Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 28
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ástundun OsteoStrong tekur mjög stuttan tíma eða um 10 mínútur í viku. Fólk mætir í venjulegum fötum, tekur á, svitnar ekki en getur fylgst mjög vel með styrktaraukningu. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk sé alltaf að keppa við sig sjálft en ekki eitthvert meðaltal,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigandi Osteo Strong. „Styrktaraukning er mjög hröð hérna og fólk er að meðaltali að bæta sig um 73% á ári. Eftir að þessum 10 mínútum lýkur er fólki svo boðið að leggjast á PEMF bekki í slökun sem hjálpar blóðf læði og dregur úr bólgum í líkamanum,“ bætir hún við. 2.000 Íslendingar hafa prófað OsteoStrong „Móttökurnar hafa verið mjög jákvæðar. Við heyrum gleði- og árangurssögur nánast á hverjum degi,“ segir Örn Helgason, hinn eigandi OsteoStrong á Íslandi. „Það er frábært að fá svona mikla staðfestingu á því að kerfið virkar en mest gefandi að vita að það sem maður starfar við geti breytt lífi fólks svona mikið til hins betra. Við höfum tekið á móti 2.000 manns hérna í Borgar- túninu á árinu og núna stunda 250 manns OsteoStrong viku- lega. Sumir koma bara í nokkra mánuði og þurfa ekki meira, þeir sem vinna að beinuppbyggingu þurfa allavega að vera hjá okkur í eitt ár. Aðrir hafa ákveðið að gera ástundun að hluta af heil- brigðum lífsstíl,“ bætir hann við. „Það hefur líka verið ánægjulegt hvað mikið af fólki úr heilbrigðis- geiranum hefur kynnt sér starf- semina eins og læknar, hjúkr- unarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir sem láta sig heilbrigði varða.“ Álag þéttir vöðva Með því að setja álag á líkamann hvetjum við hann til þess að styrkja sig. Með ástundun hjá OsteoStrong þéttast beinin, vöðvar, sinar og liðbönd. Hjá OsteoStrong tekst fólki oft að setja á sig álag sem samsvarar margfaldri líkamsþyngd þess með jafn öruggum hætti og hægt er. „Þess vegna gerast hlutirnir oft hraðar hérna heldur en við aðra hreyfingu. Fólk finnur í fram- haldi oft fyrir minni verkjum, betra jafnvægi og meiri orku. Þá er svo miklu skemmtilegra að vera til,“ segir Svanlaug. Betra jafnvægi „Það má búast við því að jafn- vægið bætist hratt. Eftir aðeins fimm skipti er fólk að meðaltali búið að bæta það um 77%. Fyrir sum þýðir það að þau eru betri á skíðum eða í jógatímum. Fyrir önnur þýðir þetta að þau geta sleppt göngugrindinni eða átt auðveldara með að ganga.“ Alls konar fólk Fólk sem stundar OsteoStrong er á öllum aldri og mjög mis- munandi á sig komið. Margir nota þetta sem viðbót við aðra þjálfun en fyrir suma er þetta það eina sem þau geta stundað. „Það er ekki meiningin að við séum eina hreyfingin sem fólk stundar. Við hvetjum fólk endi- lega til að gera allt sem því þykir skemmtilegt. Fyrir suma erum við það fyrsta sem þau geta gert eftir að hafa dottið út úr hreyf- ingu í langan tíma. Fyrir aðra þá erum við einmitt hjálpin sem þarf til þess að ná markmiðum sínum í þríþrautinni,“ bætir Örn við og brosir. OsteoStrong býður upp á ókeypis kynningar nokkrum sinnum í viku í Borgartúni 24. Áhugasamir geta skráð sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200. Ástundun Osteo Strong tekur mjög stuttan tíma eða um 10 mínútur í viku. Fólk mætir í venjulegum fötum, tekur á, svitnar ekki en getur fylgst mjög vel með styrktaraukn- ingu. Við heyrum gleði- og árangurssögur nánast á hverjum degi. Mæli 100% með OsteoStrong „Mín upplifun af OsteoStrong er með hreinum ólíkindum, ég er með meðfæddan sjúkdóm sem nefnist CP og geng við hækjur. Eg hef verið í ýmsum meðferðum og æfingum í tæp 50 ár sem haldið hefur mér nokkurn veginn í horfinu og prófað ýmisleg í gegnum