Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 40

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 40
byrjað á nokkurri vinnslu úr ullinni. Þó tók ég ofan af 20 kg í fyrra og sendi í lopa. Álafoss vann þetta í lítilli lopavél sem til er í verksmiðjunni. Því eru nú í eigu minni 15 kg af þellopa úr íslenskri, óblandaðri, fannhvítri ull og ég bíð eftir tækifæri til að vinna úr honum. Spunavél og prjónavél, frá þeim tíma að ull var unnin á hverju sveitaheimili, er til staðar. Það sem mig vantar er lítilsháttar fjármagn til að byrja og aðstoð við markaðssetn- ingu. Ég hef trú á því að vörur úr þeli séu ekki síðri heilsufatnaður en úr angóruull og ef vel er á haldið trúi ég ekki ööru en búa megi til dýrindis tískuvörur úr íslensku ullinni. Eigin- lega finnst mér mál til komið að ullin okkar fái uppreisn og verði aftur við- urkennd sem gott hráefni. Sigrún Björgvinsdóttir, Egilsstöðum Mislit ull til handiðnaðar. Breytt hugarfar ullarframleiðenda í Húnaþingi Mikiö hefur verið rætt og ritað um ís- lensku ullina á liðnum árum og einn- ig ullariðnað á íslandi. Lítillar bjart- sýni hefur gætt í þeirri umræðu. Mikl- ar vonir voru bundnar við saumastof- ur sem stofnaðar voru víðs vegar um land á áttunda áratugnum og veittu dreifbýlisfólki umtalsverða atvinnu. Þær eru nú flestar lokaðar og margar munu ekki hefja framleiðslu framar. Ullariðnaðurinn hér á landi hefur þannig á síðustu árum verið á hendi eins konar stóriðju, hjá Álafossi hf, en fyrirtækið á í verulegum fjárhags- erfiðleikum. Því er ekki að vænta mikillar nýbreytni úr þeirri átt. í Vestur-Húnavatnssýslu hafa sauðfjárbændur bryddað upp á nýj- um hugmyndum í meðhöndlun ullar. Að áeggjan Átaksverkefnis Vestur- Húnvetninga, sem er eins konar at- vinnuráðgjöf, söfnuðu nokkrir bænd- ur, haustið 1989, nokkru af haustrú- inni ull til markaðssetningar. Ein- göngu var valin úrvalsull og meiri hluti mislit. Var þess vandlega gætt að ekki væri heymor eða önnur föst óhreinindi komin í ullina né skemmd- ir af húsavist. Smávegis var selt til Kanada af óþveginni ull, en til þess þurfti leyfi heilbrigðisyfirvalda. Mest af ullinni var þvegið í prjónastofunni Drífu á Hvammstanga í mildri sápu og var þess gætt að ullin tættist ekki í sund- ur né þófnaði. Þannig þvegin er ullin vel meðfærileg til hvers konar úr- vinnslu, ofanaftektar, kembingar o.fl. Ullin var síðan seld bæði til Kanada og til aðila innanlands. Fyrir þvegna ull hefur fengist mjög viðunandi verð og sérlega fyrir mislita ull. Þvotta- kostnaður hefur verið hóflegur en ull- in léttist um 30% í þvotti. Ávinningur sauðfjárbænda er verulegur, því að á hefðbundnum markaði er t.d. verð á svartri ull kr. 46 fyrir hvert kg og fyrir mórauða og gráa ull fást kr. 66 fyrir kg. Góð mislit þvegin ull gæti þannig fimm- til átt- faldast í verði. Þó verður að árétta að aðeins lítill hluti ullar mun geta fallið undir þá skilgreiningu að teljast úrvalsull. í viðræðum við handiðnaðarfólk hefur komið fram að þvegin ull hefur í reynd ekki verið á almennum mark- aði. Helst hefur orðið að ganga bón- arveg að framleiðendum til að nálg- ast ullina. í stóru ullarþvottastöðvun- um er meðhöndlunin ekki aö óskum handiðnaðarins, ullin tætt og togið slitið og einnig er hún þvegin úr of sterkum þvottaefnum. Nú í haust kom