Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 22
Bókatíðindi
Hugur og hönd mun ekki fyrr hafa
kynnt færeyskar handíðabækur, en
nokkrar slíkar hafa komið út á síðari
árum. Á þessu skal nú gerð bragar-
bót.
FÖROYSK BINDINGARMYNSTUR.
Hans M. Debes safnaði. Föroyskt
Heimavirki, Tórshavn 1969. 60 blað-
síður. í bókinni eru birt fjölmörg hefð-
bundin, færeysk prjónmunstur tengd
þjóðbúningum þeirra og tvíbönduð-
um peysum, sum eru í lit. Flest
munstrin eiga sér nöfn. Bókin var
fyrst gefin út árið 1932 og er enn í
fullu gildi.
FÖROYSKT BINDINGAR-
MYNSTUR — BUNDNATURRI-
KLÆÐIÐ. Föroyskt Heimavirki, Tórs-
havn 1983. 85 blaðsíður. Þetta eru
leiðbeiningar og fyrirsagnir um prjón
á hefðbundnum færeyskum þríhyrn-
um, 19 talsins. Á sumum er mjög sér-
stætt prjón. Litmynd er af hverri
hyrnu.
215 SJALMYNSTUR — SJAL-
MÖNSTRE — SHAWL DESIGNS.
Höf. Olivia Joensen. Forlagið Úti á
Bö, Leirvík 1981. Fremst í bókinni eru
leiðbeiningar um prjón á færeyskum
þríhyrnum á færeysku, dönsku og
ensku. Stærsti hluti bókarinnar eru
215 mismunandi rúðumunstur ætluð
sem fyrirmyndir að gataprjónsbekkj-
um á hyrnur.
PLANTULITING. Höf. Katrina á
Tröllanesi. Föroyskt Heimavirki, Tórs-
havn 1972 . 40 blaðsíður. Þetta eru
leiðbeiningar um jurtalitun og ýmis-
legt í sambandi við forvinnu, s.s.
tínslu, suðuílát, litfesti o.fl. Með 29
fyrirsögnum bókarinnar eru myndir
af sýnishornum í lit.
LITING VIÐ SKÓNUM. Höf. Gunnvör
Bærentsen. Egið forlag, Tórshavn
1987. 28 blaðsíður. Bókin fjallar um
tilraunir höfundar með litun úr skóf-
um (fléttum) og árangur þeirra. Hún
skýrir m.a. frá óvenjulegum aðferð-
um við að ná fram rauðum og bláum
litum úr sérstökum steinaskófum.
Eftirtaldar bækur hafa erlendir útgef-
endur sent Hug og hönd:
MAT. Nordiska museets och Skans-
ens ársbok, Fataburen 1989, Udde-
valla 1989. 215 blaðsíður. Höfundar
eru margir. í árbókinni eru ýmsar
greinar sem allar fjalla á einhvern
hátt um mat og sænskar matarvenj-
ur.
KNYPPELBOKEN. Tradition och
eget skapande. Höf. Ulla Fagerlin,
Birgitta Hulterström og Kristina
Malmberg. ICA bokförlag, Vásterás
1987. 182 blaðsíður. Bókin er
kennslubók sem hefst með allítarleg-
um sögulegum kafla. Fjallað er um
tæki, grunnaðferðir, hefðbundið
knipl, kniplaðar myndir, nýsköpun í
knipli o.fl.
FARVELÆRE. Höf. BirgittaReiterog
Michael Tvermoes. Nyt Nordisk For-
lag Arnold Busck, Viborg 1990. 63
blaðsíður auk vinnubókar. Bókin er
sérstaklega ætluð til kennslu í mynd-
list og hönnun á efri skólastigum.
Áhersla lögð á að byggja upp, stig af
stigi, skilning nemenda á hvers kon-
ar litfyrirbrigðum. Bókinni fylgir
vinnubók ætluð hverjum nemenda.
