Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 39

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 39
Ullarmálefni Vandamál íslenskrar ullar hafa áður verið tekin til umfjöllunar í Hugur og hönd, enda mikil- vægt fyrir heimilisiðnað í land- inu að úr rætist. Lengi hefur verið beðið eftir að „hinir stóru“ leystu málin en líklega eru flestir orðnir úrkula vonar um að það gerist. Ritstjórn blaðsins hefur haft spurnir af því að á nokkrum stöðum á landinu séu f járbændur og fleiri aðilar farnir að huga að því hvernig þeir geti gert ullina verðmætari með því að vinna hana sjálfir að einhverju eða öllu leyti, fá þannig meiri tekjur af henni og skapa jafnframt hrá- efni til heimilis- og smáiðnaðar sem eflt gæti atvinnu á lands- byggöinni. Þetta er menningar- legt framtak og mjög þarft og óskar Hugur og hönd þessum aðilum velfarnaðar í starfi. Hér á eftir koma nokkrar greinar- gerðir sem Hugur og hönd hefir óskað eftir að fá til birtingar um þetta framtak. Ull til handiðnaðar Frá því aö land byggöist og til skamms tíma hefur ull veriö ein af helstu afuröum íslensks landbúnað- ar. Úr ull má segja aö allur fatnaöur þjóöarinnar hafi verið geröur um aldaraðir, hvort sem var hversdags- eöa sparifatnaður og margur feröa- maöurinn mátti þakka þaö góöum ullarfötum aö halda lífi ef út af bar í vetrarferðum um fjöll og heiðar. Eftir aö velmegun óx og fólk gat farið aö kaupa sér útlend föt var farið aö skeyta minna um ullina og lagöist þá aö mestu af heimilisiðnaður úr ull, enda varö sá spjátrungsháttur al- gengur aö ófínt væri aö ganga í ullar- fötum. Á þessum árum varö ullarverð til bænda mjög lágt og þegar verst lét höföu menn ekki kaup fyrir aö ná henni af fénu. Þetta varð til þess aö ullarumhirða varö mjög léleg. Þaö hélst því í hendur lakari ull og minnk- andi heimilisiðnaður. Nú er svo kom- HUGUR OG HÖND iö aö þessi vinnubrögö, sem fylgdu þjóöinni um aldaraöir, þekkjast varla lengur og aöeins örfáir einstaklingar, sem kunna skil á þeim og hafa þann- ig haldið á lofti verkmenningu for- feðra okkar og mæðra. Á tímabili var meöferö og verslun meö ull þannig háttaö aö jafnvel þeir sem verst höföu hráefnið fengu mest fyrir og þaö borgaði sig fyrir verksmiðjurnar aö kaupa alónýta vöru vegna þess hvernig niöurgreiðslum var háttaö. Þegar verksmiöjuiönaður úr ull hófst hér á landi var farið aö reyna aö bæta meðferð hennar, en þegar ástandið er orðið svona slæmt er ekki svo gott aö snúa dæminu viö. Vegna breytinga á búháttum hefur ull fariö versnandi á síðustu árum, er þaö sökum þess aö hætt er aö beita fé á vetrum og jafnvel aldrei látið út fyrir dyr allan veturinn. Á þeim tíma safnast í ullina heymor og óhreinindi. Ef slagi er í húsum gulnar togið á ull- inni og situr þessi litur í henni þó hún sé þvegin. Þetta gerir þaö aö verkum aö Ullarþvottastöðin í Hveragerði, sem þvær alla ull í landinu, notar mikiö þvottaefni til þess aö ná öllum þessum óhreinindum úr, þess vegna þvæst öll sauðfita úr ullinni og hárin veröa harðari og snarpari viökomu. Sú ull þykir ekki góö til handiðnaðar sem svona er meðhöndluð. Þaö er því staðreynd aö nú á dögum er erfitt aö fá ull sem er góö til handiönaöar. Til þess aö ull sé góö til handiðnaðar þarf hún aö vera ómenguð af húsa- gulku, laus viö mor og hafa dálítið af sauðfitu í sér eftir þvott. Þaö er sú náttúrulega fita sem gerir ullina mjúka og glansmeiri en annars er. Eins og aö framan segir um breytta búhætti er lítið oröiö um góöa ull á heföbundnum rúningstíma sem var aö vorinu, en hún er nokkru betri ef rúiö er aö vetrinum. Þó er það svo aö ef fé er búiö aö vera lengi á gjöf, áöur en þaö er rúiö, eru ævinlega komnar einhverjar húsvistar- skemmdir í ullina. Til þess aö fá óskemmda ull þarf aö klippa féö um leið og þaö kemur á hús aö haustinu, þá eru allar skemmdir og utan aö komandi aöskotahlutir í lágmarki. Þessi haustklippta ull þarf einnig mun minni þvott og því möguleiki að halda í henni meiri sauðfitu en ella. Nú þegar eru nokkrir bændur farnir aö rýja á þessum tíma, svo aö þessi ull er orðin fáanleg ef hægt er að fá á hana hæfilegan þvott. Hér voru á fyrra ári handþvegin 100 kg af mórauðri ull sem síöan var unnin í lopa hjá Lopa s/f. Þetta þótti mjög góöur lopi, bæöi mjúkur og glansandi og sumar konurnar sögöu aö sokkar væru sterkari úr honum en öörum lopa. Helstu erfiðleikar viö aö fá unniö úr handþveginni ull er hvaö einingar þurfa aö vera stórar, en ekki er hægt aö fá kembdar minni eining- ar en sem svarar 100-300 kg í senn. Þetta gerir þaö aö verkum aö ekki er hægt aö fá í lopa hin margvíslegu af- brigöi í íslenskum sauöalitum. Til þess aö þaö geti orðið þarf aö fá kembivél sem getur skilaö smáum einingum af hverjum lit og meö því skilað í lopa öllum afbrigöum sem til eru af hinum ýmsu sauöalitum. Meö því móti gæti handiðnaðarfólk fengið alls konar náttúrulega sauöaliti og þar með sinnt þeirri listsköpun sem þaö hefur hæfileika til. Þaö er nauösyn hverri þjóö sem halda vill viröingu sinni og sjálfstæöi aö viðhalda ýmsum fornum háttum; meö þeim endurnýjar sagan sig meö ívafi gamals tíma í þróun nýrra at- vinnuhátta, en sagan er upphaf og endir hverrar þjóöar sem kallast vill sjálfstæö þjóð. Aðalsteinn Aöalsteinsson, Vaöbrekku Er heimavinnsla á ull framtíðin? Þegar ég undirrituð stóö frammi fyrir því aö þurfa aö finna mér vinnu yfir vetrartímann eingöngu, varö mér hugsað til ullarinnar og hvort ekki væri hægt að endurvekja aö ein- hverju leyti heimilisiðnaðinn úr þessu sérstaka hráefni. Ég renndi blint í sjóinn og byrjaði á öfugum enda eins og venjulega. Án þess aö kanna markað eöa hugsanlega fram- leiðsluvöru keypti ég 100 kg af hvítri uI frá Skriðuklaustri. Þessa ull þvoöi ég út viö á eins og ég vandist sem unglingur. Því miður hefur lífsbarátt- an komið í veg fyrir aö ég hafi getað 39

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.