Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 16

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 16
Listamenn á ísa-landi Heimsókn til Grænlands er ekki hversdagsviðburður og það sem þar ber fyrir augu og eyru um margt ólíkt því sem íslend- ingur á að venjast. Landið er stórbrotið og mikilúðlegt og að mestu hulið ís, hálent, klettótt og mjög lítið undirlendi. í klettahlíðunum og við litla voga í afar vogskornum fjörðum býr fólk, sem á allan hátt er talsvert ólíkt því sem við eigum að venj- ast, enda kynstofninn allur annar. Litarháttur þessa stofns er dekkri en Vestur-Evrópubúa og andlit stórskornari og kringluleitari, auk þess sem þetta fólk er talsvert ólíkt okkur að upplagi. Undirrituð fór á vegum Hugar og handar í ágúst síðastliðnum til að kynnast af eigin raun einhverju úr listaheimi og menningu Inúítanna í Grænlandi nútímans. Narsaq Tveggja bæja á Suður-Grænlandi var vitjað og áhrifin voru sterk. Ekki hvað síst var það dálítið sérstæð reynsla að dvelja á þeim slóðum, þar sem Eiríkur rauði og Einar, frændi hans, settust að með fjölskyldum sín- um skömmu fyrir árið 1000. Hér hafa þeir barist fyrir tilveru sinni í landi þar sem sumur eru mjög stutt og ísinn ræður ríkjum allan ársins hring. Nú eins og þá eru bátar farkostur sem menn geta ekki verið án, enda eru 2 16 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.