Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - okt. 2019, Side 52

Læknablaðið - okt. 2019, Side 52
468 LÆKNAblaðið 2019/105 Afi minn, Þórður Sveinsson (1874­1946), var fyrsti íslenski geðlæknirinn. Hann var bóndasonur úr Húnavatnssýslu, fæddur að Geithömrum í Svínadal. Hann ólst upp við hina mestu hrakninga, missti móður sína 8 ára, en föður sinn fermingarárið. Sveinn faðir hans missti heilsuna harðindavetur­ inn 1882, þegar hann bjargaði fjölskyldu sinni frá hungurdauða með því að fara mikla slarkferð að Ánastöðum á Vatnsnesi til að sækja kjöt af strönduðum hvölum. Þórður veiktist kornungur af berklum, en móðir hans notaði meðal annars húsaskúm til að græða sárin sem hann hafði á hálsinum. Hann var vannærður, pasturslítill og kraftlaus. Honum varð það til lífs að frændi hans einn innritaði hann í Möðruvallaskóla að honum fornspurðum. Eftir þetta gekk honum greiðlega á náms­ brautinni og hann lauk Latínuskólanum á þremur og Læknaskólanum á fjórum árum. Að hvatningu sveitunga sinna, Guð­ mundar Björnssonar landlæknis og Guð­ mundar Magnússonar prófessors, gekk Þórður síðar á fund Hannesar Hafstein ráðherra sem var andstæðingur hans í stjórnmálum. Kvaðst hann ætla að setjast að í Ameríku nema svo ólíklega vildi til að landstjórnin vildi styrkja sig með 600 króna árlegu framlagi til að læra geðlækn­ ingar í Danmörku. Þá hafði alllengi verið til umræðu að byggja geðveikrahæli á Íslandi, en engir fjármunir til og enginn menntaður læknir í greininni. Ekki var þetta vænlegt útspil á borð sjálfs ráðherr­ ans, en Hannes sýndi veglyndi sitt og varð við þessum óbeinu tilmælum. Þórður dvaldist við nám í geðlækn­ ingum í Kaupmannahöfn, Árósum og München á árunum 1905­1906. Meðal lærifeðra hans voru Alexander Frieden­ reich í Höfn og sjálfur Emil Kraepelin prófessor í München, sem þá var einhver frægasti geðlæknir Evrópu. Báðir þessir menn töldu gagn af böðum og vatnslækn­ ingum og hafa vafalítið haft áhrif á Þórð. Um lækningaaðferðir Þórðar vísast meðal annars til ágætrar greinar Jóhannesar Bergsveinssonar í Læknablaðinu (2007; 93: 11). Í Danmörku kynntist Þórður konuefn­ inu, Ellen Johanne Kaaber. Hún var 17 ára dóttir Jens Ludvig Joachim Kaaber, auðugs forstjóra á Friðriksbergi, og konu hans Söru. Systkinin voru 13 og Ellen yngst. Þórður þótti kynlegur kvistur á heimil­ inu. Hann var vinstrisinnaður, trúlaus íslenskur þjóðernissinni, andstæða hinnar fáguðu íhaldssömu Kaaberfjölskyldu. Út yfir tók þegar hann vildi skemmta fólkinu með íslenskum draugasögum. Eignir Kaabers höfðu rýrnað nokkuð en hann lagði þó til heimanmundar allt sem tilheyrði innan stokks. Ofan á þetta lagði hann hálf árslaun dansks embættismanns. Ellen taldi það ævinlega alvarlegt glappa­ skot að afhenda Þórði féð til ráðstöfunar, en hann þótti óþarflega sparsamur. Þórður og Sigurður Guðmundsson skólameistari, aldavinur hans, höfðu ákveðið að hefja til virðingar rammíslensk nöfn sem höfðu legið í láginni. Ellen fékk því framgengt að sum börnin þeirra fengu einnig mildari nöfn, enda gat hún aldrei borið fram nafn frumburðar síns, Harðar, hvað þá heldur nöfn sonanna Sverris, Úlf­ ars eða Agnars. Hvorki Sigurður né Þórð­ ur lögðu í Kálfsnafnið og bíður það líklega enn virðingar sinnar. Til er bréf Þórðar til systur sinnar á Grund í Svínadal, þar sem hann segir frá því að Hörður, þá 11 ára, sé á leið til Sigurðar á Akureyri sérstaklega til að læra íslensku og stærðfræði, en hann sé þá þegar með góðan grunn í ensku, frönsku, þýsku og latínu. Engum sögum fer af því hvernig Herði féll þessi fræðslu­ fóðrun. Þórður efndi til stórbús á Kleppi. Hann lét leggja vatnslögn á eigin kostnað frá aðalvatnsæðinni frá Gvendarbrunnum til Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Kristófer Þorleifsson formaður Jóhannes M. Gunnarsson ritari Guðmundur Viggósson gjaldkeri Halldóra Ólafsdóttir Margrét Georgsdóttir Öldungaráð Hörður Alfreðsson Magnús B. Einarson Reynir Þorsteinsson Snorri Ingimarsson Þórarinn E. Sveinsson Umsjón síðu Magnús Jóhannsson Stiklur um Þórð Sveinsson Þórður Harðarson Prófessor emeritus, sérfræðingur í hjartalækningum thordhar@landspitali.is M yn d/ ga g

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.