Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 4
Ullarlist Anna Þóra Karlsdóttir var sótt heim á sólbjörtum sumardegi í vinalegt rauömálaö timburhús við Vesturgötu sem bæöi er heimili hennar og vinnustofa. Þar var hún önnum kafin viö vinnuboröið og nostraði við ullar- flóka í miklu litaskrúöi. Flókabútarnir lágu á borðinu í misstórum hrúgum og þyrpingum eftir lit, formi og stærö. Ull er efniviöurinn í öllu því sem Anna Þóra skapar, hún formar ýmsa muni úr þessu efni sínu, allt frá agnarsmá- um skartgripum til myndverka sem eru allt aö þremur metrum á hæö. Og ekki myndi nokkur bera þaö á hana aö hún væri aö fara troðnar slóðir eöa stæla einhvern. Einmitt þess vegna eru verk hennar mjög forvitni- leg. Anna Þóra menntaöi sig viö Mynd- 4 lista- og handíðaskóla íslands 1963- 67 og útskrifaðist þaöan úr teikni- kennaradeild, stundaöi nám í mynd- vefnaði viö skólann 1969-70 og áriö eftir var hún viö ,,Konstfackskolan“ í Stokkhólmi. Hún hefur haldið sig viö textílinn allar götur síðan og tekiö þátt í mörgum samsýningum bæöi hér heima og erlendis allt frá 1975 og einkasýningu hélt hún í Gallerí Hall- geröi 1986. Vefstóllinn kvaddur Fyrstu árin notaöi Anna til aö vefa nokkuð hefðbundinn myndvefnaö. Hún kallar þaö raunsæistímabil eöa jafnvel rauösokkutímabil. Á þessum tíma, eða upp úr 1970, var stefnan sú aö vekja upp handverk kvenna og efnisval hennar var í takti viö þaö. Eftir nokkurt hlé frá störfum kom svo hjá Önnu Þóru tímabil þar sem hún stundaði eins konar tilraunir. Hún komst yfir ofin bönd, notaði þau sem ívaf og óf úr þeim utan um ullar- vöndla í vefstól. Útkoman varö nokk- uö sérstæöir skúlptúrar, misstórir, sem líkjast einna helst bögglum. Falleg, mjúkform, ullarfylltog bústin. Og litirnir aöeins náttúrulitir, hvítt, grátt, mórautt. Eftir þessar tilraunir losaði hún sig viö heföbundnar aö- ferðir og sagöi reyndar alveg skiliö við vefstólinn. Aöferöir Anna Þóra hefur valiö sér heldur sjaldgæfan miöil, ullarkembur. Hér áöur voru ullarflókar helst notaöir sem dýnur á hestbakið undir hnakka og söðla. En kembur Önnu Þóru eru notaðar á annan veg. Hún kaupir þær í ullarverksmiðjum, þæfir og litar þær meö sterkum litum úr kemiskum efnum og vinnur síöan úr þeim. í fyrstu kembdi hún ullina sjálf en þótti þaö of tímafrekt, enda ódýrt aö kaupa hana unna í flötum, breiöum HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.