Læknablaðið - okt. 2019, Síða 41
LÆKNAblaðið 2019/105 457
Ríkisendurskoðunar 12% lægri en sam
bærilegra háskólastétta, þar tel ég víst að
eimi eftir af kynbundnum launamun.“
Alma bendir á að rannsóknir hafi sýnt
að konur séu síður í því að semja um eigin
hag, sem geti fræðilega verði skýring á
launamun. „Kannski væri ekki úr vegi
að Læknafélagið héldi námskeið í slíkri
samningatækni sérstaklega fyrir konur,“
veltir hún fyrir sér.
Alma segir að einmitt námskeiðið um
kynjaðar skipulagsheildir hafi komið sér
hvað mest á óvart í náminu. „Við lærðum
hvernig við horfum á hluti með kynjuðum
gleraugum. Ég hef aldrei verið upptekin
af því. Mér finnst ég hafa fengið mín tæki
færi,“ segir hún.
„Ég hef verið yfirlæknir bæði svæf
inga og gjörgæslu. Ég var fyrsta konan
til að verða landlæknir, fyrsta konan til
að verða þyrlulæknir. Ég hef fengið mín
tækifæri og kannski ekki verið að hugsa
nógu mikið um jafnréttismál,“ segir hún
hreinskilnislega.
Konur spurðar öðruvísi en karlar
„En það rann upp fyrir mér ljós hvað
kynjamismunun er rótgróin og ómeðvituð;
að við hugsum út frá kyni og staðalímynd
um sem við höfum búið til sjálf. Eftir nám
skeiðið horfi ég öðrum augum á hlutina.
Ég sé þetta meira og meira,“ segir hún.
„Þegar ég tók við landlæknisembættinu
var ég spurð hvort ég væri kvíðin. Heldur
þú að Birgir Jakobsson hafi verið spurður
hvort hann væri kvíðinn fyrir starfinu? Ég
er ekki kvíðin og ég held að ég hafi ein
göngu verið spurð af því að ég er kona,“
segir Alma.
„Var ekki forsætisráðherra spurð hvort
hún væri feimin að hitta Pence? Þegar
Drífa Snædal tók við sem forseti ASÍ,
var sagt: Já, þú bara hoppar út í djúpu
laugina,“ segir Alma og blaðamaður sam
sinnir orðum hennar enda var hún sjálf
spurð þegar hún tók við sem ritstjóri næst
stærsta dagblaðs landsins fyrir rúmum
áratug hvort meira yrði um prjónaupp
skriftir í blaðinu og hver sæi um unga
barnið sem beið heima.
„Ég sé þetta betur og betur, svo maður
tali nú ekki um #MeToohreyfinguna. Hún
virkilega opnaði augu mín,“ segir Alma.
Brá við #MeToo-sögurnar
„Mér brá auðvitað þegar ég las sögurnar
sem íslenskir kvenlæknar deildu í sam
bandi við #MeToo. Svo brá mér líka við
könnunina sem Læknafélagið gerði. Það
hefði verið áhugavert að vita, ef búið er
að vinna með þá könnun frekar, hvort þar
sæjust ólíkar niðurstöður miðað við kyn
og aldur.“
Alma Möller opnaði augun fyrir ólíkri stöðu kynjanna í námi í opinberri stjórnsýslu þar sem nemendur fengu gögn og staðreyndir á borðið sem sýndu muninn.
Mynd/gag