, HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA BYGGINGAR EÐA INNVIÐI HERBERGJA. Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður er stödd hér á landi yfir hátíðarnar. Hún dvel-ur og starfar í New York og verk hennar eru sýnd víða um heim. Yfirlitssýn- ing á verkum hennar stendur yfir í Bandaríkjunum en auk þess tekur hún þátt í samsýningu í Kólumbíu og nýlokið er samsýningu í Marokkó. Sýningin í Kolumbíu er fram- haldssýning af Sao Paulo tvíær- ingnum þar sem Katrín var fulltrúi Íslands í fyrra. „Í verkið notaði ég timbur og pappír sem upphaf- lega kom frá Brasilíu og er f lutt til Bandaríkjanna, notað þar og síðan hent. Ég endurvinn og geri úr þessu listaverk sem fer síðan aftur til Bras- ilíu. Þannig er ég að vinna með við- skiptahringrás á hráefnum,“ segir Katrín. „Ég er að hugsa um efnið sjálft sem staðsetningu og hnatt- ferðalag þess í ýmsum formum.” Sýningin í Bandaríkjunum er Alltaf að lýsa hinu manngerða rými Yfirlitssýning á verkum Katrínar Sig­ urðar dóttur stendur yfir í Bandaríkj­ unum. Hún tók þátt í samsýningu í Kól­ umbíu og sýndi einnig verk í Marokkó. Katrín vinnur meðal annars með viðskiptahringrás á hráefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Óbyggð hús í Reykjavík 1920-30 á sýningunni í Broad-listasafninu. Kantsteinar úr íslenskum leir í Rabat í Marokkó. stór yfirlitssýning í Broad-safninu í Mich igan og stendur til 1. mars 2020. „Þarna er ég að sýna verk sem ég hef verið að vinna að mestu leyti síðan 2014. Nokkur verk á sýning- unni eru eldri, þar er um að ræða röð af verkum sem ég byrjaði að vinna árið 2005 og tengjast húsum sem voru teiknuð af íslenskum arki- tektum og aldrei byggð í Reykjavík. „Þarna eru líka verk sem eru gerð eftir íslenskum húsgögnum og voru meðal annars á æskuheimili mínu í Reykjavík. Rauður þráður gengur í gegnum öll þessi verk og tengist Reykjavík, og íslenskri bygg- ingarlist og húsgagnahönnun,“ segir Katrín. Endurnýjun efnisins Um verkin, sem eru eftirgerð af húsgögnum á æskuheimilinu, segir Katrín: „Ég gerði þessi verk upphaf- lega í listaskólanum í San Francisco þar sem ég stundaði nám þegar ég kom fyrst til Ameríku. Árið 2016 var mér boðið að sýna þar og hluti af verkefninu var í samvinnu við nemendur í skólanum. Mér fannst að það yrði skemmtilegt að nýta mína reynslu sem nemandi sem kjarnann í þessari samvinnu. Þann- ig að ég leitaði aftur í verkefni sem ég fékk á fyrstu vikum mínum í skólanum sem var að lýsa herbergi. Þetta hefur síðan verið gegnum- gangandi í eigin lega öllu því sem ég hef gert síðan. Til dæmis má nefna verkin sem ég gerði fyrir Metropo- litan-safnið 2010 og þegar ég var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringn- um 2013. Ég er alltaf að lýsa hinu manngerða rými, hvort sem um er að ræða byggingar eða innviði her- bergja. Ég ákvað að gera eftirgerð af húsgögnum sem voru í einu her- bergi í húsinu þar sem ég ólst upp. Nemendurnir, sem ég valdi og voru einnig alþjóðlegir skiptinemar eins og ég var á sínum tíma, létu mig svo fá ljósmyndir og teikningar úr sam- svarandi rýmum úr húsunum sem þau ólust upp í í öðrum löndum. Núna sýni ég þessar eftirgerðir í safninu í Michigan og nemendur í þeim háskóla hafa lagt til teikningar og ljósmyndir fyrir gólfverkið sem húsgögnin standa á. Verkið er þann- ig að vissu leyti nýtt í hvert skipti sem það er sýnt. Við f lutninga brotna húsgögnin viljandi, en þau eru gerð upphaf lega úr afar brot- hættu gifsi. Þá skipti ég út brotna efninu fyrir ný og sterkari efni. Formið er alltaf það sama en efnið sjálft endurnýjast. Þessi síbrotnu verk fara að minna á marmara.“ Minning um upphafsreit Katrín sýnir einnig verk þar sem hún notar íslenska jörð. „Ég fór vestur í Dali og gróf upp íslenskan leir með hjálp bóndans á staðnum, f lutti hann til Bandaríkjanna og vann úr honum litla kantsteina sem ég set í bandaríska jörð. Þar brotna þeir og sameinast jörðinni. Slíkt verk er einmitt við Broad-safnið. Verkin á þessari sýningu tengjast öll Íslandi og minningunni um upp- hafsreit okkar, hvernig við tökum hann með okkur, endurbyggjum hann og vinnum með hann.“ Í Marokkó er nýlokið tvíæringn- um Un instant avant le monde eða Augnabliki fyrir heiminn, þar sem Katrín sýndi ásamt 65 listakonum víða að úr heiminum. Þar gerði hún einmitt sams konar verk og í Broad- safninu, setti íslenskan leir í jörðu í miðaldagarði. „Það var frábært að fá tækifæri til að setja þessa íslensku kantsteina í samhengi við stórkost- lega mósaíklist þessa lands.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.