Fréttablaðið - 28.12.2019, Blaðsíða 36
Í jóga er því haldið
fram að uppsöfnuð
gremja og neikvæð orka
sé geymd í mjöðmunum
ef ekki er losað um reglu-
lega.
Það getur safnast mikil spenna í mjöðmunum án þess að við tökum sérstaklega eftir
því,“ segir Nadia sem finnst fólk
almennt vanrækja á sér mjaðm-
irnar. „Árin líða og aldrei dettur
okkur í hug að teygja á þessu svæði
sérstaklega. Í jóga er því haldið
fram að uppsöfnuð gremja og
neikvæð orka sé geymd í mjöðm-
unum ef ekki er losað um reglu-
lega. Mjaðmirnar eru líka fyrir
miðju líkamans, stirðleiki á því
svæði getur haft mikil áhrif á það
hvernig við göngum og beitum
okkur.“
Hún talar af persónulegri
reynslu. „Ég hef ekki alltaf verið
stíf í mjöðmunum, enda hef ég
verið magadansari í tólf ár. Hins
vegar hafa verið tímabil í lífi mínu
þar sem ég finn til í mjöðmunum,
sem lýsir sér helst í því að mér
líður eins og ég sé með stöðugar
harðsperrur á þessu svæði þrátt
fyrir að hafa ekki reynt neitt sér-
staklega á mig. Það var ekki fyrr
en ég fór að stunda jóga í New
York þar sem ég fór að finna fyrir
svakalegri líkamlegri og andlegri
breytingu eftir djúpar teygjur á
mjöðmunum. Einn kennarinn
sagði mér að formæður mínar
væru í mjöðmunum og væri ég að
sligast áfram í gegnum lífið með
sársauka þeirra allra sem mér
fannst frekar magnað að sjá fyrir
mér. Einnig heldur mjaðmasvæðið
utan um uppruna sköpunarinnar
eða the sacral chakra og því er
bein tenging á milli þess að finna
til í mjöðmunum og vera með rit-
stíflu til að mynda eins og gerðist
í mínu tilfelli þar sem hið kreatíva
fær ekki að flæða og orkan festist.
Það verða einhverjir töfrar þegar
losað er um mjaðmirnar.“
Bakgrunnur Nadiu í dansi
kemur úr hipphoppi, afró, salsa
og magadansi. „Ég er mjög víðsýn
þegar það kemur að dansi og
finnst erfitt að halda mig einungis
við einn stíl. Ég er nýflutt heim
frá New York en þar stundaði ég
nám í handritsgerð fyrir sjón-
varp og kvikmyndir. Samhliða
því var ég í jóga, afró-haítískum
dönsum, kutiro-dansi frá Sene-
gal og afrobeat og námskeiðið í
Kramhúsinu verður sambland af
þessu öllu. Allir þessir dansar eiga
það sameiginlegt að gefa mikla
orku og fylgja grunntaktinum í
lífinu, hjartslættinum. Mottóið
mitt í lífinu núna er að dansa eftir
hjartanu og opna fyrir sköpunina
með því að losa mjaðmirnar. Með
þessu námskeiði vonast ég til
þess að geta hjálpað fólki að finna
mjaðmirnar á sér en námskeiðið
verður þó aðallega skemmtilegt
og fullt af orku og hressleika. Það
verður mikið svitnað, mikið púl og
alveg sjúklega skemmtileg tónlist.
Ég mun ekkert vera að ræða mikið
alvarleika mjaðmanna heldur leiði
ég nemendur áfram til þess að
opna sig líkamlega.“
Eins og áður sagði er Nadia
nýflutt heim frá New York og er
með mörg járn í eldinum. „Ég er að
vinna að tveimur handritum fyrir
sjónvarp sem landsmenn fá von-
andi að sjá næstu á árum og verð
með á kabarettsýningunni Búkalú
í janúar þar sem ég verð fyndin og
sennilega nakin. Ef ég þekki mig
rétt mun fólk sjá mikið af mér á
næsta ári. Bíðið þið bara,“ segir
Nadia að lokum og glottir.
Mjaðmanámskeið Nadiu hefst 15.
janúar í Kramhúsinu og verður alla
miðvikudaga kl. 20.45.
Neikvæðnin safnast
fyrir í mjöðmunum
Þórdís Nadia Semichat dansari, uppistandari og handritshöfundur mun hrista upp í mjöðmum landans á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI
Þórdís Nadia
Sem ichat, dans-
ari, uppistandari
og handritshöf-
undur er nýlent
frá New York þar
sem hún bjó við
nám og störf og
kynntist mjöðm-
unum á sér á
alveg nýjan hátt.
Hún mun deila
þekkingu sinni
á námskeiði í
Kramhúsinu eftir
áramótin.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
15-25%
afsláttur
Nicotinell getur hjálpað þér áleiðis!
Nikótíntyggjó, munnsogstöflur eða nikótínplástur.
Viltu draga úr reykingum
eða hætta alveg?
Fæst í öllum verslunum Lyfju.
Gildir til 31. janúar 2020.
Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaks-
fíkn. Til notkunar í munnhol, til notkunar á húð. Má ekki nota handa börnum yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
25%
afslát
tur
15%
afslát
tur
20%
afslát
tur
10 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA