Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 14

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 14
Uppskrift Þessa uppskrift geröi Oddný í Ferju- nesi um leiö og hún prjónaöi eftir- mynd af gamla vestinu. Munstriö er laufaprjón. Efni: Fínt, fjórþætt ullargarn. Aðallit- ur svartur, teinar vínrauöir og gulir. Prjónar nr 2. 9 litlir gylltir hnappar, svart efni í bak og Ijóst í fóöur. 20 lykkjur eru í hverju munstri eöa laufi. Aðeins boðungar eru prjónaöir. Prjónaö er í hring. Lykkjur á báöum boðungum eru 160 (tvisvar 80) og aö auki 3 lykkjur viö hvern jaöar (látnar fylgja jöörunum þegar klippt er sund- ur), samtals 12 aukalykkjur. Alls eru 172 lykkjur fitjaöar. Fitjaö er upp á aö- allit, svörtu, og prjónaö úr fitjarlykkj- unum áöur en munstriö er sett niður. Gott er aö merkja, sér til glöggvunar, meö mislitum spotta þegar fitin er hálfnuð. Munstriö er mjög einfalt. Á hvor- um boðungi eru 3 heil lauf og 2 hálf. Annað hálfa laufiö myndar hnappa- gatalista (á vinstra boöungi), hitt kemur viö jaöar undir hönd. Best er aö byrja á vinstra boðungi (þaö er á hlið), prjóna aukalykkjurnar 3 (sem ætlaðar eru í saumfar og innanbrot viö hálsmál og handveg) og síöan: 2 saman, 7 sléttar, 1 aukin í (slegið upp á), 1 slétt, 1 aukin í, 7 sléttar, 2 saman (hægri lykkja ofan á) og 1 slétt. Þetta er endurtekið. Vinstri boðungur end- ar á 3 aukalykkjum, þ.e. 4 sléttum og sá hægri byrjar á sama hátt á 4 slétt- um, aö ööru leyti er byrjað eins á báðum. Önnur hver umferð er prjón- uö á þennan hátt, hin er prjónuö alveg slétt. Hnappagöt. Þegar komnar eru 12 svartar umferöir er röndin prjónuö, 1 gul og 1 rauð umferð. í næsta svarta bekk kemur fyrsta hnappagat, þau eru alls 9. Hnappagötin eru gerö í hálfa laufið aö framan í miöjan svarta bekkinn (í 6. umferö: 3 lykkjur felldar af og 3 fitjaðar upp í næstu umferð á eftir). Vasaop og handvegur. Þegar 4. svarti bekkurinn er hálfnaður er mis- litur spotti prjónaður i fyrir vasaop eins og þegar prjónaö er í fyrir þumli á vettlingi. Lykkjum er skipt þannig: 33 (hlið) + 29 (vasaop) + 24 (fram- an). Þegar kominn er 71/2 svartur bekkur er hálfa laufið undir höndum fellt af (13 lykkjur) og smám saman teknar úr 7 í viöbót (hverfa af sjálfu sér eftir aö ystu útaukningu er hætt). Fæst þá hæfilegt sniö á handveg. Handvegsbrúnin er prjónuð bein upp eins og jaöar undir höndum, 3 sléttar, 2 saman, 7 sléttar o.s.frv. (Hægri boðungur er prjónaöur eins og spegilmynd af þeim vinstri, þó ekki hnappagöt, og alltaf prjónaö í hring þó lykkjur séu felldar af.) Hálsmál. Eftir aö komnar eru 10 rendur og 10 svartir bekkir er byrjaö aö fella af fyrir hálsmálinu. Þaö er gert á sama hátt og fyrir handveg, fyrst hálfa laufið aö framan (13 lykkj- ur) og síöan eru 7 lykkjur til viðbótar látnar hverfa í nokkrum umferöum (samtals 20 lykkjur). Brúnin prjónuö eftir þaö bein upp eins og jaðar aö ÞRÍHYRNUR OG LANGSJÖL í bókinni Þríhyrnurog langsjöl eru 27 prjónauppskriftir aö stórum og smáum hyrnum og sjölum meö margvíslegu útprjóni. Allar uppskriftirnar eru útfæröar meö prjóntákn- um á rúðustrikaðan pappír og eru auölesnar. Auk upp- skrifta eru í bókinni sögukafli og leiöarvísir þar sem gefin eru góö ráö og útskýringar. Bókin er tilvalin gjöf til þeirra sem unna íslensku handverki. Hún fæst hjá íslenskum heimilisiönaöi, Hafnarstræti 3, sími 91-11785 HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS framan, endar á 4 sléttum. Eftir aö hálsmál byrjar og upp á öxl eru prjón- aðar 3 rendur og næstum 4 svartir bekkir. Þá er mátulegt að fella af fyrir axlarsaum 30 lykkjur. Á þær 16 lykkj- ur sem eftir eru er nú prjónuö líning sem kemur viö hálsmál aö aftan, 4 sléttar, 1 aukin í, 7 sléttar, 2 saman og 4 sléttar. Prjónaöir eru 2 svartir bekk- ir og endað í hálfri rönd þar sem lín- ingar frá báöum boöungum eru lykkj- aöar saman. Vasi innanveröur. Nú er eftir aö spretta úr vasalykkjunum, taka upp á þeim og prjóna nokkra cm meö svörtu í hring. Botn er saumaður í vasann úr góöu dökku bómullarefni. Vasabrúnin brotin inn og pressuð létt. Frágangur. Nú er varpað vand- lega í aukalykkjurnar meö tvinna og boðungarnir klipptir sundur. Dregiö er í götin sem útaukningin myndar meö mislita garninu, meö rauöu í aðra gataröðina og gulu í hina. Síöan er sniöiö bak úr svörtu efni og saum- aö viö boðungana og spæll meö spennu í mittisstað um leið. Á öxlum hverfa laufin undir beinan saum. Aö neðan er brotiö inn af svolítið á ská þannig aö boðungarnir veröi tæp- lega einum bekk síðari aö framan en í hliðum. Vestiö er allt fóöraö. Fyrst er lagt svart bómullarfóður undir hnappa- og hnappagatalista (3-4 cm breitt), síöan er Ijósa fóðrið saumað saman í vél en viö prjóniö í höndum. Kapp- mellað er þétt í hnappagötin og hnappar festir á hægri boðung. SIGRÍÐUR HA1UX)RSIX)1TIR ÞRÍHYRNUR OG LANGSJÖL HEIMtUSIBNAÐARFÉLAG f.SbYNDS HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.