Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 38

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 38
skældar og skakkar. Margar grímur eru úr skinni, flatar andlitsgrímur, hettugrímur eöa handgrímur, geröar úr sel- eöa hákarlsskinni, skreyttar skinnræmum í öörum lit umhverfis augu, nef og munn. Stundum eru þær útsaumaðar og nokkrar seltenn- ur festar í munninn og jafnvel notaö skinn í augabrúnir og fuglsfjaðrir í skegg. Grímur skornar úr tré voru/eru al- gengastar: andlitsgrímur, handgrím- ur eöa vegg-grímur, sem voru stærst- ar. Flestar eru útskornar úr rekaviöi og notað beina- eöa randamunstur, en margar hverjar skreyttar skinn- ræmum, fjöörum eöa loðskinni/sel- skinni. Tennur eru mjög oft notaöar á þessar grímur, einkum á síðari árum. Neöri kjálki er stöku sinnum á hjör- um, hreyfanlegur, en grímurnar eru sjaldan litaðar nema þá svartar, og þær eru alltaf mannsandlit eöa anda, aldrei dýraandlit. Enn eru gerðar grímur og þá helst á austurlandinu. Grímur nútímans þjóna ekki lengur töframættinum heldur eru þær einkum geröar sem söluvara. Steinmyndir og trémyndir Einna þekktast af grænlenskri mynd- list eru verk þarlendra úr steini. Steinninn sem Grænlendingar nota til aö móta úr er kléberg, líka kallaður tálgusteinn. Steinn þessi er oftast gljúpur og tiltölulega auövelt aö sverfa hann til og móta þannig úr honum, en fyrir kemur aö hann er mjög þéttur í sér og þungur og þá mun erfiðari viðfangs. Algengastur er hann grár, stundum meö mislitum yrjum, dökkgráum eöa gulgrænum. Mun sjaldgæfari er hann Ijósgrænn eöa mjög dökkgrænn. Tubilak-fígúrur eru sumar hverjar geröar úr steini. En oftar eru mótaðar ýmsar mannsmyndir úr honum, og þá u.þ.b. 12-25 cm á hæö. Græn- lendingar viö vinnu, aö leik, viö veiö- ar, í slagsmálum eöa andlitsmyndir eru algeng viöfangsefni. Ýmis nöfn á þessu sviði eru vel þekkt, svo sem fjölskyldunnar Kristoffersen, þar sem Simon Kristoffersen er þekkt- astur. Aron Kleist er einnig þekkt nafn og Cecilie Kleist. Allir þessir listamenn hafa látist á undanförnum tveimur árum, en voru mikils metnir. Tréskúlptúrar hafa einnig veriö geröir á öllum tímum og þá mikiö not- aður rekaviður. Stærö þessara mynda er oftast 8-25 cm og algengt myndefni karla- og konumyndir, handleggjalausar. Mjög sérstakt má telja aö notaöur hefur veriö einir, en hann hefur borist undan jökulruön- ingi niöur í botn Eiríksfjarðar í grennd viö Narssarssuaq og fjárbóndi þar, Hans Jacob Frederiksen, sker úr honum skemmtilegar brjóstmyndir og grænlensk andlit. Túlkun Dýramyndir hafa veriö skornar úr viöi, þó aö þær séu algengari úr steini, hvalbeini eöa tönnum. Selir, rostungar, ísbirnir, rjúpur og fleiri fuglar, hundar og jafnvel hundasleö- ar eru meðal þess sem Grænlend- ingar hafa látið frá sér fara af snilldar- lega vel unnum munum úr þessum heimafengna efniviöi. Segja má aö myndir þeirra, hvort sem eru úr steini eöa öörum efniviði, segi oftar en ekki frá því sem tilheyrir daglegu lífi Grænlendingsins og listamennirnir leggja þar til persónulegan stíl sinn svo að úr verður sannfærandi og ein- læg mynd sem segir sögu. Og sú saga er vel þess viröi aö vera lesin. Rúna Gísladóttir Heimildir: Skyggnuraöir (alls 167 myndir) meö texta um grænlenska sögu og menn- inguteknarm. a. afsýningu íNorræna húsinu í ágúst 1983 og á byggðasafn- inu í Qaqortoq. Bækur og rit: Sinikka Kinnunen Bruun: Inuiternas Grönland. Förlagsaktiebolaget Frede- rika 1989. Bodil Kaalund: Grönlands kunst — Skulptur, Brugskunst, Maleri. Politik- ens Forlag 1979. Grönlandsk kunst i dag, sýningarskrá um grænlenska sýningu í Danmörku, Svíþjóö og Noregi 1974. 1. Inúíta-fjölskylda frá Grænlandi nútímans ber barn til skírnar. Frá Qaqortoq 1990. 2. Stytta úr gráu klébergi eftir Simon Kristoffersen (1933-1990). Eitt síö- asta verk höfundar. Hæð 18 cm. Einkaeign. 3. Konuandliteftirfjárbóndann Hans Jacob Frederiksen, Qinqua viö Eiríksfjörð, unniö um 1980. Græn- lenskur einir. Hæð 31 cm. Einka- eign. 4. Grænlensk fjölskylda kemur heim meö aflann. Olíumálverk á striga eft- ir Hans Lynge (1906-1988), Nuuk, 1967. Stærð 60x70 cm. Einkaeign. 5. Tubilak úr hreindýrshorni, innfelld augu úr íbenholti. Lag hornsins er látiö halda sér. Höfundur óþekktur. Hæð 16 cm. Einkaeign. 6. Trégríma skorin af Otto Keilsen, 12 ára dreng í Qaqortoq, 1987. Nefiö er skekkt eins og algengt er á slíkum grímum. Hæð 28 cm, breidd 15 cm. Einkaeign. Ljósmyndir: Rúna Gísladóttir. 38 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.