Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 32

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 32
 Kgy^ wggartn y> krsso*jm>ss jþms;;K< 3fk;Vrifcj« pWwWS^wirarawwSftls' Jón giftust áriö 1636, voru þeim talin alls átta hundruð hundraða, Jóni fimm en Hólmfríði þrjú, þar af hundrað hundraða í silfri, svo að rífleg hafa verið efnin. Þótt engar sögur fari af uppvaxtarárum eða menntun Ragnheiðar sérstaklega, gefur ofangreint og frásögn, skráð af Jóni Ólafssyni frá Grunnavík þess efnis að móðir hennar hafi á hjúskaparárum sín- um látið færa sér gylltan lit í hár sitt er- lendis frá, bendingu um að hvorki hafi þurft að horfa í kostnað við heimilishald í Vatnsfirði né það verið gert. Má ætla að Ragnheiður hafi, ásamt systkinum sín- um, hlotið uppeldi að heldri manna sið og komið vel uppfrædd úr föðurgarði. Hafa hannyrðir hlotið að vera þar snar þáttur. Ragnheiður var nálægt þrítugu er hún giftist í fyrra sinni, og kynni því áður, einnig að þeirra tíma hætti, að hafa dval- ist um skeið til forfrömunar utan heimilis, ekki ólíklega fyrir norðan hjá frændfólki sínu, til dæmis á biskupssetrinu á Hólum eða að Víðivöllum í Blönduhlíð. En um það þegja heimildir. Séra Jón í Vatnsfirði lést seinni hluta árs 1673. Um ári síðar, haustið 1674, fékk Gísli biskup Þorláksson, er þá hafði verið ekkill í tæp tvö ár, frændkonu sinnar Ragnheiðar Jónsdóttur yngri. Fóru Hólmfríður móðir hennar og fjögur syst- kin hennar, Oddur, Helga, Anna og Ari, ,,með Gisla biskupi" norður að Hólum, en þar var brúðkaupið haldið. Varð Odd- ur, sem þá var þegar kvæntur, ráðsmað- ur þar í fyrstu; síðar útvegaði biskup hon- um Reynistaðarklaustur, en „mannaði" hin þrjú systkinin, sem ,,öll giftust og höfðinglega ráðstöfuðust af hans hendi.“ Hjónaband Ragnheiðar og Gísla biskups stóð aðeins í tæp tíu ár, því að hann dó 22. júlí 1684, á 53. aldursári. Ekki varð þeim barna auðið, og var Gísli raunar barnlaus I fyrri hjónaböndum sín- um einnig. Hólmfríður dvaldist hjá dóttur sinni á Hólum þessi árin; síðan var hún hjá Ara syni sínum á Sökku frá 1685- 1688, en fluttist þá yfir fjörðinn til Helgu dóttur sinnar og dótturmanns, séra Þor- steins Geirssonar í Laufási. Þar andaðist hún vorið 1692, á 76. aldursári, og var jarðsett á staðnum. Ekki er Hólmfríðar getið sem hannyrðakonu, en í biskups- vísitasíu Vatnsfjarðarkirkju frá 1675 eru skráðir tveir altarisdúkar, annar gefinn af séra Sigurði í Holti, syni hennar, en hinn af henni sjálfri, sagður vænn og ísaum- aður; gæti sá siðarnefndi bent til út- saumsiðju hvort heldur Hólmfríðar eða dætra hennar. Af hjúskap Ragnheiðar og Gísla biskups er fátt frásagna utan þess sem lesa má úr vísitasíugerðum um gripi er þau gáfu eða lögðu til ýmissa kirkna norðanlands, og þess sem ráða má af nokkrum gripanna sjálfra auk persónu- legra muna úr eigu Ragnheiðar. Virðist Ijóst af heimildum þessum að þeim hjón- um hefur verið umhugað um að kirkjur væru fagurlega skreyttar og að Ragn- heiður að minnsta kosti hafi jafnframt haft áhuga á híbýlaprýði innanstokks. Hvað hið fyrra varðar ber einna hæst skreytingu kirkjunnar á eignarjörð biskups í Gröf á Höfðaströnd, en hana lét hann lagfæra og ,,með nýjum ornament- um prýða,“ að því er heimild frá 1709 hermir, einna helst á árunum 1670-1680. Um þetta leyti var í þjónustu biskups hag- leiksmaðurinn Guðmundur smiður Guð- mundsson I Bjarnastaðahlíð, og er hann talinn hafa skorið út altari Grafarkirkju og vindskeiðar er á kirkjunni voru, sem og veðurvita. Þá virðist sennilegt að vegleg dönsk altaristafla með nöfnum biskups- hjónanna og ártalinu 1680, sem gefin var Sjávarborgarkirkju á árunum 1736-1745, 32 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.