Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 37
Tubilak
er grænlenskt orö yfir ímyndaö dýr,
sem áöur fyrr var í grænlenskum
menningarheimi, skepna sem sam-
sett var úr beinkögglum, torfi og
skinni, svo aö úr varö furðudýr. Þetta
var töfraskepna sem boöaöi óham-
ingju og menn létu gera hana fyrir sig
hjá sérstökum kunnáttumönnum ef
þeir áttu einhvers aö hefna. Tubilak
var geröur eftir sérstökum reglum og
gat verið meö ýmsu móti, jafnvel
blendingur af manni og dýri. Hann
var síðan gæddur lífi meö því aö þylja
yfir honum töfraþulur og honum var
svo sleppt í á eöa sjó svo aö hann
fyndi bráö sína, þ. e. a. s. óvininn
sem átti aö drepa. Ef svo illa vildi til
aö óvinurinn var gæddur töframætti
líka og réö viö furðudýrið, sneri þaö
aftur til skapara síns og drap hann.
Margar sögur eru til af því, þegar
þessar furöuverur komu allt í einu
upp úr sjónum og réöust á menn. Ein
þeirra er ekki eldri en frá því um 1970
þegar austur-grænlenskur selveiöi-
maöur á kajak hélt sig vera að veiða
sel, en veiddi þess í staö tubilak sem
dró hann meö sér ofan í hafdjúpin.
Menn kunna ótal lýsingar á furðu-
verum fortíöarinnar, útliti þeirra og
gjöröum og eftir þessum lýsingum
hafa listamenn fyrr og nú skapað
myndir sínar. Þeim bregöur fyrir í
teikningum og grafíkmyndum, en al-
gengast er aö þær séu ýmist stand-
andi eöa liggjandi verur, stundum tví-
höföa og með alls kyns afkáralega
limi, skórnar úr tré, hreindýrshorni
eöa hvalbeini. Hæö (lengd) þeirra er
venjulega9-16cm. Listamenn nútím-
ans viröast fá mikla útrás í gerö þess-
ara furðuskepna sem eins og mörg
annars konar listaverk bera svipmót
skapara síns og eru þær sumar
hverjar falar erlendum ferðamönn-
um.
Grímur
Þessar samsettu verur komu aö ein-
hverju leyti líka fram í siömenningu
Alaska-Eskimóa. Þeir geröu sér
grímur sem voru sambland af manni
og dýri. Gríma hefur fundist á Græn-
landi frá Dorset-tímanum og er hún
skorin úr herðablaði hreindýrs, aö-
eins rúmir 6 cm á hæð. Þessi gríma
var meö rákóttu munstri sem minnir
á beinagrind og þetta munstur er
endurtekið í sífellu í skreytingum síö-
ari tíma. Grímur eru eins konar tengi-
liöur við töfra-listina og í þeim eru oft
ákveðin tákn. Um allt meöal Eski-
móa hefur þaö tíðkast aö skreyta
andlit sitt eöa fela þaö undir ööru
andliti, grímu. Hjá Síberíu-Eskimó-
um var því treySt aö ef máluð voru
strik umhverfis augun mundi veiöin
veröa betri en ella og í Alaska voru
grímur notaöar á hátíöum þegar
fagnaö var góöum feng.
Á Austur-Grænlandi tíökaöist hinn
svonefndi trommudans. Vitaö er aö
hann var m. a. iðkaður til aö kalla
fram anda til hjálpar viö veiöar. Menn
áttu lífsbjörg sína undir aö vel gengi
aö afla fæöu. Þegar dansaður var
trommudans voru þátttakendur
(hjálparandarnir) dulbúnir andlits-
grímu og gáfu frá sér vælandi, surr-
andi lágvær hljóö, en andamagnar-
inn eöa trommuleikarinn var oft góö-
ur búktalari eöa stakk priki þversum
í munninn til aö gera tal sitt ógreini-
legt. Þannig mögnuðu menn upp
andana og þetta fór fram í myrkri
sem hefur gert allt enn skelfilegra.
Grænlensku grímurnar tákna
hjálparanda andamagnarans, þess
manns sem kom öörum í samband
viö andana. Grímur gátu líka táknaö
anda rekaviðarins. Oft táknuöu þær
anda forfeðranna. Fyrst voru þær
notaðar sem dansgrímur og síðar til
aö hræöa andana meö. Þaö gat kom-
iö sér vel aö eiga grímu, t. d. þegar
flutt var úr tjaldinu, sem var sumar-
bústaðurinn, og í snjóhúsiö aö
hausti. Þá var maöur í nánu sam-
bandi viö andana og þurfti aö verjast
þeim með því aö gera sig óþekkjan-
legan. í húsarústum viö Angmagssa-
lik hefur fundist lítil trégríma sem öör-
um megin var andlit karls en hinum
megin konu, svo aö augljóst er aö
menn reyndu líka aö villa um varö-
andi kyn sitt. Kvengrímur eru venju-
lega auöþekktar á hártoppinum á
kollinum.
Grænlenskar grímur eru aö stærö
allt frá 6 cm aö 40 cm eftir hlutverki
þeirra, þeim stærstu ætlaö aö hanga
á vegg eöa niður úr lofti. Og þær eru
margar hverjar ógnvekjandi, ófrýni-
leg andlit meö skekkt eöa útflatt nef,
munnurinn opinn og tennurnar
HUGUR OG HÖND
37