Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 9
stæöi Þjóðminjasafnsins úr vand- legri viðgerð og varpa nú nýmálaðar og gylltar myndirnar Ijóma fram í kirkjuna og árétta enn glæsileika hennar og hátíðlegan svip. Laugarneskirkja er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, og ber svipmót verka hans. Hún er vígð árið 1949. Að utan er hún þakin gráleitum steinsalla en að inn- an máluð. Aðallitur er Ijósleitur með örlítið gráum tón. Allt tréverk, bekkir, altari og predikunarstóll, er úr Ijósri eik. í gólfi er svartur steinn en föl- grænn dregill eftir gólfinu endilöngu. Yfir altari er einfaldur trékross úr Ijósri eik. Það er hátt til lofts og í lofti er skrautmálning eftir Grétu Björns- son, eina skraut kirkjunnar fyrir utan litaða glerglugga sem eru mjög ein- faldir í litum og gerð. í kirkjunni er kyrrlátt andrúmsloft og allt yfirbragð hennar að utan og innan látlaust og rósamlegt. Þegar undirrituð fékk það verkefni að teikna hátíðahökul fyrir Hólakirkju snemma á árinu 1989 og síðan messuhökul fyrir Laugarneskirkju á árinu 1990 þá fannst mér vandinn vera allnokkur. Af lýsingunni á kirkj- unum tveimur má sjá hve ólíkar þær eru. Sögulega eru á milli þeirra 200 ár. Sumir gripir í Hólakirkju tilheyra jafnvel annarri trúarlegri hugsun, katólsku. Síðbarokk er stíleinkenni kirkjunnar sjálfrar. Laugameskirkja er nútímakirkja þó að sjá megi í upp- teygðum formum hennar gotneskan skyldleika, en allur búnaður hennar er í samræmi við hugmyndir lúters- trúar um látleysi. Ég fékk í upphafi loforð um sam- vinnu frá Sigríði Halldórsdóttur sem hafði þá nýlega sett upp vefstofu sem hún kallar Armríki í Þingholtsstræti í Reykjavík. Þessi samvinna hefur verið, séð frá mínum bæjardyrum, ákaflega lærdómsrík. Ég hafði frjáls- ar hendur í teiknivinnunni í trausti þess að Sigríður útfærði síðan teikn- inguna í vefinn og leysti öll þau vandamál sem upp kynnu að koma þannig að teikningu væri fylgt á sem nákvæmastan hátt. Þetta brást ekki. Við unnum náið saman og teljum báðar að samstarf af þessu tagi sé góður skóli. Teikningin af hökli í Hólakirkju er einföld. Með einfaldleikanum er leit- ast við að halda forminu á höklinum aðskildu frá skrauti í kringum altari en jafnframt að litir og svipur hökuls samræmist því sem í kirkjunni er. Á bakhlið hökuls er einfalt krossform 4 4. Messuhökull fyrir Laugarnes- kirkju í Reykjavík, tilbúinn til afhend- ingar. Bak- og framhlið. 5. Hluti af bakhlið messuhökuls fyrir Laugarneskirkju. Ljósmyndir: Áslaug Sverrisdóttir. 5 HUGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.