Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 33

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 33
svo og vandaðir danskir altarisstjakar úr tini með ágröfnum fangamörkum og skjaldarmerkjum þeirra hjóna, sem gefn- ir voru kirkjunni á Grenjaðarstað 1715, hafi einnig verið hluti af þeim nýju orna- mentum sem prýddu Grafarkirkju í tíð þeirra. í Þjóðminjasafni hafa varðveist fjórir búshlutir úr einkaeign Ragnheiðar, allir með fangamarki hennar eða upphafs- stöfum. Eru það trafaöskjur frá 1677 (6. mynd), stóll (sjá 2. mynd) með kistusæti og tvær fatakistur, stór og lítil, sú stærri frá 1680, allt vandaðir smíðisgripir. Þrír fyrsttöldu gripirnir eru með líku yfir- bragði, útskornir og tvímælalaust eftir Guðmund smið í Bjarnastaðahlíð. Minni kistan, spónlögð, er ,,með útlendum svip, en gæti þó verið eftir Guðmund ... gerð handa Ragnheiði Jónsdóttur biskupsfrú á Hólum.“ Að Gísla biskupi látnum setti Ragn- heiður biskupsekkja honum veglega minningartöflu í Hólakirkju (7. mynd). Strax um haustið 1684 skrifaði hún Jens Hansen, dönskum kaupmanni á Hofsósi, og bað hann að annast fyrir sig það er- indi í Kaupmannahöfn um veturinn að láta mála mynd með ,,Controfeyer“ sál- ugs herra biskupsins og eiginkvenna hans þriggja, þ. e. beggja fyrri kvenna hans, Gróu Þorleifsdóttur (d. 1660) og Ingibjargar Benediktsdóttur (d. 1673), sem og hennar sjálfrar. Lét hún fylgja fjórar litlar myndir til eftirsjónar. Kom mál- verkið til landsins ári síðar, 1685, og var fest upp í kór dómkirkjunnar. Sama ár fluttist Ragnheiður að Gröf á Höfðaströnd, en þájörð hafði biskup átt sem fyrr segir. Bjó hún þar rausnarbúi til dauðadags með þeirri undantekningu þó, að 1696 um haustið giftist hún Einari Þorsteinssyni Hólabiskupi. Var brúðkaup þeirra haldið ,,með stórri viðhöfn“ á Hól- um að viðstöddum mörgum göfugum mönnum. Hjónabandið stóð þó aðeins skamma hríð því að biskup lést innan mánaðar frá giftingu. Sat Ragnheiður á Hólum náðarár sitt, en hvarf síðan aftur að Gröf. Frá andláti og útför Ragnheiðar segir svo í Árbókum Espólíns við árið 1715: „...miðvikudaginn þridja í einmánadi, er var hinn 10di dagr aprílis, andadist frú Ragnheidr Jónsdóttir í Gröf, er hana skorti vetr á sjötugan, var lík hennar flutt til Hóla, ok grafit þar í kórnum, 4da eda 5ta í páskum, er var sumardagr hinn fyrsti, 15 dögum síðar.“ Efalítið hefur út- för Ragnheiðar verið gerð að hefðbundn- um hætti heldri manna á þessum tímum, og er að sjá sem veglegt erfi hafi verið drukkið eftir hana. í uppskrift á dánarbúi hennar í Gröf eru minnisgreinar þar sem meðal annars kemur fram umbun til lík- manna og þeirra sem að erfisdrykkjunni unnu, fatabúrsráðskonu, kokkastúlkna, starfsmanna í steikarahúsi og smápilta er þénuðu fyrir borðum. Einnig segir þar frá verðmætum gjöfum til fyrirmanna við þetta tækifæri; fékk Steinn biskup Jóns- son minnishorn ,,forsilfrad“ og grafið, látúnsbúna Ijóslykt og silfurkönnu, hús- trú Valgerður Jónsdóttir gylltan silfur- kross með víravirki og hvíta festi, dökkt silki og kvenskó með baldýruðu flaueli og egtavírsaum, og prófasturinn, Þorleif- ur Skaftason á Kálfsstöðum, svonefnt kýrauga, þ. e. silfurstaup, ásamt fleiru. Hannyröir Ragnheiöar biskupsfrúar í Þjóðminjasafni Islands er varð- veittur næsta fágætur gripur frá 17. öld, svonefnd sjónabók, handteikn- uð bók með uppdráttum eða út- rennslum, ætluðum til hannyrða. Eru eingöngu reitamunstur í bókinni, ým- ist með ferhyrndum eða tigullaga reitum. Víst má telja að Ragnheiður biskupsfrú hafi átt þessa bók. Bæði er að aftan á eitt blaðið er skrifað „siona bök Ragneydar Jons dotter," og fangamörk og stafir, ekki hvað síst óvenjuleg stafagerð á nokkrum stöð- um, benda eindregið til að svo sé (8. mynd). Heimildir um störf Ragnheiðar að hannyrðum er þó einkum að finna í vísitasíum og tengjast því fyrst og fremst kirkjuklæðum. Þegar hefur verið drepið á altarisbúnaðinn frá Laufási sem þau systkinin, Ari og Ragnheiður, lögðu til kirkjunnar þar 1694. Hann er allur úr hvitleitu hör- lérefti, og er efnið í dúknum heldur smágerðara en í klæðinu. Saumað er í hann með tvinnuðu ullarbandi í bláum, grænum, rauðum, fjólurauð- um og gulum litum. Altarisklæðið er saumað með skakkagliti að undan- skilinni áletruninni neðst, hún er með pellsaumi og glitsaumi (sjá 3. mynd), og eru pellsaumuðu stafirnir með sömu gerð og hið óvenjulega út- 9. Hluti af hoibeinsaumuðum bekká altarisdúknum frá Laufási. Breidd bekkjar 9 cm. Þjms. 4Q5. Ljósmynd: Halldóra Ásgeirsdóttir. 10. Hluti af krosssaumuðum bekk á altarisbrúninni frá Laufási. Breidd útsaums um 10 cm, sjá uppdrátt á bls. 45. Þjms. 405. Ljósmynd: Hall- dóra Ásgeirsdóttir. 11. Hluti af dúk (altarisdúk?) með fimm þverbekkjum saumuðum með gamla krosssaumnum. Frá Hólum í Hjaltadal. Kynni að vera dúkur sem Gísli biskup Þorláksson lagði til kirkjunnar og skráður er í vísitasíu frá 1685. Mislitt ullarband í hvítleitt hörléreft. Stærð dúksins alls 77,5x- 200 cm. Breidd bekkjar 12 cm. Þjms. 3451. Ljósmynd: Halldóra Ásgeirs- dóttir. HUGUR OG HOND 33

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.