nokkur hópur bænda saman í héraðinu og ákváðu þeir að hefja markvissa söfnun á haustull og koma henni í markaðs- hæft form, þvo hana og pakka í sölu- pakkningar. Búa á til litakort fyrir mis- lita ull, þannig að kaupendur geti val- iö sauðaliti eftir númerum. Einnig kemur til greina að bjóða þel og tog í söluumbúðum. Þá er í athugun í héraðinu sá möguleiki að framleiða handiðnaðarband sem byggði sér- stöðu sína á ullargæöum, sauðalit- um og mildum þvotti. Það er mat fjölmargra að íslenska ullin sé eitt besta handiðnaðarhrá- efni sem völ er á. Þegar svo bætist við hið sérstaka litróf hennar hljóta allir að sjá að þarna höfum við í hönd- um afar sérstætt hráefni. En hráefni er lítils virði ef fagmaðurinn hirðir ekki um gæði þess. Vel má sjá fyrir sér að upp kunni að koma vinnustaö- ir þar sem úrvalsull í litskrúði sínu er uppistaðan í ýmiss konar listiðnaði. Þá er ullin líka afar hentugt hráefni fyrir vinnustaði eldra fólks. Til að hefja ullina aftur til vegs og virðingar þurfa bæði framleiðendur ullar, sauðfjárbændurnir, og söluaðil- ar að taka höndum saman, því að enginn hlekkur framleiöslunnar má bregðast. Þá munu aðrir sækjast eft- ir ullinni til hvers kyns úrvinnslu. Því skal sækja fram. Karl Sigurgeirsson, verkefnisstjóri ÁTVH Heimilisiðnaður með ull Undanfarna mánuði hefur smám saman verið að koma fram aukinn áhugi á því að efla heimilisiðnað með ull hér á Suðurlandi. Ástæðurnar eru kannski fyrst og fremst þær að ullar- iðnaður stendur höllum fæti í landinu og íslenska ullin fær ekki notið sín sem skyldi. Ennfremur hefur því ver- ið haldið fram að til sveita sé nú tölu- vert dulið atvinnuleysi, aðallega meðal kvenna. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Búnaðarsamband Suðurlands og iðnráðgjafi Suður- lands hafa sýnt því áhuga að taka þátt í og styrkja verkefni sem myndi miða að því að rannsaka grundvöll þess að nýta hluta af ullinni heima í sveitum í heimilisiðnaði. Tilgangur- inn væri fyrst og fremst að skapa störf við ullarvinnslu og að nýta bestu ullina í vandað handverk, s.s. spunn- ið band, prjón, vefnað o. fl. Á þessu stigi málsins er undirbún- ingsvinna ennþá í gangi og verið að tengja saman aðila sem gætu starf- að í sameiningu aö því að vinna svona verkefni. Leita þarf hag- kvæmra vinnsluleiða og athuga möguleika á að nýta smávélar eða tæki að einhverju leyti við ullar- vinnslu. Jafnframt þarf að þróa afurð- ir sem myndu henta til vinnslu í heim- ilisiðnaði þeim sem hér er rætt um. Áhersla er lögð á að leggja traust- an grunn að starfseminni áður en ráðist er í víðtækari verkefni. Það leynir sér ekki að fólk almennt hefur áhugaáeflingu heimilisiðnaðar úr ull og flestir eru sammála að ekki veiti af að nýta ullina okkar betur en nú er. Hins vegar vantar fólk leiðbeiningar og örvun til að koma sér af stað. Undirrituð er í hálfu starfi hjá RALA núna við að vinna að þessum mál- um. Það er mikilvægt, á þessu stigi málsins, að komast það vel af stað að hægt sé að fara fram á áframhald- andi vinnu að þessum málum. Þar er við ramman reip að draga og ekki alltaf mikill skilningur á eðli málsins. Hins vegar hlýtur það að teljast spor í rétta átt að einhverju fjármagni skuli varið til þessara mála. Helga Thoroddsen, Selfossi 40 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.