Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 42
Leikbrúðugerð og
brúðuleikhús
Grunnskólaverkefni
Notkun — gagnsemi
Gerð leikbrúða og notkun brúðuleik-
húss verður æ vinsælli í grunnskól-
um. Þarkemurmargttil,svosemþað
að þessi námsaðferð getur snert
margar námsgreinar grunnskólans,
t.d. móðurmál, tónmennt og mynd-
og handmennt.
Sem námsgagn getur leikbrúða
verið ómetanleg, ef rétt er á haldið.
Hægt er að láta leikbrúðuna segja
frá og útskýra ýmislegt á einfaldan
og áhrifamikinn hátt. Athygli nem-
enda beinist að brúðunni og þeir taka
vel eftir hvað hún segir og hvernig
hún hreyfir sig. Mörg börn eru feimin
að eðlisfari og það getur verið erfitt
við upphaf skólagöngu að fá þau til
að tjá sig og um leið að virkja þau til
samstarfs. Kennarinn notar auðvitað
ýmsar aðferðir til að ná góðu sam-
bandi við nemendur sína og ein sú
besta er að nota leikbrúðu í þessu
skyni. Við skólabyrjun er til dæmis
hægt að setja leikbrúðuna í það hlut-
verk að hún sé líka að byrja í skólan-
um og lendi í því að þurfa að leysa
sömu vandamál og viðfangsefni og
börnin sjálf. Þau fá það hlutverk að
hughreysta leikbrúðuna og finna
með henni leiðir til að leysa ýmis
vandamál sem þau lenda sjálf í dag-
lega. Með því gætu þau losað sig við
óánægju og innibyrgðar áhyggjur og
kvíða. Kennarinn getur haft sérstaka
bekkjarbrúöu sem hann notar í þess-
um tilgangi. Best er að hafa sem
minnst tilstand og fyrirhöfn þegar
bekkjarbrúðan er notuð, sjátil að hún
komi oft við sögu og verði vinur barn-
anna.
Þá má nefna að leikbrúðan getur á
margvíslegan hátt hjálpað nemend-
um í námi og skapandi starfi. Með því
að dyljast á bak við brúðuna og láta
hana tala og tjá sig getur nemandinn
eflt sjálfstraust sitt, hann fær
ánægjuleg tækifæri til að segja frá,
syngja, leika og þjálfa sig í að tala
skýrt og greinilega.
Þegar börn búa til leikbrúðu verð-
ur hún þeim mikils virði og þau vilja
gjarnan nota hana til að tjá sig með.
Leikbrúðan skipar þannig öðruvísi
sess en margt annað sem þau búa til
en leggja fljótlega frá sér og gleyma.
Eigin leikbrúða í höndum barns er á
vissan hátt eins og hluti af því sjálfu.
Barnið Ijær henni hugsun, hreyfingu
og mál, hún verður þannig „ég“ í
huga þess, mennsk vera fremur en
leikbrúða. Leikbrúðan gefur barninu
tækifæri til að koma ýmsu á framfæri
sem það tjáir síður í eigin persónu. í
samtölum við börnin er leikbrúöan
því prýðis-kennslutæki, börnin eru
mjög ófeimin og fús að ræða við
brúðuna, fræða hana og skemmta
henni. Þegar þau eru að leika með
brúðunni finna þau til yfirburða, leik-
brúðan er lítil en þau eru stór.
Leikbrúðurnar má nota einar sér
og þær geta verið brúður sem ætlað
er ákveðið hlutverk í leikriti. Ef setja
á upp ákveðinn leikbrúðuþátt þarf að
hyggja að mörgu. Það þarf að velja
eða semja samtalsþátt eða leikrit,
ákveða gervi persónanna, velja eða
semja tónlist, búa til leiksvið eða leik-
umgjörð, æfa og samhæfa texta og
tónlist o.s.frv. Vinna við þetta verkef ni
getur verið einstaklingsvinna, tveir,
þrír eða fleiri geta unnið að því og
öðlast þannig fjölbreytta félagslega
reynslu og þjálfun. Af framansögðu
er það Ijóst að nemendur kynnast
ýmsu og hljóta margvíslega þjálfun
ef þeir eru þátttakendur í starfi sem
þessu.
Nokkrir tugir kennara hafa farið á
námskeið þar sem fjallað var um leik-
brúðugerð, notkun leikbrúða í skóla-
starfi og uppfærslu á leikbrúðuþátt-
um.
Brúðugerðir
Þá er komið að afar mikilvægu atriði
en það er sjálf brúðugerðin. Þar er
komið að þjálfun í því að skapa, gera
eigin brúðu. Það er auðvitað hægt að
búa til leikbrúður með ýmsu móti,
þær geta verið afar einfaldar, svo ein-
faldar að jafnvel 5-6 ára börn geta bú-
ið þær til. En sumar leikbrúður, eins
og til dæmis strengjabrúður, geta
verið flóknar að allri gerð og það
kostað töluverða þjálfun að stjórna
þeim svo vel sé. Við brúðugerðina er
beitt mismunandi efnum og tækni.
Það er teiknað og málað, klippt og
límt, smíðað, saumað og prjónað,
heklað og ofið. Það er einmitt þess
vegna að umfjöllun um þetta efni er
hér, í glímu við viðfangsefnið er lík-
42
HUGUR OG HÖND