Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 17

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 17
vegir svotil eingöngu í bæjaþyrping- unum sjálfum og bifreiöar fáar. Meö talsvert löngu millibili eru nú á þess- um slóðum litlir, fallegir bæir, þar sem lágreist hús af smærri geröinni eru úr timbri og skemmtilega dreifð um landiö án þess aö kerfið sé of settlegt. í öörum bænum, sem heimsóttur var, Narsaq viö Eiríksfjörö, sem er af- ar fallegur bær meö um 2000 íbúum, er húsum haldið áberandi vel viö og þaö sem vakti athygli var hve vel litir og form áttu saman í heild. Þegar grennslast var fyrir um hverju þetta sætti kom í Ijós að listakona er höfö meö í ráöum þegar ný hús eru byggö. Hún starfar meö arkitektinum og leggur einkum á ráöin um litavalið. Dökkblátt og dökkrautt eru ríkjandi litir á grænlensku burstahúsunum al- mennt og þessir litir fara mjög vel viö gráleita klettana. Kistat Lund, mynd- listamaður sem býr í Narsaq, velur liti meö tilliti til heföbundins litavals og sér til þess aö hin djúpa ró, sem yfir- bragö bæjarins býr yfir, veröi ekki trufluð. Hér og þar er kryddað meö dökkgulum, karrígulum eöa hvítum lit á einu og einu húsi, en mjög al- gengt er aö gluggalistar og karmar séu hvítmálaöir. Rammi um þetta allt er svo gróðurinn, sem nærri ein- göngu er villtur gróöur eins og viö þekkjum hann, sóleyjar, fíflar, fjall- drapi, smávaxinn víöir, einir, eyrar- rós, bláklukkur, brönugrös o. fl. Sum- arið er mjög stutt, og ef landsmenn reyna aö rækta eitthvað á lóöum sín- um — sem er sjaldgæft — þá sá þeir valmúafræi og planta lúpínum. Heimsókn til listakonunnar opnaöi augu íslend- ingsins fyrir því, hve þjóölegir græn- lenskir listamenn eru. Myndefni og formgerð eru valin úr eigin umhverfi og litir að sjálfsögöu um leið. Kistat Lund, f. 1944, er fremur hæggerö kona, viökvæm og traust og þaö er sérlega gott aö vera gestur hennar. Kistat hafa veriö falin mörg verk- efni fyrir landsmenn sína. Myndefnin eru oft undir áhrifum frá landslaginu eöa tengjast þjóösögum. Kistat á myndir víða, hefur myndskreytt tvo stóra veggi (3x10 m og 3x1m) í borö- sal á hóteli bæjarins og myndefniö er hvalir, selir og fiskar. Stór málverk á hún í fundarsal bæjarins í Narsaq og ca 6 m2 veggteppi í sama sal sem ofið er í Danmörku eftir teikningum og litum hennar, hvort tveggja unnið áriö 1989 með landslagsformum. Áþekk myndefni, fjallaform meö fossum máluö á stóra dúka eru eftir hana í Menntaskólanum í Qaqortoq (Julianeháb) og fundasal bæjar- stjórnar þar. Gullfallegan hökul hefur hún teiknað og látið vefa og sauma út fyrir kirkjuna í Narsaq. Henni hefur veriö faliö aö vinna verk til skreytinga í Kaupmannahöfn, í ráöhúsinu í höf- uðborginni Nuuk, í Thule og víðar. Tillögur hefur Kistat einnig gert fyrir gólfteppavefnaö þar sem nota skal grænlenska ull. Kistat er gift dönskum manni sem er kennari og bókavörður. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar, m. a. í Norræna húsinu í Reykjavík 1983 og var meö einkasýningu í Nuuk í sept- ember sl. 4 HUGUR OG HÖND 17

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.