tíðina, en ég verð að viðurkenna að eftir að hafa kynnst Osteo Strong gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra. Ég hef verið slæmur í baki í tölu- verðan tíma en verkurinn er nánast horfinn eftir aðeins 6 skipti, ég geng beinni og styrkurinn hefur aukist um 68%. Þessi nýja tækni sem OsteoStrong er hentar í raun öllum en er mjög góð fyrir fólk með ýmiss konar stoðkerfisvanda og fólk sem þarf að byggja sig upp eftir aðgerðir. Ef hægt er að tala um að fólk geti keypt sér heilsu þá kemst OsteoStrong næst því. Mæli 100% með að fólk prófi þessa nýju tækni, þetta virkar. Allar æfingarnar eru gerðar á þínum hraða og forsendum, frábærir leiðbeinendur sem fylgja þér í gegnum hvern einasta tíma. Þetta hefur svo sannarlega breytt minni heilsu á mettíma og ég er rétt að byrja í þessu prógrammi. Takk fyrir ykkur, OsteoStrong!“ – Grétar Pétur Geirsson Verkjalaus eftir þrjá mánuði „Ég greindist með blöðruhálskrabbamein fyrir 14 árum en krabba- meinsgildi hafa alltaf mælst hjá mér síðan þá. Þess vegna hef ég verið í lyfjameðferð síðastliðin 10 ár sem orsakar beinþynningu hjá mér. Síðustu ár hef ég spilað golf, mismikið þó eftir árum, en golfinu hafa fylgt ýmsir líkamlegir verkir sem erfitt hefur verið að með- höndla. Ég var svo lánsamur að verða var við auglýsingu frá Osteo Strong – Sterk bein og ákvað að slá til og prófa í þrjá mánuði. Ég hafði engu að tapa því það var ekkert sem virkaði á þessa leiðinda verki hjá mér. Eftir þessa fyrstu þrjá mánuði hef ég styrkst um 49% sam- kvæmt mælingum, hef verið verkjalaus og líður öllum miklu betur. Ég mun halda ótrauður áfram að styrkja mín bein í komandi framtíð og njóta þess að slá kúlur án þess að þurfa að finna fyrir því lengi á eftir. Takk fyrir mig!“ – Hörður Hrafndal Mikill styrkur á stuttum tíma „Ég byrjaði hjá snillingunum í OsteoStrong fyrir þremur mánuðum. Þetta hentar mér mjög vel þar sem það þarf einungis að mæta einu sinni í viku í skamma stund. Ég er með vefja- og slitgigt og í mjög lélegu formi. Ég finn mjög mikinn mun á jafnvægi og vöðvastyrk og hlakka til að mæta til þeirra í hverri viku. Þau taka öll á móti manni með bros á vör, jákvæðu og hlýju viðmóti.“ – Laufey Þórðar Maraþondraumur verður að veruleika „Ég fór á kynningu hjá Osteo Strong í febrúar 2019. Mér fannst margt mjög áhugavert sem þar kom fram og það kom mér á óvart að Osteo- Strong er ekki bara fyrir gamalt fólk með beinþynningu, heldur er ávinningurinn fyrir íþróttafólk mikill. Ég bókaði því prufutíma og keypti mér strax áskrift. Í besta falli myndi þetta hjálpa mér með mín vandamál og í versta falli myndi þetta hafa góð áhrif á beinheilsu mína sem ég held að allt of fáir séu að pæla í. Mín helstu vandamál voru að ég hef alltaf verið að læsast í spjaldliðnum sem verður til þess að mig verkjar í mjöðmina þegar ég hleyp. Einnig hafði ég hrygg- brotnað í ágúst 2017 og vantaði að styrkja það svæði. Þegar ég byrjaði í OsteoStrong var ég með mikla verki í mjöðminni vegna þess að ég var að æfa fyrir Parísarmaraþon, sem ég ætlaði að hlaupa í apríl 2019. Ég var í rauninni aðeins búin að gefast upp, því að það er þreytandi að vera alltaf með verki að æfa. Eftir 2-3 skipti í Osteo Strong fann ég strax mun og var farin að hlaupa verkjalaus. Sjúkraþjálfarinn minn, sem þurfti vanalega að losa spjaldliðinn hjá mér á tveggja vikna fresti, hafði orð á því að ástandið á mér væri óvenju gott – allt í einu var ég farin að læsast mun sjaldnar. Ég hljóp síðan maraþonið mitt verkjalaus. Ég get því heilshugar mælt með OsteoStrong og þessi heilsurækt mun verða hluti af minni þjálfun í framtíðinni,“ segir Jórunn Jónsdóttir, fjármálastjóri og íþróttakona. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.