Af Safni til iðnsögu íslendinga, sem
Hið íslenska bókmenntafélag hefur
hafið útgáfu á, eru komnar út eftir-
taldar bækur:
ELDUR í AFLI. Málmiðnaður á ís-
landi á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar.
Höf. Sumarliði R. ísleifsson. Reykja-
vík 1987. 213 blaðsíður.
ULL VERÐUR GULL. Ullariðnaður
íslendinga á síðari hluta 19. aldar og
á 20. öld. Höf. Magnús Guðmunds-
son. Reykjavík 1988. 452 blaðsíður.
BROTIN DRIF OG BÍLAMENN.
Saga bifreiðaviðgerða og Félags bif-
vélavirkja á fyrri hluta aldarinnar.
Höf. Ásgeir Sigurgestsson. Reykja-
vík 1988. 365 blaðsíður.
FRÁ ELDSMÍÐI TIL ELEKSÍRS. Iðn-
saga Austurlands, fyrri hluti. Höf.
Smári Geirsson. Reykjavík 1989.406
blaðsíður.
Með bókunum ELDUR í AFLI og ULL
VERÐUR GULL hafa verið gerð
myndbönd tengd efni bókanna.
Prófverkefni um íslenska ull í
Kanada
Elizabeth Abbott frá Ontario valdi ís-
lenska ull sem lokaverkefni við
Georgian College í Kanada. Hug-
myndina fékk hún fyrir fimm árum,
þegar hún las í dagblaði um sveit-
unga sinn og sauðfjárbónda,
Stefaníu Sveinbjarnardóttur Dign-
um, sem hafði flutt hreinræktað ís-
lenskt sauðfé til Parham í Kanada.
Hugmyndin varð að veruleika og í
haust færði Stefanía Heimilisiðnað-
arskólanum tvær stórar möppur fyrir
hönd Elizabeth Abbott, og var þar
mastersverkefni hennar um íslensku
ullina og um það hvernig hún er unn-
in. Elizabeth vann þetta sem loka-
verkefni í mastersnámi sínu í tóvinnu
og þráðagerð. Markmið verkefnisins
var að afla upplýsinga um íslenska
sauðfjárstofninn og íslensku ullina,
eða allt það sem nýtist og er nauð-
synlegt fyrir handspuna á íslenskri
u 11.
Þessartværfjölrituðu möppur, alls
189 síður, eru fullar af fróðleik um ís-
lensku ullina. Elizabeth útskýrir tó-
vinnuna bæði í máli og myndum auk
þess sem talsvert er um sýnishorn af
ullinni sem hún notartil spuna hverju
sinni. í fyrra bindinu kynnist lesand-
inn sögulegum staðreyndum bænda-
samfélagsins á íslandi nú á dögum
og til forna og hvernig ullin hefur ver-
ið nýtt fram á þennan dag. Því næst
er ýtarleg umfjöllun um hráefnið, ull
sem hún fékk á íslandi og svo ull sem
hún fékk frá Stefaníu í Kanada. Tó-
vinnuþáttur verkefnisins er mjög yfir-
gripsmikill og faglega unninn. Að-
ferðum og undirbúningi er lýst ná-
kvæmlega og mikil áhersla er lögð á
vönduð vinnubrögð til að auðvelda
vinnsluferlið og bæta gæði ullar-
bandsins. Elizabeth spinnur úr lopa,
togi og þeli og er mikilvægt að fá
þennan samanburð til að undirstrika
óendanlega möguleika þessa verð-
mæta hráefnis.
í seinna bindinu er fjallað um
handavinnuna sem var unnin sam-
fara spunanum. Verkefnin eru ekki
valin af handahófi heldur tengjast
þau menningu og sögu heimilisiðn-
aðarins. Áhugafólki um tóvinnu er
mikill fengur að slíku lesefni, hvort
sem er til fræðslu, samanburðar eða
frekari rannsókna. Fyrir hönd Heimil-
isiðnaðarskólans vil ég þakka þessa
gjöf sem er ánægjuleg viðbót við
bókasafn skólans.
Birna Kristjánsdóttir
skólastjóri
22
HUGUR OG HÖND