Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 36
fanga um efni annars staðar. Skinn- fatnaður þeirra er mjög sérstakur og hefur grænlenski búningurinn þró- ast í það að verða hreinasta gersemi, einkum sparibúningur kvenna. í vinnslu hans leynast óteljandi nál- spor sem eiga að vera handunnin, hvort sem saumað er saman skinn og það skreytt útsaumi eða gerður er hinn margflókni perluútsaumur, sem prýðir ermar og breiðan kraga bún- ingsins. Listmunir þeirra flestir bera keim af menningarheimi þeirra og lífsháttum. Sem dæmi um slíkt eru 3 fagurlega skornir steinar: kléberg, sem notað er í litlar höggmyndir. Steinninn er algengastur Ijósgrár að lit, en hann er einnig til grænn, bæði Ijós og dökkur. Hvalbein er mjög vin- sæll efniviður til að skera úr, einnig hvaltennur og hákarlstennur og jafn- vel bein úr rostungshaus. Og í viss- um landshlutum hafa hreindýrshorn verið mikið notuð. Óhætt er að segja að menn hafa nýtt sér vel það sem til féll, skinn, bein, tennur, rekavið og steina. Hefðin sem Grænlendingar hafa skapað sér í skreytingum stend- ur föstum fótum í menningu þeirra, s.s. fornminjum eða þjóðsögum, sem þeir eiga ógrynni af. Listmunir Heimildir segja frá notkun Græn- lendinga á verndargripum, sem þeir báru oftast um hálsinn. Þetta voru litlir hlutir og þeir elstu taldir vera frá Dorset-tímanum um árið 1000. Þetta eru útskorin, lítil dýr, eins og ísbjörn gerður úr rostungstönn. Litlir hlutir til að hengja um hálsinn eru enn þekkt- ir hjá Grænlendingum, en þjóna nú á tímum helst þeim tilgangi að vera hálsskraut. ísbirnir, Eskimóar, Græn- landskort haganlega skorið úr beini eða steypt úr silfri eru vinsælir gripir falir ferðamönnum. Skartgripir ýmiss konar úr beini eru oft sérlega fallegir, bæði armbönd og hálsfestar. Græn- lendingar eiga sína snillinga í gerð gripa af þessu tagi og þeir nota ekki síst sjálfir þessa skartgripi. HUGUR OG HÖND neyti. Afkomendur þessara frum- byggja urðu margir og bjuggu á suð- ur- og vesturlandinu í nærfellt 500 ár. Minjar sem hafa fundist frá þessu fólki og afkomendum þess eru helst húsarústir og nytjahlutir, svo sem matarskálar, lýsislampar úr klébergi og ofinn fatnaður. Flíkurnar eru eins og tískan var í Evrópu á I4. og I5. öld og hafa varðveist betur en annars staðar vegnafrostsins í jörðu. Norsk- ur prestur, Hans Egede, kom til landsins 1721 til að leita að norræn- um mönnum sem engir fundust. Hann hitti fyrir Eskimóa og starfaði við kristniboð meðal þeirra á vestur- ströndinni. Egede settist endanlega að þar sem nú er höfuðborg Græn- lands, Nuuk. í kjölfar bólfestu Hans Egede og fjölskyldu hans kom sú staða sem enn er þar: Grænlensk heimastjórn undir danska ríkinu, en í landinu eru Grænlendingar rúmlega 40 þúsund en danskir íbúar um 10 þúsund. Áhrifin Ljóst er þegar þetta allt er skoðað að Grænlendingar eiga sér mjög sér- staka menningarsögu. Þessa sögu verður að hafa í huga þegar skoðaðir eru listmunir þeirra og hefðbundnar hannyrðir, sem um margt er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast í hinum vestræna heimi. Einnig verð- ur að líta á það að efniviður til úr- vinnslu gripa, bæði nytjahluta og list- muna, var af skornum skammti. Landið er mjög einangrað meiri hluta ársins, svo að oft var ógerlegt að leita 4

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.