Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 31
Kristínar Guðbrandsdóttur biskups Þor-
lákssonar; hafði Jón verið skólameistari í
Skálholti frá 1632 þar til hann fékk Vatns-
fjörð árið sem hann kvæntist Hólmfríði.
Séra Jón var lærdómsmaður og skáld,
en lítill búhöldur, enda heilsuveill, og
mun Hólmfríður, sem sögð var dugnað-
arkona, hafa haft með höndum bústjórn
í Vatnsfirði. Prófastshjónin eignuðust tólf
börn á tuttugu árum, og var Ragnheiður
yngri sjötta af níu sem upp komust. Hin
voru þessi: Magnús í Vigur, faðir Þor-
bjargar, konu Páls lögmanns Vídalín og
móður Hólmfríðar Pálsdóttur; Helga er
átti sem seinni mann séra Þorstein
Geirsson í Laufási; Ragnheiður eldri,
kona Torfa sýslumanns í Flatey Jónsson-
ar; séra Guðbrandur er varð prófastur í
Vatnsfirði eftir föður sinn; séra Sigurður,
prestur í Holti í Önundarfirði; Oddur, faðir
Guðrúnar, móður Gísla biskups Magnús-
sonar; Anna er giftist séra Ólafi Þor-
8
varðssyni á Breiðabólstað í Vesturhópi;
og Ari bóndi að Sökku í Svarfaðardal, er
gaf Laufáskirkju altarisdúkinn med brún
sem fyrr var frá sagt, faðir Hólmfríðar er
átti Þorlák stúdent Markússon í Gröf.
Er Hólmfríður Sigurðardóttir og séra
6. Trafaöskjur Ragnheiðar Jónsdótt-
ur, útskornar og málaðar, með
fangamarki hennarog ártalinu 1677.
Þær eru tvímælalaust unnar af Guð-
mundi smið Guðmundssyni í
Bjarnastaðahlíð. Þjms. 3500. Ljós-
mynd: Halldóra Ásgeirsdóttir.
7. Minningartafla um Gísla biskup
Þorláksson (f. 1631, d. 1684) og frúr
hans (sjá 1. mynd), máluð í Kaup-
mannahöfn veturinn 1684-1685
samkvæmt skriflegri pöntun og ná-
kvæmri fyrirsögn Ragnheiðar bisk-
upsekkju. Málverkið hékk lengi í
dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal, en
er nú í Þjóðminjasafni íslands.
Stærð 154,5x125 cm. Þjms. 3111.
Ljósmynd: Þjóðskjalasafn íslands.
8. Blaðsíða í íslensku sjónabókar-
handriti frá 17. öld sem telja má víst
að verið hafi í eigu Ragnheiðar Jóns-
dóttur. Þar er meðal annars teiknað
samandregið fangamark Ragnheið-
ar, R I D, sbr 2. mynd, bakhlið 5000
kr. peningaseðilsins íslenska, þar
sem sama fangamark er sýnt saum-
að með pellsaumi. Stærð blaðsíðu
18,5x15 cm. Þjms. 1105, fol. 20 r.
Ljósmynd: Halldóra Ásgeirsdóttir.
HUGUR OG HÖND
31