Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - okt 2019, Qupperneq 49

Læknablaðið - okt 2019, Qupperneq 49
LÆKNAblaðið 2019/105 465 LAUS STÖRF Læknir Auglýst er eftir sérfræðingi í heimilislækningum eða almennum lækni í 80-100% stöðu eða eftir samkomulagi. Hæfnis- og menntunarkröfur má finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.hsn.is eða á www.starfatorg.is þar sem tekið er á móti umsóknum rafrænt. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2019. Sérnámsstaða í heimilislækningum Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Heilsugæslunni á Akureyri (HAk). Námsstaðan veitist til 5 ára frá 15. október 2019 eða eftir samkomulagi. Sérnámslæknir vinnur að skipulagi námsins í samvinnu við mentor og/eða kennslustjóra sérnáms. Námið fer fram á heilsugæslustöð. Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2019. Nánari upplýsingar um störfin veita: Jón Torfi Halldórsson, yfirlæknir HSN Akureyri í síma 432 4610 eða jon.torfi.halldorsson@hsn.is. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga í síma 455 4000 eða orn.ragnarsson@hsn.is. Laus er til umsóknar 100% staða yfirlæknis í geðlækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan veitist frá 1. desember 2019 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Helgi Garðar Garðarsson forstöðulæknir geðlækninga. Helstu verkefni og ábyrgð: Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á legudeild geðdeildar sjúkrahússins, göngudeild og bráðamóttöku, ennfremur samvinnu við aðrar deildir sjúkrahússins og stofnanir á Norður- og Austurlandi. Starfinu fylgir vaktaskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk tækifæra til rannsóknarvinnu. Hæfnikröfur: Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Auk fræðilegrar þekkingar og reynslu er lögð áhersla á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Við leitum að geðlækni með reynslu í almennum geðlækningum, reynsla við stjórnun er kostur en ekki skilyrði fyrir ráðningu. Frekari upplýsingar um starfið: Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sjúkrahúsið á Akureyri ~ fyrir samfélagið ~ ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI Yfirlæknir - sérfræðingur í geðlækningum UMSÓKNARFRESTUR: 28. OKTÓBER 2019 UMSÓKNIR: SAK.IS/ATVINNA Sjúkrahúsið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni. Nánari upplýsingar veita: Helgi Garðar Helgason - helgig@sak.is - sími 463 0100 og Árni Jóhannesson - arnijo@sak.is - sími 463 0100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.