Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 34
saumsletur í sjónabókinni sem nefnt var hér aö framan. Á altarisdúknum eru áletranir til hliöanna, saumaðar meö gamla íslenska krosssaumnum (sjá 4. mynd), ytri bekkir sinn hvorum megin meö skakkagliti, en innri bekkir meö holbeinsaumi, þ. e. tvö- földu þræðispori, sem nefndur er írskur saumur í vísitasíunni frá 1748 sem vitnað var til í upphafi (9. mynd). Á dúknum miðjum er fangamark Krists, I H S, í skrautlegri umgerð, saumað með gamla krosssaumnum og holbeinsaumi. Áletrunin á altaris- brúninni (sjá 3. og 4. mynd) er saum- uð með gamla krosssaumnum, og bekkurinn að mestu leyti ásamt ein- földu þræðispori og holbeinsaumi. Er alls staðar farið yfir þrjá þræði í spori (10. mynd). Munstrin á altarisklæðinu og í skakkaglitsbekkjunum á dúknum, áttablaðarósir, brugðningar og fuglar á greinum, eru kunn af öörum út- saumi íslenskum, einkum altaris- klæöum frá síðmiðöldum; einnig er hliöstæðan útsaum að finna á þýsk- um kirkjuklæðum frá 15. öld og norskum dúkum, sennilega frá mið- öldum. Rósastrengirnir í holbein- saumuöu þverbekkjunum á dúknum og í krosssaumsbekknum á brúninni eru hins vegar algjör einsdæmi í ís- lenskum hannyröum og hannyrða- munstrum, og reyndar í hannyrðum Norðurlandanna og jafnvel megin- lands Evrópu, þó svo að þau séu vel kunn af enskum útsaumi frá 17. öld, nánar til tekið af enskum stafaklút- um. Eru íslensku bekkirnir í rauninni svo líkir afbrigðum af tveimur munstrum á klútum þessum að ætla má að þeir hafi verið taldir út eftir ein- hverjum slíkum, ekki hvaö síst þegar þess er gætt að þessi gerð munstra finnst hvergi í gömlum prentuðum sjónabókum. Liggur næst að álíta að þau hafi borist norður til Hóla með kennslukonu sem Þorlákur biskup Skúlason og frú hans, Kristín Gísla- dóttir, eiga að hafa fengið frá Eng- landi til þess að kenna einkadóttur sinni, Elínu, síðar mágkonu Ragn- heiöar, kvenlegar listir. Samkvæmt úttekt Hólastóls 1685 gaf Ragnheiður dómkirkjunni fortjald fyrir kórdyrurm, fyrir legstað systur- dóttur sinnar, Kristínar Torfadóttur, og lofaði aö leggja kirkjunni til nýtt rykkilín, en um leið voru skráö rykki- lín, hökull, útsaumaður altarisdúkur og silkisaumað altarisklæði sem Gísli biskup hafði áður lagt til kirkj- unnar; er altarisdúkurinn sagður með fimm strengjum og vel saumað- ur. Langur hvítur líndúkur með fimm krosssaumsbekkjum saumuðum með mislitu ullarbandi hefur varð- veist frá Hólum; kynni hann að vera altarisdúkur sá sem nefndur er í vísitasíunni (11. mynd). Eru enda á honum munsturbekkir með gerð sem sjá má í sjónabókinni áður- nefndu. Ragnheiðar Jónsdóttur verður víðar vart í vísitasíum norðlenskra kirkna fyrir og eftir 1700 eink- um í sambandi viö útsaumaöa gripi. í vísitasíu Rípurkirkju 1693 er skráð aö Gísli biskup Þorláksson hafi gefið til hennar altarisklæði, brún og altarisdúk, og kemur fram í seinni vísitasíu, frá 1749, að dúkurinn og brúnin voru með glitsaumi. Má ætla að Ragnheiður hafi að einhverju marki átt hlut að máli við gerð þess- ara gripa. Samkvæmt heimild frá 1692 gaf Ragnheiður sjálf Glæsibæj- arkirkju altarisklæði glitsaumað með brún. Þá er í vísitasíu Miklabæjar- kirkju í Blönduhlíð frá 1757 getið að þar sé altarisklæði af „skackglit- saum“ með áfastri brún og nafni Ragnheiðar Jónsdóttur á brúninni, en af eldri vísitasíum sést að klæði með skakkagliti var tillagt 1704 af staðarhaldara, séra Jóni Þorvalds- syni. Þess má geta að systir Ragn- heiðar, Anna, sem nefnd var digra, lagði kirkjunni á Breiðabólstað til korpóral og útsaumaðan altarisdúk 1693. Hannyrðakennsla á Hólum og í Gröf Hvað varðar hannyrðakennslu Ragnheiðar greina heimildir um námsmeyjar eingöngu frá ungum frænkum og venslakonum hennar. Þorbjörg Magnúsdóttir, bróðurdóttir hennar sem áður er að vikið (f. 1667, g. 1696, d. 1727), dvaldist hjá henni á Hólum um 1684 að hannyrðanámi. Er Þorbjörg í heimildum sögð mikil- hæf hannyrðakona, og ber kross- og augnsaumuð rúmábreiða sem varð- veist hefur eftir hana í safni Viktoríu og Alberts í London vitni þar um. Aðrar heimildir um hannyrða- kennslu Ragnheiðar tengjast allar þeim árum er hún bjó ekkja í Gröf. í vísitasíu Sjávarborgarkirkju frá 1750 segir að erfingjar Þorláks Markús- sonar lögréttumanns (d. 1736) sem kvæntur var Hólmfríði Aradóttur (f. um 1689, g. 1714, d. 1745), áður- nefndri bróður- og uppeldisdóttur Ragnheiðar, hafi gefið kirkjunni altar- isdúk með stöfum Ragnheiðar Jóns- dóttur og ártalinu 1689. Er líklegt að sá dúkur hafi áður verið í kirkjunni í Gröf, því að Hólmfríður og Þorlákur bjuggu þar fram til um 1733, er þau fluttust að Sjávarborg. Á altarisdúkn- um voru einnig stafirnir G O D. Ekki er í vísitasíunni getiö um merkingu þeirra, en áreiðanlega eru það stafir Guðrúnar Oddsdóttur sem fyrr er getið, hinnar bróður- og fósturdóttur Ragnheiðar (f. 1677, d. 1716). Þær Hólmfríður og Guðrún ólust báðar upp hjá frænku sinni frá barnæsku, voru hjá henni í Gröf þegar manntal var tekið á íslandi 1703 og giftust þar, Guðrún 1710 séra Magnúsi Markús- syni, presti á Grenjaðarstað. Sam- kvæmt áletrun á skertu skinnbókar- blaði sem varðveist hefur úr missale frá 15. öld, saumaði Guðrún tjald í Gröf árið 1705; eru á blaðinu göt eftir saumaskap og virðist það hafa verið notað í millifóður. Auk Hólmfríðar og Guðrúnar voru í Gröf 1703 stjúpdóttir Ragnheiðar, Sigríður Einarsdóttir (f. um 1683, d. 1707), og Kristín Markúsdóttir (f. um 1672), bróðurdóttir mágs hennar, séra Þorsteins Geirssonar í Laufási, en Kristín giftist 1706 Sigurði lög- sagnaraaö Geitaskarði, Einarssonar biskups Þorsteinssonar. Voru þessar stúlkur allar, ásamt einni roskinni konu, taldar þar þjónustustúlkur og fósturdætur, en ekki vinnukonur. Af öðrum heimildum má sjá að Guðrún, ein systir Hólmfríðar Aradóttur, var hjá Ragnheiði í Gröf um eða rétt fyrir 1714. Þá er ekki ólíklegt að Guðrún Einarsdóttir Þorsteinssonar (f. 1665, g. 1703, d. 1752), systir Sigríðar og frú Jóns Árnasonar, síðar biskups í Skálholti, hafi orðið kennslu Ragn- heiðar aðnjótandi áður en hún giftist. Elsa E. Guðjónsson Til frekari fróðleiks Sjá Elsa E. Guðjónsson, íslenzk sjóna- bók. Gömul munstur í nýjum búningi (Reykjavík, 1964); idem, „Altarisdúkur Ara á Sökku. Ensk áhrif í íslenskum út- saumi á 17. öld“, Minjar og menntir. Af- mælisrit helgað Kristjáni Eldjárn (Reykja- vík, 1976), bls. 130—144; og idem, is- lenskur útsaumur (Reykjavík, 1985); enn fremur þar tilvitnuð rit. 34 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.