Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 26
Besti tíminn til að hlusta á jólatónlist er á sumrin því það er svo gaman að keyra í góðu sumarveðri og hlusta á jólalög,“ segir Lárus Blöndal, einnig þekktur sem Lalli töframaður og fádæma jólabarn í hjarta. „Mér finnst eins fáránlegt að banna jólalög á sumrin og að banna fólki sem er ekki ást- fangið að hlust á ástarlög eða fólki sem er ekki í stuði að hlusta á stuð- lög. Fólk segir stundum: Það eru ekki alltaf jólin, en ég skil það ekki. Hjá mér eru alltaf jólin! Ég er með mörg jólaflúr, meðal annars eitt á ristinni sem ég sé á hverjum morgni og það gleður mig alltaf jafnmikið. Á jólunum eru allir svo góðir við alla og allt svo yndislegt og ég segi: Eigum við ekki að hafa það þannig alltaf?“ Hann hefur haft í mörg horn að líta á aðventunni, öll góð. „Aðvent- an er búin að vera alveg frábær og nóg að gera við að skemmta, bæði á jólaböllum og jólaglöggi svo ég er bæði að skemmta á fjölskyldu- og fullorðinsskemmtunum. Svo er ég í persónulegu sambandi við jólasveinana og redda þeim því stundum þegar þeir komast ekki á alla staðina í einu. Ég passa mig að gera það rosalega vel því ég ber það mikla virðingu fyrir jólasveinunum að ef ég ætla að redda þeim þá geri ég það hundrað prósent.“ Kennir krökkum að töfra Árið 2019 var um margt merki- legt hjá Lárusi. „Ég tók stórt skref á árinu og fór að vinna sjálfstætt. Og það er miklu meira að gera hjá mér en ég bjóst við. Ég er mikið í því að veislustýra með uppistandi, gítar og töfrum sem og að og koma fram og skemmta með töfra og uppistand, bæði fyrir krakka og fullorðna, ég er eiginlega með alla f lóruna. Sem er mjög hentugt því fullorðinsskemmtanirnar detta svolítið út á sumrin en þá koma fjölskylduhátíðirnar sterkar inn svo það er alltaf nóg að gera. Og af því að ég hætti í dagvinnunni þá er þetta orðið dagvinnan mín. Ég er til dæmis nýbúinn að klára barnaþætti á YouTube, þeir heita einfaldlega Lalli Barnaefni, þar er ég til dæmis að kenna töfrabrögð en þó aðallega að grínast og rugla eins og mér einum er lagið.“ Töfrar í kjallaranum Aðalverkefnið núna er undir- búningur að barnasýningu í Þjóð- leikhúsinu sem nefnist Töfrar í kjallaranum. „Þetta er stutt sýning og markhópurinn er fimm til tólf ára ef ég þarf að setja markhóp en markhópurinn er auðvitað bara allir. Ég vil að fullorðnir geti farið með börnin sín í leikhús og skemmt sér alveg jafn vel og krakk- arnir.“ Frumsýningin er í apríl og Lárus lofar skemmtilegri sýningu. „Hún byrjar þannig að ég kem inn í sal og læt eins og ég hafi misskilið hvenær sýningin ætti að byrja og að ég sé bara mættur til að setja upp. Ég vona að fullorðnir upplifi þetta mjög sterkt og vorkenni mér fyrir að klúðra,“ segir hann hlæjandi. „Sýningin er svo um það að setja upp töfrasýningu og leyfa krökkunum og fullorðna fólkinu að upplifa töfra leikhússins bak við tjöldin, sýna tæknibrellur og þess háttar en svo þegar sýningin sjálf kemur, í lokin á leikritinu þá er ekki hægt að skýra allt sem gerist og alvöru töfrar verða til. Ég vinn út frá margra ára reynslu minni sem tæknimaður og leik- munasmiður í Borgarleikhúsinu en svo er ég líka töframaður og þess vegna fá áhorfendur að upp- lifa mörg lög af sviðstöfrum.“ Töfrasjón Aðdáendur Lalla töframanns tóku líka eftir stórri breytingu á honum á árinu. „Já, ég losnaði við gler- augun og það eru ótrúleg lífsgæði,“ segir Lárus sem hefur verið með sterk gleraugu frá barnsaldri en fór í sjónaðgerð í sumar. „Ég hef verið gleraugnalaus í hálft ár en var orðinn svo vanur gleraugunum að ég leita að þeim á hverjum einasta morgni og reyni að taka þau af mér á hverju einasta kvöldi áður en ég fer að sofa.