Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 44
Heimilisiðnaðarsýning 1921
og tréskurður frá Harðbak
Fyrirtæpum 70árum, íjúní 1921, hélt
Heimilisiðnaðarfélag íslands stóra
sýningu á heimilisiðnaði í Reykjavík.
Sýningarmunir komu víðs vegar að
af landinu, frá fjölda einstaklinga.
Auglýsingarspjald fyrir sýninguna
málaði Guðmundur Thorsteinsson
(Muggur) og er það enn í eigu félags-
ins (því miður svolítið skemmt). Sýn-
ingarskráin er einnig til, en hana gaf
Tómás Helgason félaginu fyrir nokkr-
um árum. Þar eru skráð nöfn og
heimili allra sýnenda og hvaða hlut
eða hluti þeir sýndu. Einnig eru flest-
ir munirnir verðlagðir, því að þetta var
sölusýning. Má geta þess til gamans
að togsjal, eftir listakonuna Þórdísi
Egilsdóttur á ísafirði, var verðlagt á
75 krónur.
Sýningarmunum er skipt 18 flokka.
Þeir hétu: (1)Prjónavara. Svosem að
líkum lætur var langmest af henni,
m.a. 130 langsjöl og 22 þríhyrnur, (2)
Vefnaður, (3) Hvítsaumur, (4) Lit-
saumur og baldering, (5) Bast, tága,
hrosshársvinna, burstagerð o. fl., (6)
Skinnavinna, (7) Smíðar úr tré, beini
og málmi, (8) Bókband, pappírs-
vinna, leikföng. Alls voru skráð 1785
sýningarnúmer. Einnig voru sýnd
ýmiss konar áhöld til heimilisiðnaðar.
Þá var efni fyrir vefnað og tóvinnu til
sýnis og sölu, t.d. jurtalitað band.
Veittar voru viðurkenningar fyrir vel
gerða muni. Halldóra Bjarnadóttir
skrifar um sýninguna I Hlín þetta
sama ár og er harla ánægð með út-
komuna. Hún segir m.a.: „Það sýndi
sig Ijóslega á þessari sýningu, að
bæöi á heimilisiðnaðurinn marga
vini víðsvegar um land og að hann lif-
ir dágóðu lífi. Það voru engin dauða-
mörk á honum.“ Á sjötta þúsund
manns sóttu sýninguna, en íbúar í
Reykjavík munu þá hafa verið um
18.200, svo að þetta hefur þótt merk-
isviðburður í bæjarlífinu. Sýningin
hefur vafalaust verið mikil hvatning
fyrir allt það fólk sem fékkst við heim-
ilisiðnað, að fá tækifæri til að sýna og
selja vöru sína, ekki síst fyrir þá sem
hlutu viðurkenningarskjal fyrir fal-
lega og vel gerða muni.
Meðal þeirra sem hlutu viðurkenn-
ingarskjal frá Heimilisiðnaðarfélag-
inu var Sigurður Jónsson (1866-
1941), til heimilis að Harðbak á Mel-
rakkasléttu. Var það veitt fyrir útskor-
ið skrín. Talsvert er enn til af munum
eftir Sigurð, allt fremur smáir hlutir,
mikið útskornir (skreyttir). Má nefna
myndaramma af ýmsum stærðum
og gerðum, snældustól, spilastokk,
litla kommóðu, skatthol og nokkra
kistla. Hann notaði mjög fábrotin
verkfæri vrð útskurðinn, ekki annað
en sirkil og blýant til að koma útlínum
munstursins á efnið og nokkra hnífa
með stuttu blaði sem hann smíðaði
eða lagaði til sjálfur.
Ekki er Ijóst hvar eða hvort Sigurð-
ur hefur fengið tilsögn í tréskurði, en
einhverjar fyrirmyndir hlýtur hann að
hafa haft I byrjun, hluti, blöð eða
bækur. En á síðari árum var hann
aldrei með neinar fyrirmyndir og virt-
ist ótrúlega fljótur að laga munstrið
að þeim hlutum sem hann var að
skera hverju sinni. Að smíðunum
vann Sigurður í stopulum frístund-
um, en hann var vinnumaður alla
ævi.
Sterkt einkenni á þessum tré-
skurði eru þríhyrningar sem mynda
oft samfellt munstur, t.d. átta blaða
rósir eða bekki. Nú oröiö sést þessi
gerð útskurðar mjög sjaldan og
kannski var hún aldrei mjög útbreidd
hér á landi. í Noregi er hún vel þekkt
44
HUGUR OG HÖND