Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 5
lengjum eöa plötum tilbúna til notk-
unar. Kemburnar mótar hún svo eöa
sníður til allt eftir því hvaöa form eru
æskileg í þaö og þaö skiptið. Anna
Þóra finnur stöðugt nýja möguleika.
Ullin er teygjanleg og sveigjanleg og
því nær endalaust hægt aö gera til-
raunir meö hana. Hana má t.d. nota
flata meö tilbrigöum eöa leggja hana
blauta yfir mót, þæfa hana og toga til
og ætla henni aö mynda form eftir
mótinu. Hana má einnig sníöa niður
og þræða litla búta upp á band eöa
vír, klippa hana svo til aö utan svo úr
veröi sívalningur, keiluform eöa eitt-
hvaö annaö. Og hana má jafnvel vax-
bera (eins og gert er á lín viö batik-
vinnu) og lita meö mismunandi litum,
meö öörum orðum, búa til myndir úr
ull (sjá 3. mynd). Þannig eru nýjustu
stóru verk Önnu Þóru gerö. Og alla
þá möguleika sem hér eru taldir og
enn fleiri hefur hún þrautreynt.
Hugmyndaauðgi
Hin stóru hangandi textílverk Önnu
Þóru eru ef til vill þaö sem fyrst vekur
athygli, en þegar betur er aö gætt eru
litlu hlutirnir, eins og hattaformaöar
bungur eöa jafnvel smáir skartgripir
ekki síður athyglisverðir. Skartgripi á
hún í fórum sínum allsérstæöa, bæöi
armbönd, hálsfestar, eyrnalokka og
nælur af ýmsum gerðum í skrautleg-
um litum. Þeir eru eins og allt hitt
geröir úr ull sem ýmist er troöiö inn í
plastpípur eöa þrædd á þráö eöa vír
eöa bara límd saman. Hatta hefur
Anna Þóra líka gert, bæöi stóra hatta
sem hylja vel höfuðið og pínu-hatta
sem festa skal á kollinn meö kambi,
ætlaðir sem samkvæmishattar.
Sumir þeirra eru eins og kostulegir
litlir skúlptúrar.
Anna Þóra höföar einatt í verkum
sínum til mýktar og sveigjanleika ull-
arinnar bæöi meö forminu sjálfu og
ef til vill ekki hvaö síst meö því aö
ætla sumum skúlptúrum sínum aö
vera hreyfanlegir aö hluta. Hiö mjúka
efni þrætt upp á þráö er t.d. mjög
sveigjanlegt og þá skemmtilegt aö
ætlast til þess aö þaö sé ókyrrt eöa á
iði. Þaö er ótrúlegt hvaö hún vinnur
úr ullarkembunni á marga vegu, hún
segir frá því aö hugmyndir sínar sum-
ar hverjar veröi til þegar hún þreifar
sig áfram til aö leita nýrra leiöa. Þaö
sé mjög spennandi aö leika sér meö
efnið. Oft veröi þá góöar og nothæfar
2
HUGUR'OG HÖND
5