Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 11
Heimilisiðnaðarskólinn og skólastjórinn Viðtal við Birnu Kristjánsdóttur skólastjóra Birna Kristjánsdóttir er starf- andi myndlistarmaður í Reykja- vík en er auk þess í hálfu starfi sem skólastjóri Heimilisiðnað- arskólans að Laufásvegi 2. í janúar 1989 kom hún heim eftir 7 ára dvöl í Bandaríkjunum en á þeim tíma lauk hún B.F.A. (Bachelor of Fine Arts) gráðu við listadeild lowa-háskóla og M.F.A. (Master of Fine Arts) gráðu við California College of Arts and Crafts. Samhliða sjálfstæðri sköpun sinn- irþú skólastjórastarfi við Heimilisiðn- aðarskólann. Hvað er að gerast inn- an veggja skólans? Skólinn hefur sett sér ákveðin markmið sem móta stefnu hans og starf. Þarfer í fyrsta lagi fram kennsla í greinum sem tengjast íslenskri menningu og þjóðlegum hefðum, t.d. í tóvinnu, útskurði, baldýringu og þjóðbúningasaumi. í öðru lagi er unnið að endurnýjun þessara hefða. Það þarf að brúa kynslóðabilið og leyfa sköpunargleði nútímans að virkja þær aðferðir sem fyrir eru. í þriðja lagi verður að sinna þætti ný- sköpunar, skapa rúm fyrir nýjungar innan þess ramma sem við vinnum í, þ.e. handmennta- og verkgreina. í fjórða lagi er um að ræða markmið endurmenntunar og fullorðins- fræðslu. Nú hefur skólinn verið rekinn af Heimilisiðnaðarfélaginu frá 1979. Hafa orðið einhverjar breytingar á þessum árum? Ég er nú varla fær um að segja margt um árin áður en ég tók við starfinu, en skólanefndin og ég höf- um farið í saumana á okkar málum síðan ég tók við í ágúst í fyrra. Sumu var hægt að breyta bara með því að tala við þá sem með okkur starfa en svo er líka ýmislegt sem ekkert er hægt að eiga við í nánustu framtíð vegna peningaleysis. Breytingar innan skólans eru margjDættar, en allar eiga þær að HUGUR OG HÖND stuðla að öflugu og gefandi sam- starfi. Síðastliðið ár var unnið að kennsluáætlunum og fjallað um æskilega tímalengd námskeiða, bæði með tilliti til kennsluefnis og kostnaðar, og um vandamál í kennslu þegar byrjendur og lengra komnir sitja saman í bekk. Þetta eru dæmi um vandamál sem skóla- nefndin ræddi og tók afstöðu til. Sumir áfangar gátu staðið óbreyttir en í nokkrum greinum varð að brjóta upp formið og endurskipuleggja námskeið sem eru sérstaklega fyrir byrjendur. Niðurstöður þessara breytinga er hægt að sjá i bæklingi skólans sem kom út í haust. Annað sem kom út úr samstarfinu við skóla- nefnd er kannski ekki jafn-áþreifan- legt en þó ekki síður mikilvægt, það er að segja samkomulag um for- gangsröð framtíðarverkefna. Ekki þýðir að æða áfram í blindni þegar markmiðin eru mörg eins og hjá Heimilisiðnaðarskólanum. Hvaða verkefni finnst þér vera mest aðkallandi? Það sem skólinn þarf er fyrst og fremst kynning sem nær til sem flestra. Það þarf að ná til almenn- ings, fullorðinna og barna, sem og nema annarra skólastofnana. Til að geta kynnt skólann þarf bæði fólk og peninga. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fá allt gefins eða fara fram á ómælda vinnu hjá sjálfboðaliðum. Mynd skólans út á við skiptir miklu hvað varðar aðsókn og það þarf að komast til skila að hér er starfað í takt við tímann, þó að námskeiðin takist á við það þjóðlega og hefðbundna. Ef peningaleysi væri ekki fyrir- staða þá vildi ég helst geta fastráðið eins og fimm kennara. Eins og mál- um er háttað sinna flestir kennarar öðrum störfum og er því allt skipulag meira og minna háð stundaskrá ann- arra stofnana. Það þarf að vera hægt að fara út á land til fólksins sem er kannski enn í meira sambandi við hráefnið. Annað sem er ofarlega á lista hjá mér er að gera kennaranem- um á handavinnu- eða smíðasviði í Kennaraháskólanum kleift að taka allar þær greinar í vali sem Heimilis- iðnaðarskólinn býður upp á en eru ekki í boði hjá Kennaraháskólanum. Mér er engin samkeppni í huga, þar sem Heimilisiðnaðarskólinn útskrifar engan með gráðu, en mér er í mun að faglært fólk kenni þessar þjóðlegu hefðir í framtíðinni. Hvernig er að skipta sér milli sköp- unar og skipulags? Það þarf ekkert frekar að líta á það sem skiptingu. Til að geta sinnt myndlistinni þurfa flestir að vera nokkuð skipulagðir, ekki síst konur sem sinna mörgum hlutverkum alla daga. Vinnan fyrir utan vinnustofuna er mér líka holl upp að vissu marki, virkarhvetjandi. Ég kemsttil aðsinna listinni flesta daga en mér gengur misvel. Það eru átök þar alveg eins og annars staðar. Ég finn mig knúna til að vinna með „púlsinn" úr dag- lega lífinu, skrásetja tilfinningar allt frá yfirgnæfandi tómi til æpandi óréttlætis. Það er bara byrjunin, því öll vinnan stefnir að ákveðnu marki og í því felst jafnvægi sem ekki kemur af sjálfu sér. í listinni jafnt og í stjórn- uninni þarf alltaf að vera að taka ákvarðanir. Ákvarðanir um forgangs- röð og mikilvægi sem verða erfiðari og snúnari með vaxandi kröfum og metnaði. Þú hefur haldið sýningar hér heima, er það ekki? Geturðu sagt eitthvað ístuttu máli um verkin þín og reynsluna af því að sýna hér? Jú, ég sýndi fyrst 1987 í FÍM-saln- um og svo aftur í nóvember í fyrra í Ásmundarsal. Þegar ég sýndi i fyrra skiptið fannst mér óþægilegt að vera eins og ættlaus íslendingur. Ég hafði byrj- að skipulagt listnám í Bandaríkjun- um og enginn vissi um mig eða af mér hér heima. Vestan hafs vann ég upphaflega í textíl sem þróaðist út í málverk með blandaðri tækni. Mér fannst visst líf í textílfletinum sem ég vildi fá inn í málverkið. í upp- 11

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.