“ Hann saknar gleraugnanna þó ekki neitt nema í einu samhengi. „Ég notaði gler- augun oft í rútínum, ef ég þurfti Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. ENZYMEDICA býður gleðilegt ár! DIGEST öflugustu meltingarensmín á markaðnum, henta öllum aldurshópum ACID SOOTHE náttúruleg lausn gegn brjóstsviða og nábít sem virkar nánast samstundis Fæst nú á 25% afsl ætti á flestum sölustöðu m GLEÐILEGT ÁR Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Lárus er mikill jólamaður og því til staðfestingar er hann með nokkur jóla- flúr um líkamann. Hér er jólatréð sem minnir hann á jólin allan ársins hring. Á annan í jólum gengu þau Lárus og Heiðrún Arna Friðriksdóttir í hjóna- band en fjórða barnið bætist í fjölskylduna í vor og því verður stórveislu- höldum slegið á frest um nokkra hríð. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is kannski að hika til að byggja upp spennu þá lagaði ég gleraugun og núna fálma ég oft í áttina þangað sem þau hefðu átt að vera.“ Töfrandi jólabrúðkaup Hápunktar ársins hjá Lárusi eru tveir, annars vegar að komast að því í haust að eiga von á barni en hinn er nýskeður. „Við Heiðrún Arna giftum okkur 26. desember síðastliðinn í mjög lítilli og per- sónulegri athöfn. Allra nánasta fjölskylda fékk boðskort á aðfanga- dag og svo gifti Bjarni Snæbjörns- son vinur okkar okkur í fyrradag. Auðvitað giftist jólabarnið á jólunum, það er svo geggjað að gifta sig og þá á það að vera á besta tímanum,“ segir hann glaður í bragði en bætir við að þessi litla leyniathöfn hafi komið mörgum á óvart sem þekkja þau hjónin. „Við lentum í smá klemmu með þetta. Okkur langaði mjög mikið að vera gift. Við erum bæði mikið partífólk, og Heiðrún mín besti partíplanner í heimi og það lá fyrir að brúðkaupið okkar myndi alltaf verða risastórt og æðislegt. Og við vorum búin að plana að gifta okkur í sumar með öllu pompinu og pragtinni. En svo kom í ljós að við eigum von á fjórða barninu okkar í maí og þess vegna ákváðum við að gifta okkur núna en höldum svo klikkað partí þegar allir eru komnir á legg, bæði litli og mamm- an og sálin í pabbanum.“ Töframaður og fjölskyldukall Lárus er mikill fjölskyldumaður og þau Heiðrún eiga þrjú börn, einn dreng saman sem heitir Ólíver Elvis og Heiðrún átti svo Heiðdísi og Ríkharð áður en þau kynntust. Nýja barnið sem von er á er drengur og Lalli hlakkar mikið til. „Fæðingarorlofið með Óliver var einn besti tími lífs míns. Að vakna og hugsa um barnið sitt allan daginn er ekkert minna en stórkostlegt!“ Hann segist ekki vera mikill töframaður heima fyrir heldur reynir eftir megni að vera venju- legur pabbi. Sem gengur ekki alltaf. „Verandi grínkall sem er töframaður kemst ég ekkert hjá því að stríða krökkunum stundum með einhverju töfrabragði. Elsta barninu okkar sem er að verða 13 ára finnst ég ekkert voðalega fyndinn alltaf en ég get ekki alltaf stillt mig en reyni samt að halda því í lágmarki.“ Stundum þarf líka að prufukeyra atriði og þá eru börnin stundum notuð sem áhorfendur. „Þau eru orðin vön þessu. En mér tekst stundum að koma þeim á óvart. Ég geri mikið af atriðum sem eru hundrað pró- sent grín eða eins og ég kýs að kalla það, fagmannleg vitleysa. En svo er ég nefnilega, þó ég segi sjálfur frá, mjög góður töframaður líka og þegar ég geri kannski mjög flókið og flott töfrabragð þá er eins og þeim finnist það pínu skrýtið að pabbi geti framkvæmt eitthvað sem fólk hefur bara séð í bíó- myndum.“ Töfraáramót Áramótin eru yfirvofandi og Lárus sér fram á góðar stundir með fjölskyldunni. „Við erum saman, fjölskyldan, hjá tengdó og tökum það bara frekar rólega,“ segir hann. „Það hefur alveg gerst að ég hef verið að vinna á gamlárskvöld en eftir að ég eignaðist þessa stóru fjölskyldu og öll börnin þarf mikið til að ég hlaupi burt á stórhátíð- um.“ Hann segist ekki vera mikið fyrir f lugelda. „Sem er skrýtið af því að ég er ofvirkur og vinn mikið með púður og alls konar svoleiðis en ég fæ kannski bara útrás fyrir þetta í vinnunni. En ég geri undan- tekningu fyrir pabba minn. Þegar hann biður mig að koma með sér út að sprengja þá verð ég mikill f lugeldakall.“ Meira um Lárus Blöndal, Lalla töframann, er svo auðvitað hægt að finna á töframaður.is. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.