Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - okt 2019, Qupperneq 51

Læknablaðið - okt 2019, Qupperneq 51
LÆKNAblaðið 2019/105 467 þátttakendur í dauðastríðinu og eftir­ leiknum,“ lýsti Óttar. Þetta hafi byrjað að breytast á 20. öldinni og með berkl­ um og byggingu sjúkrahúsa. „Allt í einu er dauðinn ekki hluti af lífinu,“ sagði hann og að dauðinn hafi verið fluttur inn á þar til gerðar stofn­ anir, fólk hafi dáið eldra og einungis einstaka barn látið lífið. „Dauðinn verður ópersónulegur, hann verður fjarlægur og hann flytur út úr lífi fólks.“ Guð og dauðinn úr lífi fólks Dauðinn sé þó alltaf nærstaddur en fólk átti sig ekki á honum. „Í venjulegum fréttatíma sjáum við fimm til tíu lík og í bíómyndum sjáum við önnur tíu.“ Myndbrotin líði framhjá án þess að fólk taki þátt. „Nú eru líf og dauði orðin aðskilin fyrirbæri.“ Óttar sagði þetta hafa haft mikil áhrif á afstöðu fólks til dauðans. „Ég held að þegar dauðinn flutti út af heimili fólks hafi guð flutt með honum. Dauðinn varð óraunverulegur og fólk hættir að trúa að dauðinn sé til. Þá er ákaflega lítil þörf fyrir guð.“ Þetta sé stóra breytingin á andlegu lífi þjóðarinnar. „En dauðinn í sjálfum sér er alltaf samur við sig,“ sagði Óttar og lokaði góð­ um ráðstefnumorgni með ljóðalestri og söngnum um Þórð Malakoff sem þraukaði þótt aðrir dánumenn dæju. Kveðskapur um dauðann sem Torfi flutti í erindi sínu Muna skaltu fullt og fast á ferð um lífsins Kjalveg, á endanum þú útskrifast alveg. Þórarinn Eldjárn, úr bókinni: „Til í að vera til“ Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur hið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. Eg veit einn að aldri deyr dómur um dauðan hvern. Úr Hávamálum Upp skalt á kjöl klífa, köld er sævar drífa. Kostaðu hug þinn herða, hér skaltu lífið verða. Skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þig falli. Ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. Vísa Þóris jökuls (Úr Sturlunga sögu) Eiríkur Benjamínsson svæfingalæknir og Ársæll Jónsson öldrunarlæknir. Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Vilborg Sigurðar- dóttir sagnfræðingur. Jörg Vögele sagnfræðiprófessor við háskólann í Düsseldorf. Sverrir Guðjónsson söngvari talaði um dauðann og flutti tónlist í stíl. Tryggi Ásmundsson lungnalæknir og Árni Kristinsson hjartalæknir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.