Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Síða 31

Læknablaðið - okt. 2019, Síða 31
LÆKNAblaðið 2019/105 447 Y F I R L I T lungnasjúkdóma eins og astma eða langvinna lungnateppu geta fengið versnandi einkenni með hósta, uppgangi, öndunarerfið­ leikum og þyngslum fyrir brjósti. Ef kornastærð ösku er 4 μm eða minni getur hún borist í lungnablöðrur. Í augum geta komið fram særindi, kláði og roði. Einnig getur orðið tárarennsli og það geta komið fram sár á hornhimnu. Það geta einnig komið fram erting, sviði, roði og kláði í húð. Lítið er enn vitað um langtíma áhrif gosösku á heilsufar manna. Mjög erfitt er að rannsaka þessi áhrif vegna þess að önnur loftmengun er einnig til staðar. Ekki eru til neinar rannsóknir á langtíma áhrifum á Íslandi.3 Margvíslegar lofttegundir geta komið upp í eldgosum. Áhrif­ um lofttegunda má skipta í tvennt. Í fyrsta lagi lofttegundir sem eru ertandi fyrir slímhúðir og húð. Í lágum styrkleika valda þær ertingu í augum og efri hluta öndunarfæra. Í hærri styrk valda þær ertingu og bruna í húð og í enn hærri styrk hafa þær áhrif á neðri hluta öndunarfæra og geta valdið lungnabjúg vegna bráðs lungnaskaða. Dæmi um það er brennisteinsdíoxíð og brenni­ steinssýra. Í öðru lagi eru lofttegundir sem valda köfnun vegna áhrifa á flutning súrefnis og öndunarkeðjuna í frumum. Dæmi um það er kolmónoxíð. Losun af mannavöldum Saga loftmengunar Í huga margra er loftmengun eitthvað sem kom til með iðn­ byltingunni. En raunin er sú að loftmengun af manna völdum á sér mun lengri sögu. Leiða má líkur að því að fyrstu áhrif loft­ mengunar á heilsu fólks hafi komið fram á steinöld þegar maður­ inn lærði að nýta sér opinn eld til matreiðslu. Elstu rituðu heim­ ildir um loftmengun eru frá tíma Rómaveldis þar sem lýst er illa þefjandi og fúlu lofti í rómverskum borgum. Líklegt má telja að þar hafi sorp, skólp og notkun elds við matargerð átt hlut að máli. Saga loftmengunar er talsvert tengd sögu London. Elstu heimild­ ir um það sem kalla mætti kvartanir vegna loftmengunar eru frá London og eru frá árinu 852. Hugtakið loftmengun var reyndar ekki til þá en talað er um fúlt loft vegna bruna kola til húshitunar. Fyrstu lög sem tengdust loftmengun voru sett í London á 12. öld en þá samþykkti enska þingið lög sem bönnuðu ákveðna gerð af kolum. Fyrsta ritið sem kalla má fræðirit um loftmengun var skrif­ að af enska fræðimanninum John Evelyn og kom það út árið 1661 og fjallaði um loftmengun í London. Þar fjallar hann meðal annars um möguleg áhrif reyks í London á heilsu íbúanna og kemur með tillögur til að draga úr reyknum sem lá iðulega yfir borginni.34 Í nútímasögu loftmengunar má segja að alger þáttaskil hafi orðið í viðhorfi almennings og stjórnvalda eftir nokkra mjög slæma mengunardaga í London í byrjun desember 1952. Talið er að um 6000 manns hafi látist í borginni vegna loftmengunar þessa daga og varð þessi atburður til þess að stórauka rannsóknir á möguleg­ um áhrifum loftmengunar á heilsu fólks.35 Losun á Íslandi af mannavöldum Eins og sjá má í töflu I eru uppsprettur loftmengunar mismun­ andi. Á Íslandi er það loftmengun frá bílaumferð sem helst hef­ ur áhrif á heilsu fólks. Losun frá bílum á sér almennt stað mjög nálægt heimilum, skólum og öðrum stöðum þar sem fólk dvelur. Helstu mengunarefni frá umferð eru svifryk og nituroxíð. Stór hluti svifryks frá umferð kemur frá vegyfirborðinu og þar er slit nagladekkja á slitlagi ráðandi þáttur. Á Íslandi eru einnig aðrar stórar mengunaruppsprettur, svo sem fiskiskip, flugvélar og stór­ iðja. Þótt losun loftmengunarefna frá þessari starfsemi geti verið umtalsverð er losunin allajafna fjær mannabústöðum og áhrifin á heilsu fólks því minni en frá bílaumferð. Í næsta nágrenni stórra hafna getur þó verið allnokkur loftmengun. Eitt af því sem gagn­ ast til að draga úr loftmengun í nágrenni hafna er að koma á land­ tengingu rafmagns við skip í höfn til að lágmarka mengun frá keyrslu ljósavéla. Helsta mengunarefnið frá stóriðju er brennisteinsdíoxíð. Fimm stóriðjusvæði eru á landinu og er brennisteinsdíoxíðmengun að mestu bundin við svæðin nálægt iðjuverum. Gera má ráð fyr­ ir að svæði þar brennisteinsdíoxíðs gætir að einhverju ráði sé í nokkurra kílómetra radíus umhverfis iðjuverin. Ekki endilega hringlaga heldur aflöng í takt við ríkjandi vindáttir á hverjum stað. Talsverð losun brennisteinsvetnis er frá jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Mengun frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkj­ un mælist reglulega á mælistöðvum á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Brennisteinsvetni hefur tærandi áhrif á raftæki og mannvirki úr málmi. Frá byggingarsvæðum getur verið talsverð loftmengun, bæði frá útblæstri vinnuvéla en ekki síður frá ryki sem þyrlast upp við framkvæmdirnar. Þetta getur valdið umtalsverðri rykmengun í næsta nágrenni. Þetta getur til dæmis verið steypuryk frá niður­ broti bygginga en hægt er að lágmarka það með því að sprauta vatni á þá byggingarhluta sem verið er að rífa hverju sinni. Einnig getur verið talsverð rykmengun frá óhreinindum sem berast með vörubíladekkjum út í almenna gatnakerfið. Dæmi eru um að götur í þéttbýli sé moldugar mörg hundruð metra út frá framkvæmda­ svæði og svifryksmengun frá þessu jarðvegsryki því talsverð í ná­ grenninu. Dæmi um mótvægisaðgerðir sem hægt er að grípa til er að nota sérstakar dekkjaþvottavélar fyrir vörubílana áður en þeir Tafla II. Heilsuverndarmörk loftmengunarefna samkvæmt íslenskum reglugerðum. Loft- mengunar- efni Tími mælinga Heilsu- verndarmörk Leyfilegur fjöldi skipta yfir mörkum ár hvert* PM10 Sólarhringsmeðaltal 50 µg/m3 35 PM10 Ársmeðaltal 40 µg/m3 - PM2,5 Ársmeðaltal 20 µg/m3 - NO2 Klukkustundarmeðaltal 200 µg/m3 18 NO2 Sólarhringsmeðaltal 75 µg/m3 7 NO2 Ársmeðaltal 40 µg/m3 - O3 Hæsta 8-klst. hlaupandi meðaltal 120 µg/m3 0 SO2 Klukkustundarmeðaltal 350 µg/m3 24 SO2 Sólarhringsmeðaltal 125 µg/m3 3 H2S Hlaupandi 24-klst. meðaltal 50 µg/m3 3 H2S Ársmeðaltal 5 µg/m3 - *Á ekki við um ársmeðaltal.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.