Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 56
Þeim fannst þetta oft og tíðum flókið og kviðu fyrir að gefa okkur að borða. Helga María Ragnarsdóttir og Júlía Sif Liljudóttir hafa verið vegan um árabil og halda úti bloggsíðunni Veganistur. Þær eru aldar upp við dæmigert íslenskt mataræði en eftir að þær prófuðu að vera vegan varð ekki aftur snúið. Nýlega sendu þær frá sér matreiðslubókina Úr eldhúsinu okkar með sínum uppáhalds upp- skriftum. „Það er ekki hægt að segja að grænmetisfæði hafi verið mikið í uppeldinu okkar,“ segir Helga María og Júlía bætir við: „Við erum aldar upp á mjög týpísku íslensku heimili hvað varðar matarvenjur.“ Helga hefur verið vegan í átta ár en hún prófaði þetta mataræði af heilsufarslegum ástæðum. „Ég hafði verið veik og fann mynd- bönd á netinu um vegan lífsstíl,“ segir Helga. „Ég ákvað það kvöld að prófa þetta og hef í raun ekki litið til baka síðan.“ Júlía fylgdi í kjölfarið tæplega ári seinna. „Ég fór að búa með Helgu og fannst eins og ég þyrfti að prófa til að vita hvernig þetta virkaði en allar ástæðurnar komu í raun eftir á.“ Þær eru sam- mála um að hafa aldrei litið til baka eftir að ákvörðunin var tekin. „Um leið og við hættum að neyta dýraafurða fórum við að sjá hversu mikill óþarfi það var og finna hvað okkur langaði lítið að borða kjöt aftur.“ Þegar þær fóru að prófa sig áfram í vegan matreiðslunni ákváðu þær að deila reynslu sinni með þeim sem væru í svipuðum sporum. „Við byrjuðum fyrst með like-síðu á Facebook þar sem við sýndum hvað við vorum að borða dags daglega og sáum fljótt að það var mikill áhugi fyrir uppskriftum að matnum sem við vorum að birta myndir af,“ segir Helga. „Við fengum mikið af spurningum frá vegan fólki en ekki síður frá fjöl- skyldu og vinum þegar þau voru að fá okkur í mat. Þeim fannst þetta oft og tíðum flókið og kviðu fyrir að gefa okkur að borða því þeim fannst þau ekki vita hvað við gætum borðað og hvað ekki.“ Sumarið 2016 opnuðu þær systur bloggsíðuna veganistur.is til að geta deilt uppskriftum á fallegan hátt. „Okkur fannst vanta íslenskt vegan blogg,“ segir Júlía. „Svoleiðis blogg eru mjög vinsæl í útlöndum en ekki voru mörg íslensk blogg sem snerust um þennan lífsstíl. Bloggið varð vinsælla með auknum vinsældum veganisma síðustu ár og okkur fannst núna einfaldlega vera kominn tími til að gefa út bók með okkar uppáhaldsupp- skriftum.“ Þær systur hafa mismikinn áhuga á eldamennsku en eru sammála um að hann hafi aukist með því að verða vegan. „Júlía hefur alltaf haft mikinn áhuga á eldamennsku og stefndi alltaf á að leggja það fyrir sig á einhvern hátt,“ segir Helga og Júlía bætir við: „Helga hafði ekki alveg jafn mikinn áhuga á yngri árum en það breytt- ist heldur betur eftir að hún varð vegan og fór að hafa mikinn áhuga á að elda og útbúa góðan mat.“ Aðspurðar um hvernig upp- skriftir séu í bókinni segja þær að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi. „Við viljum sýna að það er ekkert meinlætalíf að vera vegan. Síðustu ár höfum við náð að gera vegan útgáfu af öllum okkar uppáhalds- mat og meira til. Það hefur tekist vel að veganæsa allt það sem okkur hefur dottið í hug og höfum við gert mikið af því að taka klassíska og hefðbundna íslenska rétti og bakkelsi og gera þá vegan.“ Mat- reiðslubók þessara samrýmdu vegansystra er því kærkomin fyrir þá sem kunna að meta íslenska sérrétti en vilja jafnframt sleppa dýraafurðum og ekki síður þá sem bjóða slíku fólki í mat. Ekki lengur erfitt að bjóða okkur í mat Helga María og Júlía Sif blogga um vegan mataræði á vinsælli bloggsíðu. Nú hafa þær gefið út matreiðslubók, meðal annars til að auðveldara sé að bjóða þeim í mat. Júlía Sif og Helga María Ragnarsdætur eru vegan og hafa haldið úti blogg- síðunni Veganistur í þrjú ár. Nú hafa þær gefið út matreiðslubók með sínum vinsælustu uppskriftum að bragðgóðum mat án dýraafurða. 