Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 8
Tvær kirkjur-tveir höklar A árunum 1989—90 voru ofnir tveir messuhöklar í vefstofu Sigríöar Hall- dórsdóttur aö Þingholtsstræti 17, Reykjavík. Annars vegar hvítur há- tíöahökull fyrir Hólakirkju í Hjaltadal og hins vegar grænn messuhökull fyrir Laugarneskirkju í Reykjavík. Báöar þessar kirkjur hafa nýlega ver- ið lagfæröar og endurnýjaðar. Hólakirkja, sú sem nú stendur, er elsta kirkjubygging á landinu. Hún er teiknuö af dönskum arkitekt og byggö á árunum 1757—1763. Bygg- ingarefniö er sandsteinn sem sóttur var í Hólabyrðu, fjall sem rís skammt austan viö kirkjustaðinn. Yfir sand- steininn hefur veriö múraö aö utan og innan og er múrinn málaður hvít- ur, en í gólfi sést rauðleitur steinninn. Kirkjan sjálf er því frekar látlaus, séö tilsýndar, en norðan viö hana er turn sem Sigurður Guömundsson arkitekt teiknaöi og reistur var áriö 1950. Turninn er helgaöur minningu Jóns Arasonar. Aö innan er kirkjan skrautleg og tíguleg. Útsagaö og skrautmálað tré- verk aöskilur kirkjuskip og kór, kirkju- bekkir eru málaðir og gylltar Ijósa- krónur hanga í lofti. Hún er vel búin góöum gripum sem safnast hafa í tímans rás og er sá veglegasti án efa útskorin vængjabrík yfir altari. Hún er talin vera frá Niðurlöndum og gerö á 16. öld. Bríkin er nýkomin af verk- 1. Hátíðahökull fyrir Hólakirkju í Hjaltadal. Lokatelknlng, bak- og framhlið. 2. Hluti af silkiofnu fangamarki (omega) á framhlið Hólahökuls. 3. Hluti af silkiofnu krossmarki á bakhlið Hólahökuls.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.