Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - okt 2019, Qupperneq 48

Læknablaðið - okt 2019, Qupperneq 48
464 LÆKNAblaðið 2019/105 setja verkfæri og þar með sjálfan sig hvar sem er á aðgerðarsvæðinu, í heila eða hrygg. Þetta er gert með því að samþætta mismunandi rannsóknaraðferðir og birta saman á mynd, á skjá eða í skurðsmásjá meðan á aðgerð stendur. Það byggist á tölvusneiðmyndum sem teknar eru fyr­ irfram og síðan er öðrum myndum bætt inn á. Nauðsynlegt er að merkja fyrirfram fasta punkta á höfðinu ( fiducials) og ná­ grenni og höfuðið er fest í „klemmu“ svo það ekki hreyfist. Þetta nýtist við bæði „opnar aðgerðir“ (craniotomy) og „ster­ eotaxy“ og „endoscopy“. Tækjabúnaðurinn er flókinn í uppsetn­ ingu en ekki svo mjög í notkun. Um er að ræða tvo standa með tveimur tölvuskjám og tvær infrarauðar myndavélar á standi sem einnig nema boð frá merkingum á verkfærunum. Merkingar eru á klemm­ unni á höfðinu. Einnig má merkja höfuðið með öðrum hætti. Kvöldið fyrir aðgerð er tekin segulómun af höfðinu og oft einnig meðan á aðgerð stendur en þá þarf segul­ ómtækið að vera tiltækt annaðhvort í eða við skurðstofuna því oft breytast aðstæður í höfðinu meðan á aðgerðinni stendur. Staðir í heila geta færst til, til dæmis við minnkað magn heilaæxlis sem verið er að fjarlægja, eða við tæmingu á blöðru. Það sem gerist er svokölluð samræming eða samþætting á mismunandi myndum sem gerðar eru fyrir eða í aðgerð, auð­ vitað allt digital myndir. Inn í myndina má flétta myndum sem gerðar eru með öðrum hætti, til dæmis CT­Angio eða myndum sem unnar hafa verið „pre­op“ og sýna aðra þætti málsins eins og fyrir­ fram markaða leið að æxlinu til dæmis, og eða fMRI. Hvar „bendirinn“ er staddur í heilanum og aðrar upplýsingar eins og fókusinn í ljósi skurðsmásjárinnar birtast svo annaðhvort í smásjánni eða á tölvu­ eða sjónvarpsskjá utan við skurðsvæðið. Heilaæðar má þannig til dæmis sjá í þrí­ vídd sem getur komið sér vel við aðgerðir. Á þennan hátt er skurðlæknirinn ekki bara að horfa á skóginn utanfrá heldur er hann, ef svo má segja, kominn inn í hann og situr þar á grein! Sem frekara afbrigði af þessari tækni hafa menn undanfarin ár verið að þróa staðsetningar­ eða stýrikerfi sem byggir á sýndarveruleika. Í kotinu söng hann og konan,sem þar bjó, gaf honum nesti og nýja skó Í seinni tíð hafa bæst við athyglisverðar aðferðir eins og þrívíddarómun (sónar) og vefsjá (OCT, Optical Coherence Tomography) en það er myndataka með innrauðu ljósi. Ljósgeisli myndavélarinnar er með bylgjulengd sem getur grafið sig innfyrir yfirborðið og sýnt lagskiptan botn aug­ ans eða samsetningu á bletti í húð. Þessi myndataka er nú könnuð í heilaskurð­ lækningum því hún gefur færi á að greina og fjarlægja illkynja æxli með róttækari hætti en áður. Þýðing þessa er mikil því rannsóknir hafa sýnt að því meira sem tekst að taka af hinu illkynja æxli, þess betri verður árangurinn. Ennfremur er nú verið að þróa einskonar penna sem gefur frá sér vökva er leysir upp sameindir í krabbameinsfrumum sem svo er hægt að greina í svokölluðum massagreini, sem gefur svar á örfáum sekúndum. Eitt af því sem notað var hér áður fyrr var svokallað isótópaskann. Nú er komið jáeindaskann sem virðist vera einskonar samþætting við tölvusneiðmyndatæki og isótópaskann og koma að notum eins og fMRI. Tractography er enn ein nýjungin sem sýnir brautir heilans og getur veitt miklar upplýsingar. Fiðlungur þráði fegurð og söng – yfir honum vaggast eilífðin löng. Afar þýðingarmikið er að áfram verði til staðar skilningur fjárveitingavaldsins og að starfið sé metið að verðleikum en þar vantar kannski ennþá uppá. Við þurfum áfram að geta talist í hópi framsækinna þjóða að þessu leyti, þrátt fyrir mann­ fæðina. Hvað heila­ og taugaskurðdeildina varðar verður áfram um framfarir að ræða og þá horfir deildin fram á glæsta tíma. Heimildir 1. Orringer DA, Golby A, Jolesz F. Neuronavigation in the surgical management of brain tumors: current and future trends. Expert Rev Med Devices 2012; 9: 491­500. 2. Surgical navigation systems. Stealth station. Medtronic 2019. 3. Sugerman J. A GPS for brain surgery. Johns Hopkins Health review, nov. 2015. 4. Juares RM. Detection of brain tumor margins using Optical coherence tomography ( OCT ). Mayo Clinic. Medical Imaging USA, 2018. 5. Prada E. Intraoperativ contrast enhanced ultrasound for brain tumor surgery (CEUS­iCEUS). Pub.Med. 2014. 6. Diffusion tensor imaging (DTI)­Fiber tracking. ImagiLys 2005. 7. Functional magnetic imaging (fMRI). Wikipedia. 8. Lopez et al. Intraoperative clinical applicationof aug­ mented reality (AR and Virtual Realty:VR) in neurosur­ gery. A systematic review. W.O.C. Science Direct 2019: 177. A Ð S E N T E F N I Myndir frá Stealth fyrirtækinu sem framleiðir tól og tæki fyrir tauga- læknisfræðilegar rannsóknir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.