26 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA Allt frá opnun hefur Apótek Vesturlands boðið viðskipta-vinum sínum að fá skömmt- uð ávana- og fíknilyf í samráði við viðkomandi lækna, oftast til að koma í veg fyrir misnotkun og draga úr lyfjabirgðum ávana- og fíknilyfja á heimilum. Ólafur Adolfsson starfar hjá apótekinu og segir mikilvægt að heilbrigðis- starfsfólk sem kemur að ávísun eða afgreiðslu lyfja geri sér grein fyrir ábyrgð sinni. „Ég hef í gegnum tíðina átt nokkur samtöl við ein- staklinga sem hafa orðið fyrir heilsutjóni eða misst ástvini vegna misnotkunar ávana- og fíknilyfja, eða eiga einhvern nákominn sem hefur orðið fyrir heilsutjóni af mis- notkun lyfja. Þetta er oft ungt fólk,“ segir Ólafur. Því hefur verið haldið fram að fólk fari ítrekað á milli lækna til að fá margar ávísanir á ávana- og fíknilyf án þess að læknarnir viti hver af öðrum. Ólafur segir að þennan leik hafi verið auðveldara að leika fyrir tíma rafrænnar lyf- seðlagáttar og tilkomu lyfjagagna- grunnsins sem inniheldur raun- tímaupplýsingar um lyfjanotkun á Íslandi. Þá hafa lyfjafræðingar í apótekum stundum setið undir ámæli um aðgerðarleysi þrátt fyrir vitneskju um misnotkun lyfja hjá viðskiptavinum og þar séu hagnaðarsjónarmið látin ráða. Ólafur telur að það eigi ekki við rök að styðjast og málið sé flóknara en svo. Sumir með ávísanir frá mörgum læknum „Við erum auðvitað bundin trúnaði við sjúklinga sem koma til okkar. En það er samt þannig að þegar þú verður var við að ein- staklingur komi endurtekið með ávísanir á ávana- og fíknilyf frá mörgum læknum, þá byrjar maður oftast á samtali við sjúklinginn sjálfan, gjarnan tengdu verkun eða aukaverkunum af þeim lyfjum sem viðkomandi tekur eða varnaðar- orðum um mikla notkun viðkom- andi lyfja.“ Til dæmis ef sjúkl- ingur er að leysa út mikið magn af kódeinlyfjum þá er sest niður með viðkomandi og varað við áhrifum sem of mikil notkun af kódíni getur valdið. „Þannig byrja þessi samtöl í rauninni.“ Læknar geta þá takmarkað aðgengi sjúklinga að lyfjum með því að semja við viðkomandi um að sækja minni skammta af lyfinu sem er ávísað ef um lyfjamisnotkunarvandamál er að ræða. „Þá er auðveldara að komast hjá því að viðkomandi mis- noti lyfin.“ Ólafur segir það vera auðveldara að halda utan um þessi efni á landsbyggðinni þar sem apó- tekin eru færri í byggðakjörnum og bæjum. „Þetta er væntanlega gert í f leiri apótekum þó maður heyri ekki mikið um það. Hjá okkur er það þannig að við höfum fengið lyf ávísuð frá lækni fyrir einstaklinga sem treysta sér ekki til að hafa stóran skammt af lyfjum heima hjá sér. Svo þarf stundum að trappa fólk niður og þá er apótekið hlekkur í því. Þá getur viðkomandi ekki nálgast nema takmarkað magn af lyfjum í einu. Jafnvel hafa sjúklingar komið á hverjum ein- asta dagi til að sækja skammtinn.“ Það er líka öryggis atriði að vera ekki með mikið magn af ávana- og fíknilyfjum á heimili þar sem aðrir búa. „Sumir hafa ekki treyst sér til að leysa út fullan skammt af lyfjum af því að þeir geta ekki geymt lyfin heima.“ Þjónustan ekki mikið nýtt Ólafur segir þó að það heyri til undantekninga að fólk nýti sér þessa þjónustu. „Það er pínulítill hluti fólks sem fær þessi lyf ávísuð og notar þessa þjónustu. Það er oftast þannig að þeir einstaklingar eru komnir alveg upp að vegg. Þá neita sumir læknar að skrifa út lyf nema með ákveðnum skilyrðum.“ Að sögn Ólafs er erfiðara að eiga við sjúklinga sem eru að leysa út mikið magn af lyfjum sem þarf þó ekki að teljast óeðlilegt magn. „Það er samt kannski meira magn en maður myndi reikna með og skort- ir ákveðna skýringu.“ Ólafur segist taka eftir því ef virkni einstaklinga sem koma oft fer minnkandi. „Það gæti verið vísbending um að þeir séu að missa tökin.“ Íþyngjandi fyrir sjúklinga Þó umræðan um ávana- og fíknilyf hafi kannski fyrst og fremst snúist um misnotkun þeirra má ekki gleyma að þessi lyf eru nauð- synleg mörgum sjúklingum. „Ég get tekið dæmi um einstakling sem býr kannski lengst inni í Hvalfirði. Hann þarf að taka þrjú verkjalyf. Hann er í þeirri stöðu að þurfa að ferðast langa leið og fær afhentan einn mánaðarskammt í einu. Ávísanirnar fyrir þessi þrjú, mismunandi lyf eru ekki endi- lega samstilltar þannig hann þarf kannski að fara tvisvar nokkrar ferðir til að sækja lyfin. Það má ekki afgreiða suma fjölnotalyfseðla nema 25 dögum eftir að síðasti mánaðarskammtur var sóttur. Reglugerðin er íþyngjandi fyrir suma sjúklinga. Mér finnst að yfir- völd þurfi að setja sig í spor þessa sjúklinga. Þau þurfa að hugsa betur um hvernig samfélagið er samsett.“ Skammta lyf til að forðast misnotkun Apótek Vesturlands býður viðskipta- vinum að fá skömmtuð ávanalyf til að forðast misnotkun þeirra. Ólafur Adolfsson segir að allt frá opnun hafi Apótek Vesturlands boðið við- skiptavinum sínum að fá skömmtuð ávana- og fíknilyf í samráði við lækna. Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.