Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 19

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 19
aðarkonan Magga Karlsen óf. í höf- uðborginni Nuuk á hún verk og víða erlendis. Og mitt í öllum stórverkefn- um sínum lætur hún eftir sér að búa til eyrnalokka úr beini og horni með smáum perlum til skreytingar. Hún hefur ekki heldur látið sitt eftir liggja með sýningarhald, á margar sýning- ar að baki, m. a. í Lettlandi, Dan- mörku, Þýskalandi, Reykjavíkog víð- ar. Eiginmaður Öku, Ivars Silis, er þekktur Ijósmyndari og myndir hans hafa verið birtar í heimsþekktum tímaritum eins og National Geo- graphic Magazine og Stern. Hann het'ur kynnt sér lifnaðarhætti Græn- lendinga til fullnustu og tekið þátt í veiðiferðum af ýmsu tagi upp á gamla móðinn auk þess sem hann hefur lært hjá Inúítunum að leika listir sínar á kajak og aka hundasleða upp á eigin spýtur. Bókina Nanok ritaði hann um ferðir sínar á rostungs- og ísbjarnarslóðir og segir þar frá veiði- ferðum og ýmsu sögulegu. Ofar í húsaþyrpingunni uppi í hlíðinni er eitt hús sem sker sig úr, umgirt 3 smáhýsum. Þau eru máluð í sömu lit- um og húsið, gul og hvít og milli þeirra eru snúrur með þvotti — eins og reyndar við fjölmörg hús í bænum — og aðrar snúrur með röðum af fiski sem kirfilega hangir til þerris á sporð- inum. Hér ræður húsum alþýðulista- maðurinn Emil Petersen, fæddur ár- ið 1922. Hann hefur skapað sér HUGUR OG HÖND vinnuaðstöðu í einum skúrnum á lóð sinni. Vinnustofan er aðeins rúmir 6 fermetrar, en hún nægir honum til að smíða litlar eftirlíkingar af kajökum og vopnum sem notuð voru við veið- ar, sem og að gera klébergsmyndir af ýmsutagi. Emilerhugmyndaríkurog fer ekki troðnar slóðir í verkefnavali sínu. Skúlptúrarnir sem hann vinnur úr steini eru af ýmsu tagi: hunda- sleði, selir, rostungar, fugl með egg eða fuglar úr ævintýrum, og sérstaka athygli vekur skúlptúr með mismun- andi myndum á fjórum hliðum: ís- björnum, selum, hvölum og mönn- um. Emil hefur unun af að segja frá. Steinninn sem hann notar er sóttur í hálendið við Frederiksháb og Jak- obshavn, því að í nágrenni Qaqortoq er kléberg ekki til. Og þar sem steinn- inn er mjög misharður verður að laga myndina sem gerð er úr honum að efninu. En sé steinn mjög gljúpur er hætta á að molni úr honum eða

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.