Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 20
brotni, svo aö þetta er mikið vanda-
verk. Emil notar aðallega þjalir við
vinnu sína við steininn, mismunandi
grófar þjalir. Og hann handfjatlar
þær lipurlega, enda orðinn dús við
þær fyrir margt löngu, fór að fást við
steininn 1964 og vinnur með þjalirnar
alla daga síðan hann komst á eftir-
laun 1974 að afloknu löngu starfi við
útvarpsvirkjun.
Sumar steinmyndir sínar litar Emil
með feiti, ýmist brúnni eða svartri og
segir það nauðsynlegt til þess að
leggja áherslu á verkin, allt eftir gerð
þeirra og tegund.
Emil býr til litlar eftirlíkingar af ka-
jökum á sama hátt og þeir voru gerðir
áður: smíðar trégrind sem hann
strekkir rakað selskinn á. Og það
sem einna mesta athygli hefur vakið
af því sem hann býr til eru veiðiverk-
færi eða skutlar af mismunandi gerð-
um í smækkaðri mynd. Þeir eru mjög
seinunnir og þá fyrst og fremst vegna
þess að Emil er vandvirkur. Hann
notar á litlu skutlana trésköft, sívöl,
og á endunum eru oddar og krókar af
mismunandi gerðum allt eftir því
hvaða dýr átti að veiða: seli, hvali,
refi, ísbirni eða fugla. Endastykkin
eru telgd til úr hvalbeini, og Emil seg-
ir fjálgur frá því að hann útvegi sér
sjálfur efniviðinn með því að kafa nið-
ur á hafsbotn úti í firðinum fyrir utan
og sækja sér rifbein, eitt í einu, því að
hann viti um stað þar sem liggur vel
geymd beinagrind. „Og ég fer alls-
nakinn í sjóinn niður á I5 metra dýpi
og sæki þetta,“ segir hann, „því að
ég er lærður kafari og vanur.“ „Alls-
nakinn með súrefnisgeymi á bak-
inu?" spyr gesturinn. „Nei, nei, ég
kafa þarna án nokkurs útbúnaðar.
Það tekst ágætlega!"
Emil Petersen ber eins og margur
Grænlendingurinn danskt nafn, en
er þó grænlenskur í báðar ættir. En
hann á afkomendur í Danmörku og
verk hans hafa selst þangað sem og
til ýmissa annarra landa, því að út-
lendingum þykir varið í að heim-
sækja vinnustofu hans, sjá hann
vinna og eignast verk eftir hann.
Heimsókn til Grænlands kallar á
endurtekningu, því að ein vika í
20
HUGUR OG HÖND