Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 18
í bænum Narsaq er mesta at-
vinnuleysi á Grænlandi og til þess aö
sjá ungu fólki fyrir verkefnum hefur
gamalt hús verið tekiö í notkun til ull-
arvinnslu. í húsinu eru aðeins tvö lítil
herbergi, hvort um sig ca 9 m2 aö
stærö. Annað er þvottahús þar sem
ull er þvegin og þurrkuö en í hinu sitja
4 konur, tvær þeirra mjög ungar, og
vinna viö þráðagerð, prjón og flóka-
gerö. Þær voru mjög önnum kafnar
þar sem þær sátu í þröngum húsa-
kynnunum og gáfu sér vart tíma til aö
líta upp frá verki þegar forvitinn ís-
lending bar aö garði.
Qaqortoq
Bærinn Qaqortoq er vinalegur bær
nokkru utan við mynni Einarsfjarðar
og sunnar en Narsaq; eru íbúar þar
um 2500 talsins. Bærinn er byggður
við vog og stendur í talsverðum halla
í fjallahlíðum. Þegar komið er til bæj-
arins er algengast að fara loftleiðis
og fararskjótinn er þyrla (flug frá
Narsaq um 10 mínútur). Þar sem flat-
lendi er mjög af skornum skammti er
heppilegt að þyrluvöllur þarf aðeins
að vera lítill hringlaga flötur, enda
hefur þyrla sig lóðrétt til flugs. Með
þyrlunni er ferðast innanlands nema
unnt sé að sigla, og það er ekki hægt
hvenær sem er því að venjulega
leggur firðina strax í september og
langt fram á sumar er hafís á reki um
allt og oft illfært á bátum. Áramunur
er á því, hvernig hafísinn hegðar sér,
svo að erfitt er að ákveða sjóferðir að
einhverju marki fram í tímann.
í hlíðarslakka
í Qaqortoq býr listakonan Aka
Höegh, f. 1947. Þær stöllur báðar,
Kistat Lund og hún, fengu menning-
arverðlaun grænlensku heimastjórn-
arinnar á árinu 1989. Aka er mjög at-
orkusöm myndlistarkona, frjálsleg
og nýtur þess að taka á móti gestum
og segja frá. Hún er þekktust fyrir
svart/hvítar grafíkmyndir sínar. En
eins og Kistat hefur hún beint kröft-
um sínum í ýmsar áttir, þ. e. báðar
vinna með ólík efni. Þau verk sem
hún vinnur að nú eru m. a. stein-
myndir. Hún hefur fengið verkefni í
Kaupmannahöfn og Álaborg og er
þegar tekin til við að höggva í stóra
granít-steina verk sem standa eiga
úti. Hluta af þessum verkefnum vinn-
ur hún á Borgundarhólmi, en þaðan
var hún nýkomin þegar íslenska
gestinn bar að garði. Hún var svo á
förum þangað aftur fljótlega, svo að
hún er á faraldsfæti. En einhvern
hluta þessara dönsku verka mun hún
vinna heima úr steini sóttum í Eiríks-
fjörð.
Aka er að undirbúa vinnslu óhlut-
bundinnar skreytingar á háan, síval-
an stromp rafstöðvarinnar í Qaqor-
toq. Skreytingin á að vera úr kopar
og látúni. Hún er einnig að gera
myndverk málað á tréplötur fyrir
gamla samkomuhúsið, en það
byggði afi hennar eins og mörg önn-
ur merk hús í bænum. Henni er mikið
niðri fyrir þegar hún segir okkur frá
því að myndirnar á spjöldunum eigi
að vera bláar með hvítum fjallatind-
um svo að unnt sé að slappa af þegar
horft sé á þær í kvöldbirtu. Annars
notar Aka mikið grænlensk andlit í
tvívíðu verkunum og einnig grímu-
tákn. Skreytingu hefur hún unnið í
fangelsið í heimabænum Qaqortoq,
teikningu af hökli sem ofinn var fyrir
kirkjuna í bænum, skírnarfont og alt-
ari í tvær nýjar kirkjur í Manitsoq og
Angmagssalik. í loftið á þeirri síðar-
nefndu málaði hún vikum saman
skreytingar þar sem hún túlkar gang
sólarinnar allt frá upprás hennar þar
til stjörnuhiminninn blikar skær.
Einnig á hún stór landslagsmálverk í
fundarsal bæjarstjórnarinnar í
Qaqortoq, gríðarstóra mynd (nálægt
40 m2) málaða á veggi í forsal
Menntaskólans þar og fyrir Verslun-
arskólann í bænum gerði hún upp-
drátt að teppi sem grænlenska vefn-
18